Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.04.2016, Qupperneq 10

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.04.2016, Qupperneq 10
10 11 Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 3 Þ.S. verktakar ehf., Egilsstöðum 15.866.280 157,9 1.697 2 Hérðasverk ehf., Egilsstöðum 14.623.882 145,5 455 1 Ylur ehf., Egilstöðum 14.168.882 141,0 0 ---- Áætlaður verktakakostnaður 10.049.500 100,0 -4.119 Borgarfjörður eystri, sjóvörn 2016 16-038 Tilboð opnuð 22. mars 2016. Sjóvörn frá Merki að Sæbakka á Borgarfirði eystri. Um er að ræða 210 m langa nýja sjóvörn. Helstu magntölur: Útlögn grjóts og kjarna um 2.500 m³ Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2016. Niðurstöður útboða Loftmynd: Loftmyndir ehf. Borgarfjörður eystri. Útboðið felur í sér sjóvörn á þessu svæði. Myndin var tekin 29. janúar 2016. Umferð um Mýrdalssand jókst um 83% í mars Gríðarlega aukning umferðar í mars á Hringveginum Áður birt á vegagerdin.is 01.04.2016 Umferðin í mars á Hringveginum jókst um ríflega 20 prósent frá sama mánuði í fyrra. Aldrei hefur mælst jafn mikil aukning milli mánaða á Hringveginum, mismunandi tímasetning páska skýrir þetta ekki að öllu leyti og verður að telja líklegt að umferð erlendra ferðamanna skýri aukninguna að miklu leyti. Umferðin um Mýrdalssand jókst t.d. um heil 83 prósent. Milli mánaða 2015 og 2016 Enn eykst umferðin gríðarlega milli mánaða á þessu ári, en nú varð rúmlega 20% aukning á milli marsmánaða. Svona mikil aukning hefur aldrei áður mælst á milli mánaða á Hringvegi. Umferðin eykst gríðarlega á öllum landssvæðum en mest um Austurland eða um tæp 54% og næst mest um Suðurland eða um tæp 33%. Minnst eykst umferðin við og um höfuðborgarsvæðið en þar mælist samt tæplega 13% aukning. Nú ber að líta til þess að páskarnir voru í mars mánuði þetta árið en í apríl á síðasta ári, það kann að skýra a.m.k. hluta þessarar miklu aukningar nú (sjá frekari skýringar í umfjöllun um umferðina frá áramótum). Ekki er óeðlilegt að umferð sveiflist mikið milli ára yfir vetrartímann en þessi sveifla er umfram það sem venjulega má eiga von á, þrátt fyrir mismunandi staðsetningu páska milli ára. Í sögulegu samhengi var mars á síðasta ári rétt yfir meðaltali áranna á undan, en nýliðinn mars reyndist 11% stærri en metmars­ mánuðurinn árið 2008. Áður fáséð aukning varð um teljara á Mýrdalssandi en þar jókst umferðin um tæp 83% milli mánaða. Umferð á þessum stað hefur verið að aukast gríðarmikið undanfarin ár, t.d. jókst umferðin þarna um 77% milli aprílmánaða 2013 og 2014. Frá áramótum 2015 og 2016 Þegar þrír mánuðir eru liðnir af árinu 2016, hefur umferðin aukist um tæp 17%, frá áramótum. Slík aukning hefur aldrei áður mælst miðað við árstíma. Mest hefur umferð aukist um Austurland en næst mest um Suðurland eða um tæp 24%. Minnst eykst umferðin um og við höfuðborgarsvæðið eða um rúmlega 13%. Hugsanlegar skýringar á þessari miklu aukningu fram til þessa gætu verið mikil aukning erlendra ferðamanna, aukinn kaupmáttur, ódýrt bensín og hugsanlega betri tíð það sem af er ári miðað við meðalár. Líklegast er aukningin blanda af þessu öllu en eigi að síður hugsanlega að mestu leyti vegna hinnar auknu umferðar erlendra ferðamanna yfir vetrartímann. Umferð eftir vikudögum 2015 og 2016 Það sem af er ári hefur umferðin aukist mest á sunnudögum eða um tæp 27% en minnst á föstudögum eða um tæp 10%. Þó að aukningin sé minnst á föstudögum er mest ekið á þeim dögum. Minnst er ekið á þriðjudögum. Horfur út árið 2016 Enn er of snemmt að koma með raunhæfa spá vegna mikilla sveiflna í vetrarumferð á Hringvegi milli ára. En aukningin er það mikil fyrstu þrjá mánuði ársins að það eru góðar líkur á talsverðri aukningu á umferð nú í ár þó að hún verði ekki í líkingu við það sem af er ári. Breyting á magni umferðar í mars­mánuði og uppsafnað, annarsvegar á milli áranna 2015 og 16, hinsvegar á milli áranna 2014 og 15. Myndir frá vefmyndavélum Vegagerðarinnar á hádegi laugardaginn 2. apríl 2016.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.