Feykir


Feykir - 05.12.2022, Síða 25

Feykir - 05.12.2022, Síða 25
ömmu á Mel, næsta bæ við Hvammsbrekku. Aðstæður í Hvammsbrekku voru frekar frumstæðar það var til dæmis ekki klósett. Ég var sjö eða átta ára þegar við fluttum í Geitagerði og ég man svo vel hvað það var allt annað líf bæði var húsnæðið stærra og betra og túnin stærri og því hægt að hafa fleiri skepnur. Ég á svo sterkar minn- ingar af heyskap í Geitagerði enda vorum við allt sumarið að heyja. Það voru engar vélar þannig að pabbi sló allt með hestum. Heyinu var snúið með hrífum og svo rakað saman með hestarakstrarvél þegar það var orðið þurrt. Í minningunni finnst mér alltaf hafa verið sól og blíða á sumrin og við úti á túni að snúa heyi daginn út og daginn inn. Talaði móðir þín um veru sína í Skagafirði? -Hún talaði stundum um það en ég var bara barn og hafði ekkert mikinn áhuga á því þá. Hún var vinnukona á hinum og þessum bæjum og vann myrkranna á milli. Hún vitnaði oft í myndarlegu húsmæðurnar í Skagafirðinum. Hana hefur örugglega langað að fara í húsmæðraskóla þegar hún var ung en það var aldrei í boði fyrir hana af því að hún hafði ekki efni á því. Eiginlega frá því að ég man eftir mér þá var hún að tala um hvað það væri gott fyrir ungar konur að fara í húsmæðraskóla og hvetja mig til að fara og auðvitað hafði það sín áhrif svo að ég skellti mér með vinkonum mínum þegar ég hafði aldur til. Þið flytjið á Skagaströnd, hvernig var að alast þar upp? -Þegar ég er 12 ára veikist pabbi og þau þurfa að hætta búskap. Það verður úr að við flytjum á Skagaströnd, aðallega af því að fóstursystir og frænka mömmu bjó þar. Ég byrja í unglingaskóla á Skagaströnd og það var nú eitthvað annað en í skólanum í Melsgili þar sem ég var áður. Í Melsgili vorum við bara nokkrir krakkar sem skiptumst í yngri og eldri deild og vorum annan hvern dag í skólanum. Við þekktust vel og kennarinn hélt okkur algjörlega við efnið. Í frímínútum fór kennarinn með okkur út í leiki þannig að þar var aldrei verið að stríða eða skilja útundan. Það voru því mikil viðbrigði að koma í skóla á Skagaströnd á unglingastig verandi svona mikil sveita- stelpa. Þar var eiginlega flottast að vera með sem mestu lætin og læra sem minnst. Fyrst var mér strítt og það tók mig tíma að aðlagast og kynnast og þá voru þetta allt fínustu krakkar. Og á Skagaströnd eignaðist ég yndis- legar vinkonur. Eru einhverjar skemmtilegar minningar frá jólum sem þú vilt deila með lesendum? -Það voru nokkrar jólahefðir hjá okkur litlu fjölskyldunni, t.d. fórum við allt- af í kaupstaðinn (Sauðárkrók) fyrir jólin, sem mér fannst mjög skemmtilegt af því að þá var keypt eitthvað meira en venju- lega. Sérstaklega var skemmti- legt að fara með pabba þar sem hann lét allt eftir mér. Til dæmis fór ég einu sinni með honum í vefnaðarvöruverslunina í kaup- félaginu og sá svo fallega rauða fingravettlinga. Ég spurði pabba hvort ég mætti máta vettlingana og fékk það. Þeir pössuðu svona líka vel og þegar afgreiðslukonan ætlaði að ganga frá þeim aftur sagði ég í hálfum hljóðum: „Ég ætla að fá þá“. Pabbi ætlaði nú ekki að