Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 26

Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 26
- 26 - I/ JV£MjxJ>UA. Komið var með þá tillögu til ritnefnd- ar, að lagðar yrðu nokkrar spurningar fyrir okkar ágætu kennara. Síðan voru vélrituð bréf og send fjorum kennurum, en aðeins hefur borizt svar frá einum. Það er Steinþori Guðmundssyni. Spurning su, sem fyrir hann var lögð, hljoðaði svo: Hvert er álit yðar á ölvun nemenda og bindindismálum yfirleitt ? Svar ; Skyldi nokkur heilvita manneskja hafa nokkuð annað en illt eitt að segja um ölvun skólanemenda ? f mínum augum er það að minnsta kosti hreinasta viður- styggð, að unglingar á ykkar aldri gefi sig á vald áfengra drykkja eða saurgi heilög vé skólans síns með því að þola þann vágest þar innan veggja. Því fer fjarri, að ég telji nokkrum manni nauð- syn að neyta áfengis eða hafa það um hönd. Það gleðimagn, sem sumir telja sig sækja í samvistir við Bakkus, veit ég af nokkuð langri reynslu, að sérhver heil- brígð manneskja getur veitt sér eftir öðr- um leiðum. Það er siðferðilegt þróttleysi og ómannleg tilhneiging til lífsflótta, sem iýsir sér í því að leita lífsgleðinnar í óminnisveignum. Ég skal ekki að þessu sinni fara ut í þá sálma að lýsa því, hví- líkur bölvaldur áfengið er í lífi einstakl- ingsins og þó sérstaklega í sambuð hans við samfélagið. Ég veit, að hjá ykkar líkum hættir slíkum fortölum til að fara inn um annað eyrað og ut um hitt. En fyrst þið spyrjið mig um þessa hluti, megið þið gjarnan vita það, að á náms- árum mínum var það mitt mesta stolt að standa af mér alla Bakkusaráleitni, án þess að flýja af hólminum, þegar allur fjöldinn taldi sig vera að lífga sinn sál- aryl við svonefndar guðaveigar. Fyrir mig var það ekkert þrekvirki að standast þann áróður. Svo skyldi og vera um ykk- ur. Látið ekki vanans viljaleysi ná tök- um á ykkur í glímunni við Bakkus. Fullkominn sigur í þeirri glímu set ég fyrir mitt leyti ofar öllum afrekum í landsprófi eða öðrum lærdómsþrautum, enda til lítils barizt, ef glæsilegum nárns- árangri er drekkt í svo göróttum drykk sem áfengið er. Steinþór Guðmundsson. ANDLEGUR LEIRBURÐUR ! Þorsteinn Skyrmagi í III.-Ys Takið þið nu eftir ! Ef þið eigið einhverntíma eftir að róa báti, þá munið að snúa árinni alltaf flatria Það gerði ég þegar eg var til sjós - og ég var alltaf fyrstur. Einar Sig.; Hvað varstu mikið á und ■ ■ an ! Þorsteinn Skyrmagi í III.-Ys Það er ekki ofsögum sagt af aumingjaskapmjm í ykkur. Það er ég viss um, að hver ein- asti sveitakrakki fyrir norðan hefði get- að gert þetta. Joh. E. ; Þau eru líka alltaf úti í fjósi að læra. Sverrir Kr. í III.-Y; Hvað eru postularnir margir ? Nem. ; 40. Sv. Kr. ; Mér þætti nú gaman að heyra ykkur nefna þá. - Nei, þeir voru 12, og meira að segja 1 sem sveik. Nem. ( grípur fram í); Já - nú man ég það - Bería. Faðir; "Þú ert alltaf neðstur í bekknum Jói. Geturðu ekki annars staðar verið?H Jói; "Nei pabbi, hin eru öll upptekín. n

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.