Feykir


Feykir - 05.12.2022, Side 12

Feykir - 05.12.2022, Side 12
Rótarhnyðjur og rekatré Hugsað til framtíðar í von og trú og kveðið í þeim anda: Haldast mun í horfi kláru hagsæld góð á landi hér, meðan synir bjargs og báru búa sig í lífsins ver. Heyrði aldurhniginn mann kvarta yfir eigin afturför, orti í hans orðastað: Frá eru rökin fyrr mér léð, fúinn hrekkur strengur. Gömlu tökin kær ég kveð, kann þau ekki lengur. Kvað eitt sinn til starfsfélaga: Alla tíð á vinnuvakt vanda þarf sig mikið. Sagaðu ekki svona skakkt, sérðu ekki strikið? Stundum er ekki hreinlega að málum gengið: Margir enn af Marðar ætt munu á þjóðarsviði, stunda það að svíkja sætt og sundra öllum friði. Heyrði talað um slæma meðferð á auðlindum þjóðarinnar og orti: Margur verður maurapúki, meiðir lífsins helgu vé, meðan andinn aurasjúki elur sig á þjóðarfé. Var að hlusta á harmonikkuspil föður míns og kvað: Hljómarnir gullregni um huga minn strá og hlæjandi um sálina labba. Nú eins og ætíð ég nýt þess að sjá nikkuna í fanginu á pabba. Önnur er lífsbaráttan nú á tímum en var í eina tíð: Raunsæ viðhorf líta lok lífs í svaði djúpu. Gleypa menn með græðgi í kok gerviþarfasúpu. Ekki fer ævinlega allt eins og ætlast er til. Orti eitt sinn við slíka niðurstöðu: Ævitímans harða hrís hlýtur skímu að spilla. Mörg er glíman mönnum vís, margt er rímað illa. Var að skipta um gler í húsi mínu og fékk liðsauka og kvað: Gott er að finna fyrir því, fráleitt skal það rengja, að mörgum hjálpa heimi í hendur góðra drengja. Kvaddi mann, sem jafnan undi sér best úti í náttúrunni, með þessari vísu: Þó veröld léki hann illa oft átti hann söng á tungu. Svalg þar frjáls hið fríska loft, fyllti brjóst og lungu. Orti eitt sinn um fyrri tíðar bændaforingja: Það gleymdi enginn Gesti á Hæli er Gest á Hæli leit. Hann átti til í meiri mæli meira er nokkur veit. Og við þenkingar yfir góðri og skemmti- legri vísu orti ég eitt sinn: Siggi á Blesa sínum reið, saman rann við dimman geim. Þó hann færi langa leið lausa skeifan tolldi heim. Skagaströnd 15. nóvember 2022. Rúnar Kristjánsson Kveðskaparpistill Rúnars Kristjánssonar Erlingur B. Jóhannesson múrari aðstoðaði Bjarna Har annað slagið við að panta vörur gegnum netið frá Kína, m.a. fallega munstraða tóbaksklúta, þessa bláu og rauðu sem margir kannast við. Eitt sinn hafði Bjarni samband við Erling og sagði að sig vantaði fleiri klúta. Þetta var í nóvember 2020, undir það síðasta sem Bjarni var í búðinni flesta daga. Erlingi fannst það magnað að klútarnir væru allir búnir því að hann hefði nýverið komið með til hans 50 klúta; 25 bláa og 25 rauða. ,,Já, þeir komu hingað framan úr Blönduhlíð- inni og kláruðu lagerinn,“ sagði Bjarni og Erlingur tók það gott og gilt svar, enda Blöndhlíðingar annálaðir neftóbaksmenn. Erlingur benti Bjarna næst á að það gæti verið tæpt að ný sending af klútum frá Kína næðist fyrir vertíðina á aðventu. ,,Það er í góðu lagi,“ svaraði Bjarni að bragði, ,,ég þarf ekki að snýta mér fyrr en eftir mánaðamót.