Þjóðólfur - 01.03.1939, Side 2
2
handa og verða til gangs og nytja. Það
kostar fyrirhofn, tíma og ^jafnvel baráttu,
en hún ríður á atorku og vxkingslund æsk>—
unnar. Forfeður okkar, hinir norrænu vík-
ingar, flýðu undan yfirraðum erlends kon-
ungs, þeir unnu frelsinu og sjálfstæðinu,
þeir gátu ekki sætt sig við yfirráð annara
Þessi hugsunarháttur hefir varðveitzt 1
huga íslenzku þjóðarinnar gegnum aldirnar.
Það mætti lxkja honum við eld. Eldurinn
hefir ávalt logað, hann hefir stundum
aðeins verið lítilfjgrleg glóð, en á
milli hefir hann hlossað upp, aukinn og
magnaður. Þeir, sem mest og bezt hafa
blásið að þessum eldi eru Skúli Magnússon,
Fjölnismenn, JÓn Sigurðsson og fjölda .
margir rithöfundar og skáld. Það hafa
komið fram nokkrar raddir um að íslenzka
þjóðin væri svo fátæk og lítilfjörleg,
að hún væri ekki fær um að stjórna sór
sjalf, Til þessa folks hropar ættjarðarr-
skáldið JÓnas Hallgrimsson, er hann yrkir:
Veit þá engi að eyjan hvíta
att hefir daga, þá er fagur
frelsisröðull á fjöll og hálsa
fagurleiftrandi geislum steypti?
Veit þá engi að eyjan hvíta
a ser enn vor, ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða róttu, góðs að bíða.
í heiminum ríkir nú sundrung og ó-
friður. Það er því allt annað en glæsi-
legt fyrir litla þjoð a hjara veraldar
að horfa vonglöð fram x framtíðina. En
eg trúi því, að sú þjóð, sem hefir verið
á svo hröðu framfaraskeiði, að hún hefir
hlaupið yfir járnbrautartímabilið, hlaupa
yfir, eða takast að leiða hjá sór , það
tímabil yfirgangssemi og ófriðar er nú
ríkir.
Við höfum hlatið í arf eftir forfeður
okkar sjálfstæðið. Það er því mikii.
ábyrgð, sem á okkur hvílir að gæta þessa
arfs, svo að hann ekki glatist. Það er
meiri vandi að gæta fengins fjár en afla.
fslendingar krefjast þess aðeins af
öðrum þjóðum að fá að vera í friði með
sín málefni#og athafnir. Og þessum friði
vonast þeir til að fa að halda. íslenzk
æska mun berjast fyrir s^alfstæði lands
sins með fornarvilja. Hun mun berjast x
anda frelsishetjunnar JÓns Sigurðssonar,
og hun mun reyna að ná markmiði Fjölnis-
manna, sem vart ísland fyrir íslendinga.
Knútur -Hallsson.
ÍÞRÓTTIB.
A fyrstu árum eftir að íþróttir voru
endurvaktar úr þeim dvala, er þær höfðu
verið x öldum saman, attu þær erfitt upp-
drattar. Folkið leit á þær sem hógómaskap
og falm út í loftið, og reyndu jafnvel að
sporna við þeim, vegna þess, að það hólt
því fram, að íþrottirnar væru ekki annað c".
en tímaspillir fyrir æskuna, En æskan
skildi gildi íþróttanna og fylkti sór um
þær sem orjufajidi heild gegn hleypidómum
folksins um hin skaðlegu ahrif íþróttanna.
Æskan tók upp baráttuna fyrir aukinni út-
breiðslu íþróttanna og fyrir meiru líkam-
legu atgervi hvers einstaklings og heild-
árinnar. Sem betur fer er folk farið að
opna augun fyrir hinni miklu þýðingu íþrótt
starfseminar, fyrir auknu heilbrigði og
hreysti þeirra, sem íþróttir stunda.
Það eru til mjög margar íþróttagreinar
en allar vinna þær að sama takmarki, að
auka hreysti og heilbrigði, eins og óg hefi
áður sagt. Hver 'þrótt hefir mjög mis-
munandi útbreyðslu. Mikið fer eftir því ±
hvernig fólkinu falla þær í geð. T,d. er
knattspyrna sem er mjög útbreidd íþró.tt og
sem þúsundir manna iðka og hefur heillað
hugi margra, ef til vill miljóna, auk
annara íþrótta. íslendingar hafa ísl.
gl-ímuna se_m þ>jóðariþrótt þótt dauft só yfir
henni núna og Japanir með sína japönsku
glímu. Hinar ýmsu þjóðir halda sórstak-
lega upp á margar einstakar íþróttir svo
sem Horðmenn með Skíðaíþrótt, Finnar með
hlaup og Danir með sund o.fl. og skara
því þar ffam úr.
Hvað viðvíkur íslendingum þegar um
íþróttir er að ræða? fþróttirnar varða
fslendinga mikið í baráttu þeirra. Hafa
íslendingar góð skilyrði til íþróttaiðkana?
Hei og aftur nei. Veðurfa.r er hór svo
mjög breytilegt og svo vantar algerlega
fullkomna íþróttavelli, íþróttunum hefur
ekki verið sýndur sa somi sem vera skyldi