Feykir


Feykir - 05.12.2022, Síða 28

Feykir - 05.12.2022, Síða 28
Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nær og fjær gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs Félagar í Alþýðulist Bestu jóla- og nýársóskir til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni LÉTTITÆKNI EHF smellirnir minna vissulega ekki á fuglakliðinn í Drangey á Jónsmessunótt en með sínum hætti eru þeir jafnhljómmiklir af því að krafan um þögn er svo rík í nánd þessara fjalla. Víst væri vænna að vera hér einn með sjálfum sér og eilífðinni en því er ekki að heilsa. Þarna áttum við ógleyman- lega minningarstund um Sigríði frá Djúpadal. Norbu fararstjóri hafði undirbúið hana og stýrði henni með Guðrúnu, dóttur hennar, en Norbu er vígður í Búddafræðum. Að hætti búddatrúarmanna hafði hann látið útbúa bænaflögg sem henni voru helguð og nafn hennar áritað. Hann kveikti í ótal reykelsisstöngum sem hann útbýtti meðal okkar en síðan fór hver og einn með bæn í hljóði, við lögðum blóm að bænaflöggum og stungum reykelsi í jörð, sungum síðan Ástarfaðir himinhæða, Blessuð sértu sveitin mín og fórum með Faðirvor. Þetta var falleg athöfn í sólskini, stundin hrífandi og eftirminnileg. Ég held að allir hafi tárast. Eftir margvíslega mynda- töku héldum við niður fjall- ið, ennisljós í vasa og nú var okkur vel heitt; síðar nær- buxur fullkomlega óþarfar í morgunsólinni; við vorum kannski eins og í kafara- búningum í sólbaði ef líkja má göngumönnum við sól- dýrkendur: göngulagið verður svo stirðbusalegt þegar fólk er í þykkum klæðum. Við tókum hraustlega til morgunverðar, fengum góðan hafragraut, egg o.fl. En síðan hófst gangan niður. Framundan var 1.700 m lækkun, þar af var að minnsta kosti ein Esja eða hálfönnur í tröppum; í leiðsögubók sá Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar. Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi. sígilt útlit N Ý PR EN T eh f. Trésmiðjan Borg ehf Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... N Ý PR EN T eh f. Á Poonhill (3.200 m) við sólarupprás. Dhaulagiri ber hæst af fjöllunum enda 8.173 m á hæð og var lengi talið hæsta fjall í heimi. LJÓSM.: JÓHANNES K. SÓLMUNDSSON Ógleymanleg með öllu er sólaruppkoman á Poonhill sem smám saman gyllir Dhaulagiri (8.173 m). Það er einmitt þarna sem eilífðin er í sjónmáli. Kaldhömruð jökulþil og blásvört hengiflug eru engu öðru lík. LJÓSM.: S.S. ég að frá Ghorepani og niður í dal væru 3.700 þrep og rifjaði upp nafn á eldgömlum krimma sem ég las í æsku: 39 þrep og ég er löngu búinn að steingleyma! Leiðin lá gegnum mörg smáþorp og víða var verið að slátra klauffénaði, enda er diwali hátíðin í hámarki. Tveir karlar voru að gera til sauðarkrof, annars staðar breiddu menn dúk yfir kropp af einhvers konar nautpeningi, að okkur sýndist miðað við horn sem lágu þar; grasflötin blóðlituð og trjábútur sömuleiðis sem hefur verið lagður undir háls dýrinu fyrir höggið; hlýtur þó eiginlega að hafa verið sauðfjárkyns því hindúar borða alls ekki nautakjöt og kynnu þó slátrarar að hafa verið búddatrúar en viljað bæta sér í munni. Bali hálffullur af blóði stóð á flötinni og innyfli við húsvegg. Í einum stað sátu konur í lótusstellingu að skera kjöt á fjöl á gólfi. Á öðru býli var búið að hluta vöðva hálfvegis í sundur en hékk þó saman í um það bil hálfs meters lengjum og voru þannig hengdir út á snúru til þerris. Í veðurblíðunni blakti þvottur víða á stagi eða lá breiddur á vegg, litskrúðugar barnaflíkur áberandi. Á nokkrum stöðum voru konur að gera húsum sínum eða stétt til góða: í fötu eða vaskafati voru þær með blautan leir og neru honum í veggi, á þök, í holur á stétt. Karlarnir víðs fjarri en börn á stjákli heima við. Um síðir komum við í gisti- stað, Tikhedunga. Þar ráða búddistar ríkjum og Norbu fararstjóri styrkir trúbræður sína; hér niðri er hindúasiður ríkjandi og búddistar með sínum hætti eins og litbrigði í skóginum og draga þó dám af meirihlutanum. Konur lögðust í jógaæfingar en við karlar fengum okkur Everest og létum niðurferð á 3.700 tröppum líða úr fótum; það er kannski alls engin jógaæfing en með vissum hætti „andskotans puð öfugu megin“ eins og einhver sagði: það er ekki bara á brattann að sækja, það er líka niður sömu hæð að ganga og reynir á aðra vöðva en uppstigið. Hér var fín veisla í kvöld og kveiktur varðeldur. Einn burðarmaðurinn okkar sló trommu taktfast og drengirnir dönsuðu og um síðir öll hjörðin og eldurinn logaði glatt. Líkamstjáning er sameiginlegt tungumál, skrokk-esperantó. 28 2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.