Feykir


Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 8

Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 8
Jólabækur – og miklu meira en það Skagfirskar skemmtisögur 6 – Fjörið heldur áfram Skagfirskar skemmtisögur 6 er síðasta bókin í þessum vinsæla bókaflokki sem Sauðkrækingurinn Björn Jóhann Björnsson hleypti af stokkunum á sínum tíma og heldur enn utan um. Bókin hefst á sögum af Bjarna Har kaupmanni, sem lést í byrjun árs, og er viðeigandi að hann gefi tóninn, enda var vandfundinn annar eins húmoristi. Þá eru hér sögur af Hvata á Stöðinni, Ýtu-Kela, séra Baldri í Vatnsfirði og mörgum öðrum snillingum, sem og glettnar gamanvísur, meðal annars úr orlofsferðum skagfirskra húsmæðra. Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldal Sigurður Aðalsteinsson frá Vað- brekku sér „draug“. Kolbeinn Arason flýgur með lík. Gunnar á Fossvöllum fullyrðir að Akureyrardeildin í Helvíti sé full. Þuríður Hallgrímsdóttir á Brú fær bréf frá hatursmanni sínum. Jón í Möðrudal auglýsir eftir ráðskonu. Séra Sigurjón Jónsson býr til nýtt Faðirvor. Reiðhestur úr Hrafnkelsdal stendur á haus inni við Kárahnjúka. Baldur Pálsson frá Aðalbóli segir frá eðlisfræðitilraunum og Haukur á Hauksstöðum fer sér til hressingar á Heilsuhælið í Hveragerði en fær þá óvænt skeyti frá Hákoni Aðalsteinssyni. Hrafninn – þjóðin, sagan, þjóðtrúin Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson – Hrafna- Flóka – upp að Íslandsströndum. Krummi er sagður vita lengra nefi sínu. Vísindin telja hann reyndar á meðal gáfuðustu dýra sem þessa reikistjörnu byggja. Hann er eftirherma mikil og þjóðtrúin segir hann aukinheldur geta orðið 900 ára. Það er ekki lítið. Í þessari bók er hrafninn skoðaður frá mörgum hliðum og víða leitað fanga og niðurstaðan er sú, að hann er engum líkur. Fjöldi glæstra mynda eru í bókinni. Ég verð að segja ykkur – Ingvar Viktorsson lætur gamminn geisa Hér lætur Ingvar Viktorsson, fyrrum kennari, bæjarstjóri og íþróttafrömuður, gamminn geisa og sögurnar eru óteljandi. Guðjón Ingi Eiríksson ritstýrði bókinni, en í ritnefnd voru auk hans Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson og Orri Þórðarson. Og það má alveg láta það fylgja með að ritstjórnin þurfti að beita Ingvar hörðu til að fá hann til að fallast á að segja okkur frá viðburðaríkri ævi sinni, en það tókst þó og ættu margir að hafa fróðleik og skemmtun af frásögn hans. Nýjasta útgáfa Bókaútgáfunnar Hóla Stundum verða stökur til – Hjálmar Jónsson rifjar upp vísur og sögur Bragsnillingurinn Hjálmar Jónsson fer hér á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi og samskipti við fólk í gleði og gáska kitla hláturtaugarnar svo um munar. Einnig er í bókinni dýpri kveðskapur. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn. Nokkrar sögur eru í bókinni af sr. Baldri Vilhelmssyni í Vatnsfirði, en hann var borinn og barnfæddur Hofsósingur. Að loknu stúdentsprófi í MA fór Baldur í guðfræði í Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1956. Á háskólaárunum bjó hann á Nýja stúdentagarðinum. Þar var aðeins einn sími til afnota fyrir stúdenta, og þótti ekki vinsælt ef menn héldu honum mjög lengi, einkum á annatíma. Eitt sinn hafði síminn verið upptekinn dágóða stund og voru margir farnir að bíða og huga að því hver væri að tala. Reyndist það vera Baldur, en hann bandaði mönnum frá sér og kvaðst vera að tala í landsímann. Vissu menn þá, að hann var að tala við föður sinn, Vilhelm símstöðvarstjóra. Þurfti Baldur því ekki að hafa miklar áhyggjur af kostnaði við lengd símtalsins. Öðru hverju opnuðu samnemendur Baldurs dyrnar á síma- klefanum, en heyrðu aðeins mas um einskis verða hluti og þar kom að einhver spurði Baldur hvort hann væri ekki að verða búinn. ,,Jú,” svaraði Baldur, ,,ég er að koma mér að efninu.” Og í því að dyrnar á klefanum lokuðust heyrðist Hofsósingurinn segja: ,,En án gamans, er amma dauð?” Úr Skagfirskum skemmtisögum 6 Af séra Baldri 8 2022

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.