Þjóðólfur - 01.04.1954, Síða 11
11
hefur gróöa af, en lækkar kaup verka-
rranna, jafnvel þó það t„d„ leiöi aðra út í
ófarsæld eða ólifnað, Það er kjarni máls-
íns„ Maðurinn er ekki villimaður, nema að
svo miklu leyti sem þjóðfélagið gerir hann
það„ Og villimennska nútímamannsins er
beín afleiðing af andstæðum þjóðskipulags =•
íns, kapítalismans„ Hin sífellda keppni
innan þjóðfélagsins milli kapítalista inn-
byrðis um að troða skóinn hver af öðrufn,
sölsa undir sig meiri gróða með því að
spilla fyrir keppinaut, en þó fyrst og síðast
milli forréttindastéttar1 kapítalistanna og
öreiganna, sem lítilla þæginda njóta og lifa
af því einu að selja vinnuafl handa sinna,
veldur stöðugu kapphlaupi og slítandi
spennu innan þjóðfélagsins, Annars vegar
berjast kapítalistarnir innbyrðis um skipt-
ingu gróðans, en koma fram sameiginlega
sem handhafar ríkisvaldsins gegn öreigun-
um, sem verða að berjast með hnúum og
hnefum fyrir hverri smáréttarbót úr hendi
ríkisvaldsins. Þannig myndast andstæður
innan þjóðfélagsins, sem eru ósættanlegar,
miHli arðræningja og arðrændra, kúgaðra
og kúgara. En hinir kúguðu heimta rétt
sinn. Þetta óttast forréttindastéttin og not-
ar öll tiltækileg ráð til að halda þeim niðri.
Ef allt annað þrýtur, grípur hún til ótak-
markaðs einræðis síns, fasismans, sem
borgarastéttin kom á í nokkrum löndum
Evrópu eftir fyrra stríðið, af ótta við
glundroða kreppunnar og það, að verka-
menn tækju völdin í sínar hendur og fram-
kvæmdu sósíalismann.
Vegna einkaeignar framleiðslutækjanna
leggja kapítalistar sífellt aukna áherslu á
að lækka kaup verkamanna til að auka gróða
sinn, Þannig minnkar sífellt kaupgeta al-
mennings, meðan iðnaðarframleiðslan
haugast upp, óseljanleg, og verkamenn
ganga atvinnulausir. Þetta ástand er kallað
kreppa. Eina úrræðið, sem auðvaldinu er
kunnugt um gegn henni, er að vinna mark-
aði frá öðrum þjóðum fyrir hina óseljan-
legu ,*offramleiðsluM sína með vopnavaldi.
En þær aðgerðir tákna styrjöld. Orsök
styrjalda er því ekki villimennska manns-
ins, heldur eiga þær sameiginlega rót í
hinu rangláta skipulagi auðvaldsins.
Kreppu þeirri, sem nú er í aðsigi, býst
auðvaldið til að mæta með æðisgengnum
vígbúnaði. En hafi hann stríð í för með
sér, er ólíklegt annað en það verði dauða-
stríð auðvaldsins.
Það, sem framar öðru heldur hlífiskildi
yfir villimennsku kapítalismans, er ríkis-
valdið, en það er sameiginlegt vald arð-
ránsstéttarinnar til að halda meiri hluta
þegnanna, öreigunum, á klafa auðvaldsins
og varna því að þeir leitist við að brjóta
hann af sér. 1 höndum ríkisvaldsins er
allt vald og öll tæki til valdbeitingar og á =
róðurs ; skóli, útvarp, blöð, kirkja, fang-
elsi, lögregla, og í sumum löndum her-
vald. Ríki auðvaldsins er því höfuð óvin-
ur allra öreiga, og er áríðandi, að þeir
átti sig á eðli þess, séu frjálsir af þeirri
þrælasiðfræði, sem það kúgar uppá þegn-
ana. Afstaðan til ríkisvaldsins er því höf-
uðatriði, sem hver maður vexður að gera
upp við sig, er hann tekur afstöðu til þjóð-
félagsmála. Skiptir höfuðmáli, að allir
öreigar taki stéttvísa afstöðu gagnvart
því, geri þeir það ekki, ber það vott um,
að þeir hafi látið attaníossa og yfirbjóð-
endur hins fjandsamlega ríkisvalds véla
um fyrir sér og hugsa fyrir sig„ En það
er einmitt ein höfuðorsök til þess frá-
hvarfs skynseminnar, sem minnzt var á
í upphafi, að fólk ánetjast hinum fjandsam-
lega áróðri ríkisvaldsins, sér ekki ávirð-
ingar þjóðskipulagsing, og lætur það hafa
sig að leiksoppi að vild„ Það sýkist af
villimennsku þjóðfélagsháttanna í stað
þess að rísa upp gegn henni og útrýma
henni. Jafnvel ungt fólk lætur smitast,
og er það hörmulegt, Það ætti að vera
helgasta skylda hvers ungs manns, sem
á annað borð telur sig hafa meðalgreind,
að temja sér að hugsa, og hugsa sjálf-
stætt, leggja niður fyrir sér staðreynd-
irnar og draga sjálfstæðar ályktanir af
þeim. Því aðeins verður útrýmt ótta
manna um, að spillingin sigli mannkynið,
að fólkið sjálft taki upp merki siðmenn-
ingarinnar og leggi að velli skrímsli villi-
mennskunnar, auðvaldið.
Frh. á bls. 13„