Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.04.2016, Side 7
6 7
Frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar
Hér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni 8 rannsóknar
skýrslna. Finna má skýrslurnar í heild á www.vegagerdin.is
undir „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“
Vegir og ferðaþjónsusta 2014-15, árstíðar dreif-
ing erlendra ferðamanna og notkun bílaleigubíla.
Samanburður við fyrri kannanir
Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar – RRF,
nóvember 2015
Í verkefninu er unnið úr fjölmörgum könnunum RRF og
fleiri á árabilinu 1996 til 2015. Meðal þess eru kannanir
meðal erlendra ferðamanna sem bera heitið „Dear Visitors“,
sem meðal annars er lögð fyrir erlenda brottfarargesti í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá má nefna netkönnun Félags
vísindastofnunar Háskóla Íslands meðal Íslendinga 1895
ára, sem gerð var sumarið 2015.
Meðal helstu niðurstaðna sem settar eru fram í skýrslunni
má taka að svipaður fjöldi Íslendinga fór um hálendi Íslands
20142015 og árið 2003. Flestir hafa farið Möðrudalsleið
og þar á eftir koma Kjalvegur, Kárahnjúkavegur, Kalda
dals vegur og Fjallabak nyrðra. Fæstir höfðu farið Dyngju
fjallaleið frá Sprengisandsvegi að Öskju. Flestir svarenda
höfðu farið einhvern tíma yfir Kjöl og um 45% svarenda
sem afstöðu tóku vildu að hann yrði uppbyggður með
slitlagi og brúm.
Helstu farartæki erlendra sumargesta á Íslandi 19962015
Ástand spennikapla í steyptum brúm
Kristján Steinn Magnússon, Efla, nóvember 2015
Á íslenska vegakerfinu eru samtals í kringum 1.200 brýr og
samanlögð lengd þeirra er yfir 30 km. Margar af þessum brúm
eru svokallaðar eftirspenntar brýr, þ.e. í steyptri yfirbyggingu
þeirra eru ídráttarrör með spenniköplum úr stáli. Þessir kaplar
eru spenntir upp og þjóna þeim tilgangi að minnka togspennur
í steypunni.
Fram kemur að ástand Hringvegarins fékk meðal eink
unn ina 5,4 af 10 mögulegum. Suðurland kom best út (6,6)
en þeir hlutar sem eru á Vesturlandi og Austurlandi fengu
lakasta dóma (4,95,1). Varðandi áningarstaði við vegi töldu
nærri allir Íslendingar mjög eða fremur mikilvægt að þar
væru sorpílát og upplýsingar um vegakerfið. Þar á eftir kom
símasamband, önnur fræðsluskilti, nestisborð, en snyrtingar
voru í fimmta sæti.
Árið 2004 notuðu flestir textavarpið til að leita upplýsinga
um færð og ástand vega, en árið 20142015 er heimasíða
Vegagerðarinnar komin í fyrsta sæti hvað það varðar.
Þegar viðhorf erlendra ferðamana á árunum 19962015 eru
skoðuð kemur fram að þeim finnst vegir hafa batnað jafnt og
þétt, fleiri telja vegina betri en þeir bjuggust við í dag en var
1996. Minni breyting hefur orðið varðandi vegmerkingar á
þessu tímabili, þó aðeins fleiri telji nú, að þær séu betri en
þeir bjuggust við, en var 1996. Varðandi áningarstaði vildu
flestir erlendir gestir hafa þá á góðum útsýnisstað, en það
kom í öðru sæti hjá Íslendingum, sem vilja helst hafa þá á
skjólgóðum stað. Erlendir gestir settu skjólgóðan stað hins
vegar í þriðja sæti.
Í skýrslunni er einnig greint frá niðurstöðum athugunar á
notkun og akstri erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. Árið
2014 er áætlað að tæpur helmingur (479 þúsund) erlendra
ferðamanna hafi nýtt sér bílaleigubíl, en var um þriðjungur
þeirra sem komu 2009. Nær fimmföld aukning hefur verið
á þeim erlendu ferðamönnum sem nýta sér bílaleigubíla á
vetrarmánuðum samanborið við 2009. Á vetrar mánuðum er
meðalakstur um 1.000 km en 2.150 km yfir sumar mánuðina.
