Feykir


Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 33

Feykir - 05.12.2022, Qupperneq 33
KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 4570 Bílaverkstæði með Meguiar’s bílahreinsivörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s Verið velkomin í Kjarnann! Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi - Vörubifreið - Hópbifreið - Leigubifreið - Öll vinnuvélaréttindi - Eftirvagn Ökuskóli Norðurlands vestra á Facebook & 892 1790 Birgir Jólin mín Anna Guðrún Guðjónsdóttir | Sauðárkróki Á afmæli á aðfangadag Hvað kemur þér í jólaskap? Jóla- lög, jólaskreytingar, jólailmur og hin árlega laufabrauðshelgi sem stórfjölskyldan heldur þar sem við skerum út laufabrauð. Hvenær byrjar þú að jólaskreyta? Í byrjun des. Er búið að kaupa eitthvað af jóla- gjöfum? Já, ég er eiginlega búin að kaupa allar jólagjafir. Hvert er besta jólalagið? Komdu um jólin. Sendir þú jólakort? Nei, hef ekki verið að gera það. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fá mér Sigríðar- súpu, mæta í öll jólaboðin og svo finnst mér alltaf gaman að halda upp á afmælið mitt en ég á afmæli á aðfangadag og held alltaf smá afmælispartý annan i jólum. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Mér finnst alltaf gaman að fá skartgripi. Bakar þú fyrir jólin? Já, ég baka lakkrístoppa og piparkökur með stjúpdóttur minni og svo hef ég líka brennt möndlur og gert alls kyns nammi. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Mér finnst sörurnar hennar mömmu langbestar. Jólin eru… yndisegur tími til að skapa góðar minningar með fólkinu mínu. /KBS Baldi Gústa á Hofsósi, faðir þeirra Gunnsa Balda og Bergs, gat verið dálítið ör. Á efri árum sínum bjó hann heima hjá Gunnsa og frú Margréti. Einn daginn kom fyrirmenni í heimsókn sem Baldi ákvað að gera vel við og fór upp á loft þar sem harðfiskur var geymdur. Loftið var forskalað og varð að ganga á sperrunum til að ná í fiskinn. Baldi var kominn með fiskinn í hendurnar en gleymdi sér um stund í bakaleiðinni, steig á milli sperra, fór í gegnum loftklæðninguna og niður á gólf í eldhúsinu. Eðlilega brá heimilisfólki við eldhúsborðið en gesturinn góði sagði kurteislega þegar mesta rykið hafði sest: „Kemurðu þessa leiðina, Baldi minn?“ Bjarni Maronsson var eitt sinn staddur á Merkigili ásamt Þórólfi Péturssyni á Hjalta- stöðum og fleirum. Kom þar að maður á bíl með stóra hestakerru, sem hringdi heim í Merkigil og spurði hvort væri óhætt að fara yfir brúna með kerruna aftan í. „Já, það er allt í lagi,“ sagði Þórólfur, „ég skrúfaði hana saman sjálfur.“ Úr Skagfirskum skemmtisögum 6 Kemurðu þessa leiðina... 332022

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.