“ - - o - - Bjarna var um árið boðið í fermingarveislu hjá Munda í Tungu og Ernu. Hann kom eilítið mjúkur í veisluna og ,,dyravörðurinn” bað hann aðeins að hinkra á meðan Mundi yrði sóttur. ,,Ekkert mál, ég held mig bara á mottunni á meðan,” sagði Bjarni, sem stóð á útidyramottunni fyrir utan húsið. Úr Skagfirskum skemmtisögum 6 Bjarni heldur sig á mottunni STÓRAR OG SMÁAR Jólin eru komin í Blóma- og gjafabúðina Full búð af alls konar fallegu í jólapakkann! Aðalgötu 14 | Sauðárkróki | & 455 5544 Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi! Smíðaði stórt og flott hamstrabúr Gígja Glódís Gunnarsdóttir er 12 ára dverghamsturseigandi sem býr á Freyju- götunni á Króknum. Glódís, eins og hún er oftast kölluð, er dóttir Gunnars Smára Reynaldssonar og Klöru Bjarkar Stefánsdóttur og á hún systur sem heitir Dagrún Dröfn. Dverghamsturinn hennar Glódísar ber nafnið Mjöll því hún er með hvítan feld og er eins árs. Dverghamstrar eru einir af þrem minnstu hamstrategundum í heiminum og þeir fæðast undir 2 cm á lengd. Þeir lifa í aðeins 2-3 ár og þegar þeir ná fullorðinsárunum ná þeir aðeins að vera um 4,5–5 cm á lengd og 20–25 grömm á þyngd og er meðgöngutími þeirra aðeins 20 – 22 dagar. Hvernig eignaðist þú Mjöll? „Ég passaði hamst- ur fyrir frænku mína síð- asta haust [2021] og eftir það langaði mig mjög mikið í minn eigin hamstur. Við mamma fórum því strax í að finna hamstur og fundum Facebook-síðu með dverghömstrum til sölu og við höfðum sam- band. Ég fékk svo hana Mjöll gefins því mamma hennar var nýbúin að ráðast á hana. Konan sem gaf mér hana var ekki viss hvort hún myndi lifa það af en hún hresstist heldur betur við eftir að hún kom til mín og er enn í fullu fjöri.“ Hvað er skemmtilegast við Mjöll? Allt, ég elska að dúllast með hana, hún er svo blíð og góð og mér finnst mjög gaman að endurraða og taka til í búrinu hennar. Við Pabbi smíðuðum svo stórt og flott hamstrabúr í vor handa henni sem hún er mjög sátt við. Hvað er erfiðast? Sagið sem er notað í botninn á búrinu getur farið út um allt, (mömmu til mikillar Gæludýrið mitt siggag@nyprent.is Gígja Glódís | Dverghamsturinn Mjöll Mjöll fer á stúfana en hún prýðir forsíðu JólaFeykis. AÐSEND MYND gleði!) en það hefur alveg hætt eftir að nýja búrið kom en svo er pínu erfitt að fara lengi burt frá henni ef maður fer í frí en þá hefur afi kíkt á hana í heimsókn eða hún farið í pössun. Ertu með einhverja snið- uga eða merkilega sögu af Mjöll? „Halla, frænka mín, og Sjonni kærastinn hennar sóttu Mjöll fyrir mig í Reykjavík og voru með hana í eina nótt áður en þau fundu far fyrir hana heim á Krók. Þar týndist hún í klukkutíma en þau fundu hana svo í horni hjá fataskápnum sínum og náðu að nappa henni aftur inn í búrið sitt. Hafa skapast einhverjar sérstakar jólahefðir í kringum gæludýrið? Nei, getum ekki sagt það en auðvitað var búrið skreytt í fyrra og það verður örugglega toppað í ár.“ Hvernig mynduð þið lýsa aðfangadegi hjá gæludýrinu? „Frekar venjulegum, sama chillið og alla hina dagana nema kannski kvöldmaturinn af dýrari gerðinni, gúrka eða gulrót jafnvel.“ Hvað finnst fjölskyldu- meðlimum um jólahefðir dýrsins? „Allir sprækir og sáttir með þær“. Glódís skorar á Bríeti vinkonu sína að segja frá kettinum sínum Nemó. 12 2022

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.