Lauslega er áætlað að erlendir ferðamenn hafi ekið bíla
leigubílum um 270 milljón km árið 2014 á móti 90 milljón
km árið 2009.
Til þessa hefur ekki verið mikið eftirlit með spenniköplum í
brúm á Íslandi og nú eru margar þeirra komnar á þann aldur
að nauðsynlegt er að gefa þessum málaflokki aukinn gaum.
Í skýrslunni er sett fram yfirlit yfir ellefu algengar skaðlausar
prófunaraðferðir (e. NonDestructive Testing Methods), sem
hafa verið þróaðar og beitt við eftirlit með eftirspenntum brúm
erlendis. Stuðst er við skýrslur, bækur og fræðigreinar þar sem
aðferðunum er lýst, fræðilegur bakgrunnur þeirra útskýrður og
greint frá niðurstöðum fyrri prófana. Aðferðirnar eru metnar
út frá kostnaði, tíma, nauðsynlegri þjálfun og þekkingu þeirra
sem fara með eftirlitið, nákvæmni og umfangi niðurstaðna,
reynslu af aðferðinni og nauðsynlegu aðgengi við mælingar.
Skýrsluhöfundar telja að mestur hagur sé í að taka þrjár
aðferðir til frekari skoðunar með eftirlit með íslenskum brúm
í huga. Í fyrsta lagi sjónrænt mat, en það er mjög gagnlegt sem
fyrsta skref í ástandsmati brúarmannvirkja. Aðferðin er ódýr,
fljótleg og margprófuð en sérfræðiþekking er nauðsynleg auk
reynslu hjá þeim sem gerir úttektina. Nákvæmnin er talin í
meðallagi. Þá er svokölluð „impactecho“ aðferð sem hentar
vel til að finna holur í graut í ídráttarrörum. Aðferðin gengur
í stuttu máli út á að banka í steypuna með hamri og mæla
færsluna sem höggið veldur á yfirborði steypunnar. Aðferðin
er tiltölulega fljótleg, nákvæmni niðurstaðna og reynsla er
góð og auðvelt er að koma aðferðinni við. Það þarf þó sér
fræði þekk ingu og reynslu við mælingarnar og óvíst er um
kostnað vegna þeirra. Þriðja aðferðin er „ultrasonicimaging“
aðferð sem er einföld í framkvæmd, nákvæmni er mjög góð,
aðferðin margprófuð og traust og auðvelt að koma henni við.
Kostnaður er talinn í meðallagi.
Auk ofangreindra aðferða er bent á að ef miklar skemmdir
koma í ljós á graut í ídráttarrörum er hægt að beita s.k. segul
straumlekaaðferð til að kanna það frekar. Þá er „acoustic
emission“ aðferð nefnd til sögunnar til að vakta ástand brúa.
Sú aðferð hentar þó líklega aðeins á nýjar brýr, þar sem hún
nemur ekki skemmdir sem hafa komið áður en búnaður er
settur upp.
Brú yfir Laxá í Dölum í byggingu 2009. Ídráttarrör fyrir spennukapla sett niður. Mynd: Sigurður Hallur Sigurðsson.
Fish Oil in Icelandic Road Constructions
(a case study of bituminous binder mixtures
modified with bio-oil)
Arnar Ágústsson, júní 2014
Um er að ræða ritgerð um verkefni til mastersprófs við KTH
í Svíþjóð og tilheyrir rannsóknaverkefninu „Klæðingar –
rannsóknir og þróun“ sem styrkt var árið 2014.
