Feykir


Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 2
Jólin mín Tjörvi Geir Jónsson | Sauðárkróki Molduxamótið ómissandi Hvað kemur þér í jóla- skap? Þegar snjórinn fellur. Hvenær byrjarðu að jólaskreyta? Á aðventunni. Er búið að kaupa eitthvað af jólagjöfum? Nje, er oftast frekar seinn í því. Hvert er besta jólalagið? Christmas Time með Smashing Pumpkins. Sendir þú jólakort? Nei, hef ekki verið duglegur í því. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Taka þátt í jólamóti Molduxa í körfubolta og borða góðan mat með mínu fólki. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Þykir alltaf gott að fá brækur og sokka. Bakar þú fyrir jólin? Nei, plata Þorgerði í það. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Úff ég er ekki viss… Jólin eru…tími barnanna. /KBS „Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig undir hana hver á sína vísu.“ – Þannig hefst sagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, sem segir frá honum Benedikt sem fór í byrjun jólaföstu á fjallaslóðir til að leita eftirlegukinda og með honum í för voru hundurinn hans, hann Leó og forystusauðurinn Eitill. Gunnar lagði grunninn að sögunni Aðventu með smásögu sem birtist í danska tímaritinu Julesne árið 1931 og hét sagan þá Góði hirð- irinn. Ekki er vafi á því að rætur sögunnar má finna í Biblíunni t.d. í sögunni um góða hirð- inn, sem fór til þess að leita þess eina sauðar sem vantaði í hjörðina þar. Í Biblíunni er sú frásögn dæmisaga þar sem Jesús er hinn góði hirðir og eins má segja í Aðventu, þar sem Fjalla-Bensi er í því hlutverki. Góði hirðirinn sem leitar að hinum týnda og finnur. Kristur sem kemur á aðventu til okkar þegar myrkrið er hvað mest og dagurinn stystur. Enda vísar orðið Aðventa til þess og merking þess á latnesku er einmitt það, að koma – hann kemur. Aðventuljósin okkar taka einnig undir þá merkingu og segja með skini sínu: Velkominn vertu. Það var á aðventunni fyrir tveimur árum sem við fórum fjórir félagar fram í Austurdal í Skagafirði. Tilgangur ferðarinnar var að fara í Ábæjarkirkju og taka þar upp aðventustund sem sýnd var á fésbókarsíðu kirkjunnar í Skagafirði. Það var covid tími og slíkar upptökur voru sýndar dag hvern á aðventunni úr öllum kirkjum Skagafjarðar. Þegar við vorum að ganga síðasta spölinn að kirkjunni kom sagan Aðventa upp í hugann og varð eiginlega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þar í kyrrð fjallanna gat maður gert sér í hugarlund líf fyrri kynslóða, sem áttu allt undir duttlungum náttúrunnar og því, hvernig búsmalanum reiddi af. Hljótt var í dalnum nema árniðurinn sem barst til kirkjunnar. Þar inni áttum við helga stund. Kirkjan í dalnum lifnaði við, varð lifandi helgidómur um stund og þjónaði því hlutverki sem hún var í upphafi reist til að sinna. Fyrsta kirkjan sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Margar komu þær svo í kjölfarið. En hún var fyrst og stendur enn og hefur gert í heila öld. Kallaði til sín fólkið úr dalnum á helgum dögum, til hvíldar og uppbyggingar. Eflaust hefur svo einnig verið í aðventu- byrjun. Þegar hátíð fór í hönd og undirbúa þurfti jólaföstuna hið innra. Sjálfsagt hefur hinn veraldlegi undirbúningur ekki verið marg- brotinn í dalnum. Samt hefur tilbreytingin verið mikil frá hinum venjubundna hversdagsleika. Kannski meiri en við upplifum nú til dags. - Þrátt fyrir allt sem nú er í boði. Ljósadýrð og tilboðsdaga, sem flestir bera erlend nöfn. „Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernskujól,“ kvað Stefán frá Hvítadal. Eftir stundina í kirkjunni var gengið til baka og haldið heim. Ég leit til baka til kirkjunnar sem ein stendur eftir í dalnum og upp í hugann kom eftirfarandi: Eins og varðmaður vakir hún yfir byggðinni, sem eitt sinn var. Og minnir fjármenn á, sem þar fara um á aðventu, að Kristur er nálægur. Einnig hér. Guð gefi okkur öllum gleðilega jólahátíð. Gísli Gunnarsson JÓLAHUGLEIÐING | Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal Hátíð fer í hönd ÚTGEFANDI Nýprent ehf. Borgarflöt 1, Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM. Páll Friðriksson palli@feykir.is BLAÐAMENN Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is FORSÍÐUMYND Nýprentsfólk. PRÓFARKALESTUR Fríða Eyjólfsdóttir o.fl. AUGLÝSINGASÖFNUN Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. JólaFeykir er prentaður í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Jólin mín Jón Guðni Karelsson | Sauðárkróki Mömmukökurnar í uppáhaldi Hvað kemur þér í jóla- skap? Þegar frú Rakel er byrjuð að sjóða rauðkálið. Hvenær byrjarðu að jólaskreyta? Enginn sérstök tímasetning á því. Er búið að kaupa eitthvað af jólagjöfum? Jebb. Hvert er besta jólalagið? Dansaðu vindur. Sendir þú jólakort? Það er að mestu leyti hætt. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Það er svo margt get ekki valið eitt. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ekki hugmynd. Bakar þú fyrir jólin? Já það er bakað á heimilinu en ég á engan heiður af því. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Mömmukökurnar. Jólin eru… róleg og góð. /KBS 2 2022 2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.