Þjóðólfur - 01.04.1954, Síða 10

Þjóðólfur - 01.04.1954, Síða 10
- 10 - Hæíileiki mannsins til að hugsa og draga ályktanir aí fyrirbærum er hið helzta, sem greinir hann frá dýrunum. Skynsemi og vitsmunir eru serk.enni hans. Þess vegna skyldi maður ætla, að einkum og ser í lagi sé lögð rækt við þessa eig- inleika hans í svokölluðum siðmenntuðum þjoðfélögum nutímans. En hver sá, sem athugar þetta nánar, hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að þessu sé á nokkurn annan veg farið einnig hér í landi. Sumir menn erlendis hafa orðið svo örvilnaðir af að sjá "siðmenntun" landa sinna, að helzta urræðið, sem þeir hafa séð ut ur ogöngunum, er sjálfsmorð. Þeim er horf- in öll tru á lífið. Það er og kunnugt hví- líkt ofurkapp erlend biöð, t. d„ brezk og bandarísk, leggja á frásögn glæpa í öll- am myndum: morða, rána, kynferðis- glæpa og frækilegra bardaga lögreglu- manna við glæpalýð. Mörg blöð helga sig eingöngu þessu efni. Og athyglisvert er, hve fólk, sem yfirleitt er talið alveg eðlilegt, finnur hjá sér hvatir til alls konar öfugsnúinna athafna: t„ d. taka þátt í braski með illa fengið fé með tilheyr- andi lygum og svindli, drekka sig fullt, jafnvel á almannafæri, leggja rækt við lægstu hvatir mannsins. Margir hafa velt. vöngum yfir þessu fráhvarfi frá skynsam- legri h\xgsun og reynt að útskýra þetta afturhvarf til villimennskunnar. Maður nokkur að nafni Bertrand Russel, sem er jarl. og ríkur maður í Englandi, heldur því. fram, að maðurinn sé gæddur eðlis - hvöt, sem hann kallar "baráttuhvöt", maðurinn sé alltaf í eðli sínu hálfur villi- maður, sem aldrei samræmist siðmenn- ingarlífi. Af þessum rótum sé runnin hin afbakaða villimennska nútímamannsins, þar undir styrjaldir. Sjálfur segist hann veita villimanninum í sér útrás með lestri leynilögreglu- og glæpasagna, og hugsi hann þá sig ýmist í hlutverki glæpamannsins eða leynilögregluþjónsins. Helzt til haldlítið virðist þetta ráð jarlsins vera við þeim vandamálum, er hann nefnir. Er örugg vissa um það, að hinn "siðmenntaði maður" í löndum sið- menningar Vesturlanda sé hálfur villi- maður? Skyldi ekki mega leita orsaka hins afbrigðilega ástands í þessum sið- menningarlöndum annars staðar en ein- göngu innan mannsins sjálfs? Sú stað- reynd er óhrekjandi og viðurkennd af uppeldisvísindum nútímans, að umhverfi og uppeldi mannsins móti hann meir en nokkuð annað, en hins vegar hafa aldrei verið færðar sönnur á villimannakenn- inguna. Það er því ekki ótrúlegt, að villimannsatferli manna nú á dögum eigi einhverja rót í hinu þjóðfélagslega tim- hverfi. En hvað er það þá í þjóðfélags- háttunum, sem veldur þessarri umsnún- ingu heilbrigðrar skynsemi ? Það er öllum kunnugt, að við búum við þjóðskipxdag, sem nefnist auðvalds- skipulag. En það byggist á þeirri grund- vallarstaðreynd, að einstakir menn eiga öll framleiðslutæki, svo og öll önnur fyrirtæki er framkvæma eiga þjónustu í þágu almennings. Þeir menn, er ráða yfir einkafyrirtækjum, miða allt við per- sónulegan gróða sinn, en ekki hag al- mennings nema að svo miklu leyti, sem hann stuðlar að gróða þeirra. Sá gróði myndast á þann hátt, að kapítalistinn greiðir verkamönnum og öðrum þjónustu- mönnum sínum lægra kaup en þeir vlnna fyrir. Af þeim sökum leggur hann fyrst og fremst rækt við ágirnd sína og þaer hvatir, sem henni eru skyldastar. Þess vegna framkvæmir kapítalistinn Jnverja þá brellu og hvert það verk, se:m hann !

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.