Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 23

Þjóðólfur - 01.04.1954, Blaðsíða 23
UM SKÓLAMÓTIÐ í HANDBOLTA Skólamótinu í handknattleik. er lokið. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar sendi 2 lið í mót þetta. Fjórðaflokksliðið stóð sig mjög sæmilega og varð númer 2 í sínum flokk. Þeir sigruðu Austurbæjarskólann í úrslit- unum, en stigatala þeirra var hagstæðari. Liðið var nokkuð sterkt, en þó voru í því "veíkir punktar". Þriðjaflokksliðið hjá skól- anum reyndist ekki sem skyldi. Bæði var, að þeir mistu menn úr liðinu við þátttöku skólans í fjórðaflokki, og svo skortur á góðum markmanni. Samspil var lélegt hjá liðínu, en þó batnaði það við hvern leik. Línuspil var lítið, og mátti þar æfingarleysi nokkru um kenna. Vörnin var heldur léleg, og "passaði" hún línumenn andstæðinganna ekki sem skyldi. Þriðjaflokk vann Verzlunarskólinn, og voru þeir vel að sigrinum komnir. K.vennalið sendi skólinn ekki, og má þar um kenna hvað mikið af æfingum skólans hefur f'arið í bekkjarkeppnina. íþróttafólk skólans verður að gera sér það ljóst, að því aðeins er góðs árangurs að vænta, að vel og samvizkusamlega sé æft. Áhorfandi ! RAUÐA HÆTTAN, frh. af bls. 18. En þegar til kom, "reyndist sá galli á gjöf Njarðar, " að skólastjóri samþykkti hana alls ekki, og urðu bolsar að beygja sig undir það ! Hafa bolsar síðan ríkt og ráðið hér í skóla- félaginu um langt skeið, allri alþýðu til sárr- ar skapraunar. Bíða menn nú aðeins eftir tækifæri til þess að hrísta af sér hina illræmdu bolsa-stjórn, svo að enn á ný megi frelsið halda innreið sína í vort heillum horfna skólafélag. EÐLISFRÆÐI í III.-X. Þorsteinn hefur teiknað rafmögnun- arvélina upp á töflu og Vildís kallar úr bekknum: " Af hverju er þessi ferkantaði hringur þarna. " " Andbolsi. "

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.