Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 4

Feykir - 05.12.2022, Page 4
Lífið of stutt til þess að taka sjálfan sig of hátíðlega Það gleður marga fyrir þessi jól að enn ein bókin í flokknum Skagfirskar skemmtisögur er komin út. Þar hefur Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður með meiru, haldið utanum og safnað efni allt frá upphafi en fyrsta bókin kom út 2011. Í inngangi bókarinnar segir að í upphaflega hafi verið gert ráð fyrir einni bók en nú eru þær orðnar sex að tölu. Feykir hafði samband við Björn og byrjaði á að spyrja: Er alltaf verið að lauma að þér sögum? -Já, eftir að fimmta bókin kom út fyrir sex árum bættust alltaf við ein og ein saga, án þess að ég væri að safna þeim markvisst. Fannst þetta bara orðið ágætt. Í byrjun, fyrir um ellefu árum, var rennt blint í sjóinn en síðan kom fljótt í ljós að skemmtisögurn- ar voru úti um allt hérað. Fólk hefur almennt tekið mér vel og verið tilbúið að segja manni sögur eða benda á aðra sem kynnu sögur. Eins og við var að búast eru alltaf einhverjir sem liggja á sögunum eins og ormur á gulli. Ég virði það, en bendi bara á mikilvægi þess að varðveita sögurnar á prenti. Þó þær kallist oft munnmælasögur þá Kápumynd Skagfirskra skemmtisagna 6 sýnir túlkun á einni þekkt- ustu sögunni af Bjarna Har, bæjarstjóranum í útbænum. Enn fleiri skagfirskar skemmtisögur | Björn Jóhann í stuttu spjalli er hætt við að þær falli í gleymskunnar dá með tímanum. Má þá ekki búast við sjöunda bindinu? -Það er aldrei að vita, saman- tekt á sögunum í sumar og haust gekk alla vega mjög vel, mun betur en ég átti von á. Hélt ég væri búinn að þurrausa alla helstu sagnamenn Skagafjarðar en það bætist alltaf í hópinn. Undirtitill sjötta bindis- ins, Fjörið heldur áfram, segir kannski einhverja sögu. Þú segir að helsta áskorunin hafi verið að halda sig sem næst sannleikanum. Hvað áttu við? -Góð spurning, ég er alls ekki að segja að sögurnar séu uppspuni, þvert á móti. Þær eiga sér allar einhverja stoð í raunveruleikanum. Vandinn er að sögurnar eru margar hverjar til í ýmsum útgáfum. Þá hefur reynst erfitt að birta hina einu réttu útgáfu. Ég hef fengið athugasemdir um að hin og þessi sagan hafi verið svona og hinsegin, en eins og segir einhvers staðar þá má góð saga aldrei gjalda sannleikans! Stundum hefur þurft að rata milliveginn. Ég veit að framsóknarmenn í Skagafirði skilja mjög vel hvað ég á við! Hvað ertu með á prjónunum fyrir utan Skagfirsku skemmti- sögurnar? -Það er nú svo sem ekkert sér- stakt, annað en vinnan og reyna að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Ekki lækkar forgjöfin í golfi- nu, svo mikið er víst! Alltaf eru einhverjar hugmyndir á blaði, sem enda þá annað hvort í ruslakörfunni eða verða geymdar í skúffu til síðari tíma pælinga. Í lokin vill Björn Jóhann þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt til sögur. -Fjölskyldu Bjarna Har þakka ég sérstak- lega fyrir að gefa leyfi til að hann fái að prýða bókarkápuna. Þar er skopteikning sem túlk- ar líklega þekktustu söguna af Bjarna, allt í stíl hjá BP! Með þessu vildi ég heiðra minningu góðs vinar sem kvaddi í byrjun þessa árs. Lesendum bókanna eru þakkaðar viðtökurnar undanfarin ár og ég vona að sjötta bindið valdi ekki miklum vonbrigðum. Mest um vert er að hafa gaman af þessu öllu og taka sig ekki of hátíðlega. Lífið er of stutt til þess. VIÐTAL Páll Friðriksson Háeyri 1 | 550 Sauðárkrókur | +354 455 4400 | fisk@fisk.is Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári n ýp re n t e h f. | 1 2 2 0 2 2 4 2022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.