Í verkefninu var grunnur að notkun lífolíu til að mýkja bindi
efni við gerð klæðinga hérlendis skoðaður ítarlega. Sérstak
lega var litið til vandamála sem komu vegna vetrarblæð inga
í janúar 2013 og teknar saman rannsóknir sem gerðar voru
af því tilefni. Auk þess voru gerð rannsóknastofupróf á
bindiefnum með mis miklu magni af lífolíu, annars vegar
lýsi og hins vegar repjuolíu, og með og án viðloðunarefnisins
Wetfix N.
Helstu niðurstöður rannsóknastofuprófanna voru að lýsi
henti betur sem þynningarefni í bindiefni fyrir klæðingar en
repjuolía, auk þess sem alltaf ætti að nota viðloðunarefni.
Einnig kemur fram að 4% hlutfall lýsis í blöndunni sé of lágt
vegna of mikillar segju, en 7,5% of hátt þar sem þá er meiri
hætta á að lýsið skiljist frá og myndi lag milli biksins og
steinefnisins. Rétta hlutfallið er einhvers staðar þar á milli og
í skýrslunni er lagt til að gera frekari rannsóknir til að finna
það.
Vinnusóknarmynstur og
vinnusóknarsvæði – Austurland
Lilja G. Karlsdóttir, ViaPlan, janúar 2016
Tilgangur verkefnisins var að rannsaka búsetu starfsfólks
á vinnustöðum á MiðAusturlandi, til að fá hugmynd um
vinnusóknarmynstur (e. Commuting patterns) og geta út frá
því skilgreint vinnusóknarsvæði. Í skýrslunni kemur fram
að MiðAusturland var valið í þessu verkefni þar sem svæði
er nokkuð vel afmarkað og með nokkra stóra atvinnustaði
sem drag starfsfólk víða að. Þá er nefnt að vonast er til að
þetta verkefni sé fyrsta skref í því að búa til gagnasafn um
vinnusóknarmynstur á landsbyggðinni. Slíkt gagnasafn
mun meðal annars styrkja verulega grunngreiningar sem
þarf að gera í tengslum við samgönguáætlun varðandi sam
göngubætur innan vinnusóknarsvæða.
Vandamál við að skrá vinnusóknarmynstur hérlendis er
meðal annars fólgin í því að upplýsingar um starfafjölda
liggja ekki fyrir hjá Hagstofunni, líkt og tíðkast erlendis.
Skráning hjá Hagstofunni er þannig að í öllum stærri
fyrirtækjum eru allir starfsmenn skráðir í höfuðstöðvum þó
starfsemin dreifist víða um landið.
Til að afla upplýsinga fyrir verkefnið var byrjað á að gera
spurningalista sem var aðgengilegur á netinu. Þá veittu
Fjarðarál, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verk mennta
skóli Austurlands upplýsingar um búsetu starfsfólks og
nem enda.
Alls tóku um 19% vinnandi fólks á aldrinum 2067 ára á
MiðAusturlandi þátt í verkefninu, þannig að niðurstaðan
telst tölfræðilega marktæk. Meðal niðurstaðna er að 70%
þátttakenda vinna nálægt heimili sínu, þ.e. í innan við 10
mínútna ferðalengd. Þá kemur fram að einungis 1525%
svarenda er tilbúinn að ferðast meira en 40 mínútur dag
lega til vinnu jafnvel þó um draumastarf væri að ræða.
Þegar vinnusóknarmynstur sem fékkst út úr þessari könnun
er skoðað kom meðal annars í ljós að töluverður munur
er á milli kynjanna þegar kemur að ferðum til vinnu.
Niðurstöðurnar benda einnig til að þó það sé mögulegt fyrir
fólk að ferðast á milli allra bæjarkjarna á svæðinu, gerir
fólk það almennt ekki nema til að sækja vinnu í Fjarðarál
og tengd fyrirtæki. Reyðarfjörður verður þannig hluti af
vinnusóknarsvæði allra hinna bæjarkjarnanna, einkum
fyrir karla.
Búsetumynstur fyrir þá sem vinna á hjá Fjarðaráli og öðrum
fyrirtækjum á Hrauni í Reyðarfirði.