Þjóðólfur - 01.04.1954, Síða 17

Þjóðólfur - 01.04.1954, Síða 17
17 ið haldnar í skólahúsinu sjálfu, - þrátt fyrir hín ömurlegu húsnæðisvandræSi en nokkrar hafa þó verið haldnar annars staðar, Skemmtiatriði hafa því miður ver- ið fá á þessum dansæfingum, Ýmist fé- lagsvist eða jafnvel alls engin, með nokkrum undantekningum þó„ Hefur orðið vart nokkurrar óánægju með þetta, sem að sumu leyti á rétt á sér. Hins vegar verður að taka tillit til þeirra aðstæðna, að í skólahúsinu sjálfu er illmögulegt eða alls ekki fært að hafa leikstarfsemi eða önnur skemmtiatriði. Við verðum nefnilega að horfast í augu við þá staðreynd, að skólahúsnæðið, sem við notum, er ræksni, sem býður okkur á margan hátt algerlega ófullnægjandi skil- yrði og mun verri en grönnum okkar í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þetta sker skólafélaginu vissialega mun þrengri stakk en annars þyrfti að vera, og veldur því þungum búsifjum bæði fjár- hagslegum og annars eðlis. Það virðist því í hæsta máta mikið nauðsynjamál, sem stjórn S. G. V. á nu í fyrir hönd fé- lagsins, en það er beiðni til Fræðsluráðs um styrk frá hinu opinbera til að stand- ast straum af kostnaði við leigu sam- komuhúsa undir skemmtanir félagsins. Þetta er hið mesta réttlætismál, og ef við beiðni þessari væri orðið, myndi það brúa að miklu leyti bil það, sem mynd- azt hefur við hinn ólíka aðbúnað sem skólar höfuðstaðarins hafa orðið að þola undanfarið. Mál þetta er enn á döfinni, og munu nemendur áreiðanlega fylgjast með því af athygli. Þrátt fyrir húsnæðisvandræðin erum við tilneydd að nota skólann að miklu leyti undir skemmtanir, vegna þess að mjög erfitt er að fá samkomuhús leigð á laug- ardögum, en um aðra daga er ekki að ræða undir samkomur félagsins. Má því segja, að margt reki sig á annars horn í þessum málum. Einn liður skemmtistarfseminnar og jafnframt eitt af hinum vandasömustu verkefnum, sem skólafélagið hefur við að glíma hverju sinni, er að gera hina ár- legu árshátíð sómasamlega úr garði og er því ekki hægt að hlaupa svo hratt yfir sögu, að ekki verði á hana mínnzt. Að þessu sinni var hún haldin í Sjálf- stæðishúsinu þann 15„febr0 Er það flestra mál, að hún hafi verið með bezta móti núna, og engan þann þekki ég, sem þaðan hefur farið óánægður. Skemmtiatriðin voru mátulega löng og nægilega fjölbreytt, til þess að engum leiddist. Hljómsveitin var og ágæt, enda var góð "stemmning’® ríkjandi út alla skemmtunina. Árshátíðin hefur áreiðan- lega verið skólafélaginu til sóma, og eiga bæði stjórn og Árshátíðarnefnd þakkir skilið fyrir hana. Nokkur íþróttastarfsemi hefur einnig verið á vegum félagsins, og hefur sér- stök nefnd - íþróttanefnd - séð um þau mál að mestu leyti. Ekki er því að heilsa, að þessi starfsemi geti farið fram í eigin íþróttahúsi, því að slík "flottheit” eru óþekkt í okkar ágæta skóla. Að undanförnu hefur skólafélagið því leigt íþróttaheimili KR við Kapla- skjólsveg undir æfingar sínar. Leiga þessa húss er lang mesta fjárhagsbyrði félagsins og því er í raun og veru al- gerlega um megn að bera. Reyndar má líka segja með töluverðum rökum, að félaginu sé alls ekki nauðsynlegt að halda þessari starfsemi uppi. Sú leik- fimi, sem skólinn lætur nem. í té - og þeim er skylt að sækja, ætti að vera mikið meira en nóg til þess að koma í veg fyrir, að þeir koðni niður fyrir aldur fram sökum hreyfingarleys - is. Þar að auki eru flestir þeir menn, sem taka þátt í æfingum skólafélagsins, félagsbundnir í einhverju íþróttafélag- anna hér í bænum og sækja æfingar hjá þeim. Þegar svo er komið, að nem. eru farnir að sækja íþróttaæfingar hjá þrem aðilum á sama tíma, hlýtur öllum að vera ljóst, að komið er út í öfgar. Samt sem áðui finnst sumum það ganga guð- lasti næst, ef minnzt er á að leggja þessa starfsemi niður - hvað sem veldur.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.