Feykir


Feykir - 05.12.2022, Page 15

Feykir - 05.12.2022, Page 15
Láttu ekki norsku jólakökuna framm hjá þér fara þessi jólin! Jóla og nýárskveðjur, Sauðárkróksbakarí. Jólin mín Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir | Króksari í Verona á Ítalíu „Má segja After Eight?“ Hvað kemur þér í jóla- skap? Jólamarkaðurinn í götunni minni, fallega skreyttir búðargluggar, Michael Buble, rökkur, kanilangan og kertaljós. Hvenær byrjarðu að jólaskreyta? Ég byrja að jólaskreyta um leið og andinn kemur yfir mig. Það má kannski segja að ég byrji yfirleitt frekar í fyrri kantinum. Er búið að kaupa eitt- hvað af jólagjöfum? Nei, enn sem komið er eru engar jólagjafir komnar í hús, en það getur verið fljótt að breytast. Hvert er besta jólalagið? Jólin eru okkar með Baggalút. Sendir þú jólakort? Nei því miður, eins mikið og mig langar að senda jólakort þá virðist ég alltaf renna út á tíma. En ég reyni. Ég er mjög meðvituð um það að á hverju aðfangadagskvöldi er hrúga af skrifuðum jólakortum í fórum mínum sem náðu ekki á pósthúsið. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðarnar? Ekkert er ómissandi. Komst að því í fyrra þegar ég fann ekkert reykt kjöt. Ég stefni alltaf að því að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni, hafa það kósý, borða góðan mat og njóta samverunnar með mínum. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Það er ekkert sem mig langar í neitt sérstaklega. Bakar þú fyrir jólin? Nei, ég ótrúlega léleg í smákökubakstri. En við búum til jóla- sælgæti og skreytum smákökur (úr búð). Hver er uppáhalds jólakökusortin þín? Má segja After Eight? Jólin eru… kertaljós og piparkökuhús. /KBS N Ý PR EN T eh f. Tónleikar um áramót Í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 30. desember kl. 20:30. Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning liðinna ára. www.heimir.is Jólin eru að koma! Vantar þig vandaða gjafavöru fyrir þá sem allt eiga? Mikið úrval af handunninni gjafavöru, prjónapakkningum og matvöru Beint frá býli. Langir fimmtudagar í desember: 8. desember opið frá kl. 14-22. 15. desember opið frá kl. 14-22. 22. desember opið frá kl. 14-22. Opið aðra daga í desember eftir samkomulagi, S: 823 2441. Rúnalist www.runalist.is runalist@runalist.is Runalist Gallerí Stórhól Runalist Stórhól 561 Varmahlíð Gleðileg jól 152022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.