Þjóðólfur - 01.04.1954, Side 8

Þjóðólfur - 01.04.1954, Side 8
- 8 - Gunnlaugssaga Ormstun^u. Mer hefur verið falið, eða öllu heldur skípaðs af háæruverðugum íslenzkukenn- ara okkar að skrifa eitthvað um Gunn- laugssögu Ormstungu,, Ég segi ykkur þetta fyrirfram, til þess að ykkur se það Ijóst, að ég geri þetta ekki af fúsum vilja. Þessi stórmerkilega saga er í þriðja hefti íslendingasagnanna minna, meðal Vatnsdælu og fleiri ágætra sagna. Hun er stutt, \im 48 blaðsíður, fyrir utan 8kýringarnar. Hun er lík skáldsögu, og því mjög skemmtileg aflestrar, enda hef- ur hun verið gefin ut sérprentuð bæði á íslenzku og öðrum tungumálum. Þessi saga segir frá tveimur köppum, Gunn- laugi og Hrafni, þeir eru hvorugur öðr- um fremri, en þó mjög ólíkir. ÞÓ snýst hun um Gunnlaug að mestu, manninn, sem er hrokafullur, montinn, orðhvatur og þó orðheppinn, manninn, sem heldur, að hann sé meiri en náunginn, af því að ætt hans er einhver sú. göfugasta á íslandi. Hinn maðurinn, sem sagan segir mikið frá, Hrafn, er mjög ólíkur Gunnlaugi, kurteis, stilltur, með fágaða framkomu, en skap- stór og bráður, sé hann reiddur. Hann er einnig kominn af mjög göfugri ætt, jaínvel göfugri en ætt Gunnlaugs, en hann minnist þess aldrei, að ‘'pabbi minn sé meiri en pabbi þinn" x). En af hverju segir sagan frá þessum mönnum, þó að þeir séu af göfugum ætt- þykist: hafa sýnt fram á, aÖ meinsemdin sé þessis Meðan nokkur maður græðir á að hella í æskuna víni, þjappa henni inn á knæpur, troða í hana forheimskandi íesefni o. s.frv., eða m. ö.o. græðir á spillingu hennar, mun þróunin stefna í þessa átt. Ef við því viljum grafa fyrir orsök meinsins, verðum við að koma í veg fyrir, að einstaklingurinn geti grætt á annarra heimsku. um, og hvað segir sagan um þá? Voru þetta ekki ósköp venjulegir menn? Jup að mestu leyti. En sagan segir frá fleiru en þeim tveimur, þ. e. konu ! Þeir tveir hefðu ekki verið gott efni í sögu, en konan gerði þetta að góðri sögu. Hún hét Helga og ólst upp í bezta yfirlæti0 þrátt fyrir tllraun föðursins að koma í veg fyrir það. Hún var líka fræg fyrir ætt- göfgi. Þessir tveir menn, Hrafn og Gunn- laugur, elskuðu báðir þessa konu og hun elskaði Gunnlaug sem sennilega elskaði hana minna. Mennirnir fóru utan eins og allir sómamenn, en áður hafði Helga ver- ið gerð heitkona Gunnlaugs, og átti hún að bíða hans í þrjú ár. Gunnlaugur og Hrafn reyndu eftir beztu getu að verða frægir og ríkir í herferðum sínum, og reyndi Gunn- laugur svo mikið til þess, að hann mundi lítið eftir heitkonu sinni heima á fslandi. Hrafn fer heim til fslands, óvitandi tengsla Gunnlaugs og Helgu, og reynir að festa sér Helgu. Þá fréttir hann um heit hennar, og verður það til þess, að hann reynir enn frekar að eignast konuna. Gunnlaugur, sem er á kaf'i í hernaði, verður of seinn heim til þess að fá heitkonu sinnar, sem beið hans rúmlegan tilskildan tíma. Þegar hann kemur, er hún nauðug gift Hrafni, sem er ákafari unnandi hennar. Þeir kom- ast brátt að raun um, að annar hvor þeirra verður að falla, því að þeimþremur er ó- líft saman. Þeir berjast í einvígi. Gunn- laugur drepur Hrafn, en deyr sjálfur af sárum. Þannig fer það, að Helga elskar Gunnlaug, þeir elska báðir hana, en hún missir þá báða. Endir sögunnar er þannig, að Helga deyr með skikkju þess manns, sem hún elskaði í höndunum, eftir að hafa mestan hluta ævi sinnar verið gift þeim manni, sem hún elskaði ekki. Einkar raunalegur endir á ástaræviiuýri. A. E.. III-X. x) Brandarinn fenginn að láni hjá B. Þ. ÖRVAR

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.