Feykir


Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 24

Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 24
 Fram kemur að Guðbjörg og Jóhannes hafi stofnað heimili á Hafragili í sömu sveit, í hús- mennsku, en sá búskapur fékk ekki að vara lengi, því Guðbjörg andaðist þegar Sigurrós var tveggja ára. „Var þá Sigurrós komið að Keldulandi í Skaga- hreppi og ólst hún þar upp að tvítugsaldri hjá Lárusi Einari Björnssyni, bónda, og bústýru hans Guðrúnu Ólafsdóttur. Þetta var orðlagt myndarheimili og gæða fólk. Sigurrós var skýr í hugsun, sjálfstæð í skoðunum, vinnugefin og lagvirk, ljóðelsk og bókelsk og bar gott skyn á fjármuni. — Hún var hversdagslega fáskiptin en vinföst og trygglynd, líktist hún föður sínum sem var atorku- maður til sjós og lands. Sigurrós dvaldi á ýmsum stöðum í Skagafirði við sveitastörf og þótti ágætt hjú. Lengst mun hún hafa dvalið í Valadal. Sigurrós stofnaði heim- ili 1945 með Jóni Þórarni Jóns- syni frá Æsustöðum í Langadal.“ Eftir að Rósa missti eiginmann sinn stundaði hún frystihúsvinnu og vann síðar á saumastofunni Víolu á Skagaströnd. „Var hún sístarfandi, hugurinn var við það að sjá sér farborða og vera sjálfstæð í lífinu er henni tókst mætavel. Nágrönnum sínum var hún trygglynd og gladdist yfir að sækja heim Kelduland á sumarhelgum.“ Jafnframt er rakið í Húna- vökuritinu að þau Rósa og Jón hafi eignast eina dóttur barna, Guðrúnu Sigurlínu, „er ólst upp með foreldrum sínum og var snemma myndarstúlka og vel gefin.“ Hún er gift Birgi Ögmundssyni vélvirkja og eru þau búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Jón Þór, Ingibjörg, Lilja og Sigurrós. Erum við þá komin að teng- ingunni sem nefnd var í upphafi. Sigurrós og Jón Þór, eða Jónsi í Sigur Rós. Sigur Rós er á heimsvísu ein frægasta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér og hefur selt yfir milljón plötur í allt, segir á Wikipedíu. „Sveitin var stofnuð í ágúst 1994 af þeim Jóni Þór Birgissyni (Jónsa), Georg Hólm og Ágústi Ævari Gunnarssyni. Nýfædd systir Jónsa hlaut nafnið Sigurrós Elín Birgisdóttir og þaðan er nafn hljómsveitarinnar komið.“ Varla þarf að nefna það að stúlkan nýborna var skírð í höfuð ömmu sinn- ar og tengingin til Rósu í Hvamms- brekku fullkomn- uð. Það er hreint með ólíkindum að Vangaveltur um tengsl heims- frægrar hljómsveitar norður í land Hvammsbrekka var húsmannsbýli og landið ávallt í eigu Reynistaðar- manna. Ragnar Magnússon fékk það á leigu hjá Jóni Sigurðssyni á Reynistað, byggði þar, girti og ræktaði. Þegar hann fór þaðan 1945 seldi hann Sigurrós Jóhannesdóttur, ávallt kölluð Rósa, og Jóni Jónssyni hús og girðingar og voru þau síðustu ábúendur í Hvammsbrekku. Árið 1960 fluttust þau hjónin að Geitagerði, ásamt Guðrúnu dóttur þeirra, og Hvammsbrekka fór í eyði. Fimm árum síðar brugðu þau búi og fluttu til Skagastrandar. Rósa var fædd 13. september 1912 á Keldulandi í Vindhælis- hreppi en foreldrar hennar voru Guðbjörg Jóhannesdóttir á Keldu- landi og Jóhannes Jóhannesson á Skíðastöðum á Laxárdal í Skefil- staðahreppi. Meðal efnis í 25. árgangi Húnavöku, riti Ung- mennasambands Austur-Húna- vatnssýslu, er Húnvetninga minnst sem létust 1984 og þar a meðal er þáttur um Rósu. Úr fortíðinni palli@feykir.is Sigurrós og Sigur Rós – Fáskiptin vinnukona og heimsfræg hljómsveit hugsa sér þessi tengsl og þann aðstöðumun sem kona norður í landi, sem bjó við þröngan kost og efalaust hefur þurft að taka á honum stóra sínum í lífinu, og barnabarn hennar, heimsfrægur tónlistarmaður sem leggur heim- inn að fótum sér, hafa upplifað í sitt hvoru lagi á ólíkum tímum. En hér verður ekki dvalið við heimsfrægðina heldur verður minningu Rósu haldið á lofti. Fábreytt en hátíðlegt jólahald Til að fá smá innsýn í lífið norður í landi upp úr miðri síðustu öld hafði Feykir samband við Guð- rúnu,, dóttur Rósu í Hvamms- brekku, og bað hana um að rifja upp æskuminningar úr norð- lenskum sveitum. Varð hún vel við bón blaðsins. -Foreldrar mínir voru bæði vinnufólk í Skagafirði og þegar þau tóku saman áttu þau örugg- lega mjög lítið og fengu því leigt þetta litla kot, Hvammsbrekku, sem var í eigu Reynis-staðar. Leigan var sú að mamma vann þrjár vikur á haustin við það að gera slátur á Reynisstað. Eins var hún stundum fengin til að vinna á öðrum bæjum, svona vinnuskipti, því að við þurftum oft að fá hjálp eins og í heyskap. Ég man hvað mér fannst leiðin- legt þegar mamma var að vinna annars staðar enda var hún þá oft þreytt þó að hún kvartaði ekki. Þegar ég stækkaði fékk ég oft að fara með henni og lék mér þá við strákana á Reynistað, stelpurnar í Stóru-Gröf eða strákana á Hafsteinsstöðum og það var gaman. Svo eignaðist ég góða vinkonu, Kristínu, sem var í sveit á sumrin hjá afa sínum og Hver skyldu tengslin vera á milli gamalla húsatófta norður í Skagafirði og heimsfrægrar hljómsveitar sem milljónir elska og dá? Kannski langsótt en þó ekki. Myndin er samsett af teikningu Björns Björnssonar af húsinu í Hvammsbrekku, sem birtist í Byggðasögu Skagafjarðar, og auglýsingaplakati af heimstúr Sigur Rósar í sumar. 24 2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.