Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 21
- 21 -
ÝMSAR LEIÐBEININGAR UM RÉTTAR LÍNUR í KLÆÐ4BURÐI
TIL LÍKAMSFEGRUNAR
SÉUÐ ÞÉR LÁG OG GRÖNN ÆTTUÐ
þér yfirleitt 1) að reyna að sýnast hærri
og þreknari, 2) að nota einföld. föt, þann-
ig að þau beri ekki líkamann ofurliði.
Halsmálið á fötum yðar ættuð þer að hafas
1. Hátt kringlótt eða ferhyrnt,
2. kraga hnepptan upp í háls,
3. mjukar pífur.
Axlarlínuna ættuð þér að hafa háa og
nokkuð breiða.
Mittið með mjukri vídd.
Ermarnar, hálfsíðar Mpúff"-ermar eða
bara frjálsar.
Pilsið ættuð þér að hafa;
1. Beint ( ekki þröngt),
2. Lítið eitt fleygað.
Yfirhöfnin ætti að vera;
1. Tvíhnepptur jakki,
2. aðskorin eða dálítið svagger-löguð
kápa,
3. snögg skinn.
Litla hatta ættuð þér að nota.
SÉUÐ ÞÉR LÁG OG GILD ÆTTUÐ
þér yfirleitt að reyna að sýnast stærri og
grennri.
1. Nota langar, lóðréttar línur,
2. hafa ákveðnar brjóst- og mittislínur
til að komast hjá tunnulöguðu utliti.
Hálsmálið á fötum yðar ættuð þér að
hafa;
1. Kragalaust eða með meðalstórum kraga,
2. lítið og V-lagað eða hjartalagað. (En
fyrir alla lifandi muni hafið aldrei
kraga þétt upp að hálsinum.)
Axlarlínuna ættuð þér að hafa hækkaða
og örlítið breikkaða.
Um mittið væri ráðlegt að hafa mjó
belti úr sama efni og kjóllinn. (Ekki breið
belti. )
Ermarnar ættu að vera langar og bein-
ar ( ekki of þröngar ).
Yfirhöfnin má ekki vera of aðskorin og
ekki með Bolero-sniði. Hatta skuluð þér
hafa með línum, sem vita upp á við.
SÉUÐ ÞÉR HÁ OG RENGLULEG ÆTTUÐ
þér yfirleitt; 1) að taka burt hvassar lín-
ur til þess að sýnast heldur breiðari og
bústrtari, 2) að nota bognar láréttar línur.
Hálsmálið ættuð þér að hafa, kringlótt,
hjartalagað, ávalt eða bátlagað.
Axlarlínuna, mjuka en hækkaða.
í mittið ættuð þér að hafa breið belti.
Ermarnar ættu að vera "púff"-, bisk.-
upa- eða bjölluermar.
Pils skuluð þér ávallt velja yður hring-
skorin eða fleyguð.
Yfirhöfnina skuluð þér hafa svagger eða
hálfaðskorna kápu.
Þer ættuð að nota barðahatta.
EF ÞÉR ERUÐ BOGIN í BAKI ÆTTUÐ
þér að hafa ;
1. Fíngerða kringlótta kraga,
2. vítt blússusnið í mittið,
3. Bolero-jakka,
4. mjúka greiðslu í hnakka.
EF ÞÉR HAFIÐ ÁBERANDI BAKHLUTA
ÆTTUÐ þér að hafat
1. Mikla vídd í pilsinu að aftan,
2. síða jakka,
3. dálítið hringskorið "skjöð",
4. lóðréttar línur.
EF ÞÉR HAFI.Ð SVERA ÖKLA ÆTTUÐ
þér að hafa ;