Feykir


Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 20

Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 20
Diskódísir er hópur vinkvenna sem varð til þegar níu húnvetnskar dömur tóku þátt í söngvakeppni sveitarfélagsins. Lagið sem þær völdu að flytja var Fagra litla diskódís með Ðe lónlí blú bojs og var því tilvalið að kalla hópinn það. Fyrst um sinn var tilgangur þátttökunnar meira til gamans en þar sem meðlimir hópsins eru margir hverjir að kafna úr keppnisskapi breyttist þetta fljótt í heimsmeistaramót í söng. Stífar æfingar og margra klukkutíma hárgreiðslur (engar ýkjur) skiluðu þeim þó ekki fyrsta sætinu, en þær fóru heim með verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu og búninga. Með tímanum hefur þessi hópur stækkað og saman stendur nú af 14 vinkonum. Hópurinn tengist á ýmsan hàtt. Stór hluti hans eru æskuvinkonur sem tengjast flestar í gegnum hestamennskuna. Hópurinn stækkaði síðan jafnt og þétt, við bættust systur, aðrar eiga húnvetnska kærasta…eða áttu einu sinn húnvetnska kærasta. Þetta er þéttur hópur sem hefur brallað margt saman og farið víða. Þær hafa setið í sveitarstjórn, farið á Ólympíuleika og heimsleika í crossfit, unnið Staðarskálamótið í körfubolta, verið í sóknarnefnd, skipulagt bæjarhátíðir, farið í háskóla í útlöndum, unnið sem lögga, keyrt sjúkrabíl, orðið Íslandsmeistari í íslenskri glímu, hindrunarstökki og körfubolta og svona mætti lengi telja (enda er lífið bara keppni). Þær búa núna í sex póstnúmerum víðsvegar um landið, eiga samtals 38 börn og eitt barnabarn, sem eru þá 2,714 börn á konu. En þess má geta að meðalfrjósemi íslenskra kvenna er 1.72 börn á konu. Þær eiga samtals 29 gæludýr, að frátöldum búfénaði eða hótelhundum. Uppátæki Dísanna eru margvísleg; utanlandsferð, óvissuferð til Reykjavíkur, köku- étandi slúður kvöld, quiz á zoom og það nýjasta, veiðiferðin mikla í Víðidal. Þær eru virkar á samfélagsmiðlum og halda uppi háleynilegum Facebook hópi og Snapchat grúppu. Þar eru haldnir hátíðlegir vikulegir tuðmánudagar, markmiðamiðvikudagar og þakklætisföstudagar. UMSJÓN Klara Björk Stefánsdóttir Veisluþáttur JólaFeykis Húnvetnskar Diskódísir FANNEY DÖGG Hrökkkex Hráefni: 1 poki mozzarella 2 dl hörfræ 2 dl graskersfræ 1 dl chia fræ 1 dl möndlumjöl 1 dl vatn 2 egg Himalaya salt Aðferð: Blanda öllu saman í skál og setja á plötu með bökunarpappír. Bakist við 180 gráður á blæstri í 15-18 mínútur. Efsta röð frá vinstri: Þórey, Hrund, Tóta og Þóranna, Miðröð: Eydís, Guðrún Ósk, Ingveldur, Sonja, og Sveinbjörg. Neðsta röð: Jóhanna, Hjördís, Hafdís, Fanney og Rósa neðst til hægri. AÐSENDAR MYNDIR ÞÓRANNA Gullni meðalvegurinn Uppskrift: Vínbúðin Smáragrund 2 550 Sauðárkrókur Opið: mán-fim 11-18 fös-11-19 Lau 11-16 Aðferð: Skottist og náðið ykkur í þessa dýrindis drykki og njótið þess að dreypa á þeim á aðventunni. GUÐRÚN ÓSK Baby Ruth Hráefni: 3 eggjahvítur 2 dl sykur 1 tsk. vanilludropar 2 tsk. lyftiduft 2½ dl salthnetur 25 Ritzkex Aðferð: Þeytið eggjahvítur og sykur. Myljið saman salthnetur og kex með því að setja í plastpoka og berja með glasi inni í pokann… Blandið öllu varlega saman. Setjið í smurt hringlaga bökunarform. Bakið í 20 mínútur á 175°C. Krem: 3 eggjarauður 60 g flórsykur (1 dl) 50 g smjör 100 g suðusúkkulaði Þeytið eggjarauður og flórsykur, bræðið smjörið og súkkulaðið í vatnsbaði (eða örbylgjuofni) og hrærið saman. Kakan þarf helst að standa í kæli í nokkra tíma áður en hún er borin fram. Kakan geymist vel í kæli í nokkra daga og verður jafnvel betri, sérstaklega með góðum kaffibolla. HRUND Bestu smákökur í heimi Hráefni: 50 g smjör 200 g suðusúkkulaði 1 egg 1 eggjarauða 1 tsk vanilludropar 80 g sykur 25 g muldar heslihnetur 75 g hveiti ¾ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt Aðferð: Stillið ofninn á 180°C yfir og undir hita. Bræðið smjörið og suðusúkkulaðið í potti. Látið kólna. Hrærið eggið, eggjarauðuna og sykurinn vel saman í hrærivélþar til verður létt og ljóst. Bætið í 1 tsk af vanilludropum út í og súkkulaðidropum, hrærið varlega með sleif. Næst er hnetunum, hveitinu, lyftiduftinu og saltinu bætt út í. Sett á smjörpappír með teskeið, passið að hafa gott bil á milli. Bakið í níu mínútur í ofni. 20

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.