láta þetta eftir mér en lét svo undan og keypti þá. Ég var óttalega feimin og ekki vön að vera framhleypin enda man ég svo vel eftir svipnum á afgreiðslukonunni sem hefur örugglega fundist ég vera algjör frekjudós. Það voru alltaf keyptir nokkrir hlutir fyrir jólin sem ekki voru oft til annars. Mamma keypti alltaf pakka af Síríussuðusúkkulaði og pakka af gráfíkjum sem hún geymdi í efstu hillunni inni í geymslu. Ég komst fljótlega að þessum felustað og oftar en ekki var súkkulaðipakkinn hálfnaður þegar mamma ætlaði að nota hann. Aðal lúxusinn voru þó rauðu jólaeplin sem voru bara til fyrir jólin. Pabbi keypti alltaf hálfan kassa og ég man að ein jólin át ég svo svakalega yfir mig af eplum að ég ældi og gat ekki hugsað mér að borða þau í lengri tíma á eftir. Mamma hafði ekki mikinn tíma til að baka fyrir jólin en þó voru alltaf bakaðar gyðinga- kökur, hrærðar kökur og randa- lína. Á aðfangadagskvöld byrjaði hátíðin klukkan sex þegar kirkju- klukkurnar í útvarpinu hringdu inn jólin. Þá sátum við saman og hlustuðum á jólamessuna og var þetta alveg heilög stund. Síðan fóru mamma og pabbi í fjósið að mjólka og þegar þau komu inn þá fórum við í betri fötin og mamma hitaði súkkulaði sem við gæddum okkur á með smá- kökum og vínartertu. Við áttum pínulítið jólatré til að hafa á borði og á það voru fest lítil kerti sem við kveiktum á eftir að súkkulaðið var drukkið. Það mátti alls ekki hafa lengi kveikt á því þar sem mamma var svo eldhrædd. Á jóladag var hangikjöt með uppstúf og steiktum hveitikökum og ávaxtagrautur á eftir. Þegar ég var barn þá man ég bara eftir hangikjöti, sviðum og kubbasteik sem sparimat. Þótt jólahaldið hjá okkur hafi kannski verið fábreytt var það mjög hátíðlegt í minningunni. Ég man lítið eftir jólagjöfum fyrr en ég varð sirka 8-9 ára og fór sjálf að hafa einhver áhrif. Einhver fyrsta gjöfin sem ég man almennilega eftir fékk ég frá nágranna okkar, Jóni á Mel. Hann kom á aðfangadag með litla dúkku fyrir mig og ég man hvað mér fannst það frábært. Þegar ég var orðin eldri og læs fannst mér síðan best að fá bækur í jólagjöf og fá að lesa inn í jólanóttina. Bakar þú fyrir jólin og hver er uppáhalds jólasmákökuupp- skriftin? -Ég bakaði nú meira þegar börnin voru yngri og þá voru til dunkar af jólakökum í desember. Núna læt ég bara Bónus um að baka en það er algjört skilyrði að baka mynda- piparkökur með barnabörnunum og piparjúnkur fyrir börnin mín. Nú er öldin önnur og stór hluti fjölskyldunnar orðinn veg- an og því er jólahaldið orðið ansi frábrugðið því sem það var í sveitinni. Feykir þakkar Guðrúnu fyrir spjallið og óskar gleðilegra jóla. Fjölskyldan á góðri stundu. Gunna, Jónsi og Rósa. Myndirnar hér neðst á síðunni á móti eru úr myndaalbúmi fjölskyldunnar. Bestu óskir um og farsæld á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Hjá okkur er fullt hús af gjöfum 453-5363 / 834-6353 HÓLAVEGUR 16, SAUÐÁRKRÓKUR FACEBOOK.COM/KLIPPISKURINN550 NOONA.IS/VILLAN KLIPPISKURINN@GMAIL.COM KLIPPISKURINN.VILLANSPA KLIPPISKURINN.VILLANSPA 252022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.