Feykir


Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 31

Feykir - 05.12.2022, Blaðsíða 31
saman að þeim fjölbreyttu verkefnum sem við nú sinnum.“ Bjarni segir verkefnið vera svolítið óhefðbundið fyrir þá félaga, a.m.k. í samanburði við önnur sem þeir hafa tekið að sér í gegnum tíðina, sem sé að vissu leyti svolítið rómantískt, en þeir félagar hafa fulla trú á því að það séu mikil viðskiptatækifæri fólgin í því. „Húnabyggð og nærsveitir eru einhvern veginn hálf ósýnilegar á landakortinu þegar kemur að ferðaþjónustu og okkur finnst það illskiljanlegt því við vitum, eins og allir sem þar hafa eytt einhverjum hluta ævinnar, hvað svæðið hefur upp á að bjóða og hversu mikil orka býr í fólkinu sem þar býr. Gamli bærinn á Blönduósi er mjög sérstakur staður. Það er einstakt á Íslandi og þó víðar væri leitað að til sé svo gott sem ósnortinn bæjarkjarni sem eitt sinn hýsti alla þjónustu, iðnað og innviði sem einkenndi samfélag í blóma. Við fylgj- umst með öðrum sveitarfélögum á Íslandi keppast við að búa til slíka bæjarkjarna með ærnum tilkostnaði og sögufölsun, leyfi ég mér að segja, á meðan á Blönduósi drýpur sagan af hverju strái. Hvert strá, hver þúfa, hver nagli í gamla bænum býr yfir sögu sem á erindi við sérhvern Íslending sem og alla sem sækja landið heim og við viljum taka þátt í því að gera þeirri sögu skil. Í mjög grófum dráttum skilgreinum við verkefnið út frá þeim sjónarhóli. Við höfum fest kaup á nokkrum óskar öllum íbúum á Norðurlandi vestra gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Við þökkum ykkur frábært samstarf undanfarin 30 ár. Farskólinn býður upp á vottaðar námsleiðir – náms- og starfsráðgjöf – raunfærnimat – greiningu á fræðsluþörfum – námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir farskolinn.is - 455 6010 - farskolinn@farskolinn.is fasteignum í gamla bænum; hótelinu, tveim hæðum í Helgafelli, sem er við hliðina á hótelinu, Krútt brauðgerðinni og nokkrum íbúðarhúsum og okkar plan er að byggja smám saman upp vettvang sem býður upp á góða aðstöðu fyrir þá sem vilja sækja Blönduós heim, umvafða góðum mat og annarri menningu sem og afþreyingu. Nú er ég ekki að segja að Blönduós sé í dag ekki áhugaverður áningarstaður og það er margt jákvætt sem hefur verið gert síðustu ár en það eru of fáir sem vita af öllu því frá- bæra sem héraðið hefur upp á að bjóða.“ Vinna með skemmtilegu fólki Bjarni segir að horft sé á þetta verkefni sem langtímaverkefni og áætlunum hagað í samræmi við það. Byrjað er að gera hótelið upp í samræmi við ákveðna strategíu sem þeir hafa sett saman með aðstoð nokkurra reynslubolta í bransanum. „Við viljum svo byggja ofan á það með frekari valkostum, t.d. nýta Krúttið í viðburðarhald og fjölbreyttari matarmenningu. Þetta stefnum við á að gera í nokkrum fösum því eins og ég segi þá er þetta langtímaverkefni sem við stefnum á að fylgja eftir næstu árin.“ Í gamla bænum, útskýrir Bjarni, er fyrst og fremst verið að líta til svokallaðrar visthæfrar ferðamennsku fremur en fjölda- ferðamennsku þar sem viljinn standi til þess að gestir heimsæki bæinn vegna raunverulegs áhuga á svæðinu og að þeir eyði meiri tíma en bara að rúlla í gegn. „Þannig teljum við að við getum búið til eftirsóknarverðari upplifun sem er í sátt við samfélagið fremur en að hrúga inn túristum sem bara strauja í gegn og með- taka jafnvel ekki fegurð héraðsins.“ Bjarni telur að það hafi blundað í mörgum Blönduósingum, bæði þeim sem búa þar í dag sem og brottfluttum, að upphefja gamla bæinn til fyrri dýrðar og þeir alls ekki verið þeir sem hrintu því af stað þar sem á svæðinu eru aðilar sem þegar hafa rutt brautina. „Hótelið var til sölu og eftir talsverða umhugsun ákváðum við að láta slag standa og staldra ekki bara við það heldur hugsa þetta í stærra samhengi fyrir gamla bæinn í heild sinni. Það má þó ekki skilja það þannig að það sé okkar hugmynd að við leggjum hann undir okkur. Þvert í móti er það okkar von að þarna verði blómlegur og fjölbreyttur rekstur sem er á höndum mismunandi aðila sem deila ástríðu fyrir gamla bæn- um og Húnabyggð í heild,“ segir Bjarni, sannfærður um að þarna sé góð viðskipta- hugmynd á ferðinni. „Og rúsínan í pylsu- endanum er sennilega það að okkur grunaði að þetta yrði gaman og að við myndum vinna með skemmtilegu fólki við að gera eitthvað fyrir æskulóðirnar sem okkur þykir svo vænt um.“ Ótrúlegustu hlutir mögulegir Bjarni er sannfærður um að í Blöndu- ósingum búi mikil orka en eitt sinn var helsta baráttumálið að virkja Blöndu en þeir félagar vilji virkja Blönduósinga. „Ég tel að það séu fjöldamörg tækifæri fyrir hugmynda- og atorkuríkt fólk á svæðinu öllu. Við erum að vona að þetta verkefni blási fólki svolítinn eldmóð í brjóst og fólk þori að stíga fram með hugmyndir sínar og framkvæmi þær. Það er t.d. almennur skortur á afþreyingu. Fjölbreyttir menn- ingarviðburðir væru lyftistöng og svo mætti lengi telja. Það væri líka mjög gaman ef verkefnið stuðlaði að samtakamætti í samfélaginu. Ótrúlegustu hlutir eru mögu- legir þegar fólk tekur höndum saman, hugsar til langs tíma, laðar að og hlúir að þekkingu. Vonandi sjáum við brottflutta Blönduósinga eyða meiri tíma á gömlum heimsslóðum, jafnvel að einhverjir þeirra flytji aftur heim. Hver veit?“ - - - - - Lengra viðtal við Bjarna Gauk má nálgast á Feykir.is. 312022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.