Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 11

Feykir - 05.12.2022, Page 11
niður pantanir og greiðslu og færðu fólki síðan matinn tilbúinn í bílana sem við höfðum eldað inni í eldhús- inu. Þetta gekk mjög vel en svo leið að því að fólkið var farið að ferðast og veðrið var alls ekki gott hérna á höfuðborgarsvæðinu svo við tókum þá ákvörðun að fjárfesta í matarvagni. Ég er með marga fylgjendur á Snapchat þar sem ég sýni frá veiði og framleiðslunni og öðru og fékk orðið ansi margar spurningar um það hvort við værum ekki að fara að kíkja út á land,“ segir Silli sem hefur en það er svo sannarlega þess virði þar sem viðtökurnar eru svo góðar. Núna förum við ekkert nema vera fjögur eða fimm í vagninum en það eru börnin okkar sem og systurdóttir mín sem hafa farið allt með okkur í sumar en hún er einmitt líka ættuð úr Skagafirðinum.“ En hver skyldi teng- ingin við Krókinn vera? „Tengdaforeldrar mínir eru bæði frá Sauðárkróki en þau eru Sigfús Sigfússon og Vigdís Blöndal Gunnarsdóttir svo við höfum í gegnum árin ansi oft heimsótt Skagafjörðinn. Vorum svo heppin að vegna tenginga fengum við að vera fyrir utan verkstæðið hjá Gylfa Ingimars og höfum eignast dýrmæta vini á Króknum eftir að við fórum að kíkja við reglulega. Yfirleitt byrjar sumarið hjá okkur á því að koma á Sauðárkrók svo það má segja að það sé svona upphafsstaðurinn okkar þegar við leggjum land undir fót með vagninn.“ Silli segir fjölskylduna hafa ferðast ansi víða um landið en auk Sauðárkróks er farið reglulega á Siglufjörð og Akur- eyri þar sem þau eru mikið á sumrin og komin með tryggan kúnnahóp þar sem annars staðar. Jólin eru á næsta leiti, hvað verður á boðstólum hjá þér og hver sér um eldamennskuna? „Þegar það eru veislur heima og svona þá er það ég sem sé um eldamennskuna en annars er það konan sem eldar oftar á okkar heimili. Hjá okkur hefur verið hefð fyrir því síðan við fórum að halda jólin heima STÓRA MYNDIN: Fimm fræknu með besta borgarann í Evrópu. Frá vinstri: Grétar Jóhannes Sigvaldason (Jói), Silli (Sigvaldi Jóhannesson), Elsa Blöndal Sigfúsdóttir, Petrós María Sigval- dadóttir og Róslinda Jenný Sverrisdóttir MYNDIR: HEIDA HB Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Borgarmýr i 1 550 Sauðárkrókur S ími 453 5433 www.stet tar fe lag. is uppfært verkefnið og gefið út bók, Handbók veiðimannsins. Hann segir bókina í raun byggða á þeim spurningum sem hann hefur verið að svara í gegnum Snapchattið en einnig eru í henni margar af hans uppáhalds uppskriftum. Fyrsta stopp á Króknum Aðspurður hvernig það kom til að hann mætti með vagninn á Krókinn, segir Silli það hafa legið beinast við að byrja þar vegna fjölskyldutengsla. „Það er ótrúlegt hversu vel okkur er tekið alls staðar sem við förum og landsbyggðin í heild sinni held ég bara þakklát fyrir tilbreytinguna. Það er vinna að ferðast svona og verður alltaf stærra og meira í hvert skiptið n ýp re n t e h f. | 1 2 2 0 2 2 Þetta er fyrsti rétturinn í bókinni því þetta er fyrsti rétturinn sem ég fór að laga úr villibráðinni og varð til þess að konan studdi mína veiði að því gefnu að hún fengi þennan annað slagið. Bæði er hægt að nota gæsabringur og læri eða hreindýr í þennan rétt. Þessi er fyrir þrjá. 500 g gæsalæri eða bringur 3 gulrætur 2 laukar 20-30 gr. villisveppir eða portobello sveppir 3 greinar garðablóðberg eða 1 msk. þurrkað timijan 1 stk. villisveppaostur eða ½ gráðaostur 1 stk. kjúklingateningur 1 staup púrtvín klípa af salti klípa af picanta Maizena eða smjörbolla til þykkingar skvetta af rjóma 1-2 msk. af góðri sultu (helst bláberja) smá sósulit. Aðferð: Brúnið kjöt, lauk, sveppi, gulrætur og garðablóðberg á pönnu og setjið að því loknu í pott. Púrtvín, teningur og sulta sett í pottinn og setjið svo vatn í pottinn þannig að það rétt nái upp fyrir hráefnið. Sjóðið það rólega í um 1 klst. Þykkt að lokum með þykkingarefni að eigin vali og rjóma bætt í. Gott meðlæti væri til dæmis: Grænar baunir, rauðkál, sætar kartöflur og sulta. Uppskrift Silla kokks Gæsapottréttur hjá okkur að það eru rjúpur og einnig hamborgarhryggur ásamt heimalöguðu rauðkáli og tilheyrandi en við erum með graflax í forrétt og humar,“ útskýrir Silli. Hann segir að fyrir jólin séu þau með framleiðslu á alls konar kræsingum eða yfir 35 vöruliði sem finna má á heimasíðunni sillikokkur.is, og segist alltaf hafa lagt mikinn metnað í að vinna og nýta hráefnið íslenska villibráð eins vel og hugsast getur. Einnig setja þau saman úr þessum kræsingum gjafakörfur sem verða alltaf vinsælli og vinsælli. Þá er er einnig hægt að kaupa bókina Handbók veiði- mannsins á heimasíðunni en hér meðfylgjandi er ein uppskrift sem finna má í bókinni góðu. 112022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.