Klukkan - 18.01.1925, Qupperneq 1
Það er svo sem gefið að »Klukkan«
ætlar eitthvað fyrir sér eins og öll önn-
ur blöð.
Hún ætlar sér fyrst og frémst að lifa.
t*ó að hún byrji eins og svo mörg önn-
ur blöð — dægurblöð, sem lifa að koma
út nokkrum sinnum — með tvær hend-
ur tómar, hefir hún samt fullann vilja
á því að lifa, því hún þykist eiga er-
indi til almennings, — vill segia honum
þá hluti, sem hann bæði vill vita og
þarf að vita, og vil segja honum þá
svo, að honum þyki ánægja að lesa
þá. Og þess vegna vonar Klukkan, að
almenningur taki henni svo, að henni
verði lífs auðið.
Það skal í fyrstu tekið fram, að
Klukkan er ekki flugrit fyrir neinn stjórn-
málaflokk eða stjórnmálaskoðun, eins og
flest önnur blöð hér eru, og Klukkan
skiftir sér ekkert af stjórnmálum, hvorki
beint né óbeint. Kemur það ekki til af
því, að ekki þurfi að ræða þau, sem
hvað annað, heldur af hinu, að henni
þykja hin blöðin gera þeim málum
nægileg skil.
Klukkan er aftur á móti fréttablað, og
er það ærið nóg starfsemi fyrir blað.
Það er ekki sagt hinum blöðunum til
hnjóðs, — aðal verksvið þeirra eru stjórn-
málin — en þau hafa varla getað eytt
nægu dálkarúmi í fréttir. Skeyti eru líka,
ef uokkuð á að muna um þau að ráði,
alt of dýr fyrir íslenzk blöð. En hægt
er að bæta úr því með lægni og góð-
um vilja.
Það er eðli vor mannanna, að vér
erum forvitnir, og er ekkert ljótt í því,
þó að það sé venjulega talið ódygð.
Menn langar til að þekkja ýmsa smá-
viðburði, sem gerast í kringum menn,
ekki af því, að þeir séu svo þýðingar-
miklir, heldur af því að — já, af því
að menn eru forvitnir. Þessum þörfum
almennings vill Klukkan fullnægja. Menn
langar líka til að vita hvað gerist út
um landið. Þessu vill Klukkan líka sjá
mönnum fyrir. En rnenn vilja gjarna
að vel sje frá sagt, svo að jafnvel
smælkið verði skemtilegt, fast að því
sögulegt. Þetta vill fólk, og það er von-
legt, og svona vill Klukkan láta sér
segjast.
En aðallega vantar fólk hér fréttir,
af því sem erlendis gerist, bæði stórvið-
burðum og stjórnmálum, og þó sérstak-
lega af ýmsu, sem þó að það séu ekki
viðburðir, er marka spor í söguna, engu
að síður er mjög í frásögur færandi, og
eftirtektarvert í bili. Það er ekki með
þessu verið að álasa hinum blöðunum,
— þau hafa annan aðalstarfa — en
þessu vill Klukkan færa lesendum sínum
fréttir af.
Myndir eru eitt af því, sem almenn-
ing fýsir mest að sjá, og er það von-
legt. Það er skemtilegt að sjá myndir
af því, sem er að gerast, í hvern ein-
stakan svip, bæði innanlands og utan,
og vill Klukkan reyna að gera alt, sem
hægt er á þessu sviði.
Klukkan mun slægjast eftir því, að
flytja fréttir, sem hin blöðin gefa sig
ekki að.
Klukkan mun á engann mann ráðast
og ekkert málefni, sem ekki þarf heldur
til að koma, úr því hún fæst ekki við
stjórnmál, og hún mun vera hæversk
bæði til orðs og æðis.
Klukkan mun ritdæma bækur, leiki
og alla list af þeirri sanngirni, að les-
endum blaðsins verði í því góð leið-
beining í þeim efnum, og vill yfir höfuð
fræða menn um slíka hluti, eftir því
sem frekast eru föng á. Aðeins aftasta
síða og næst-aftasta mun verða ætluð
undir auglýsingar.
Klukkan mun láta sér sérstaklega um-
hugað um allar þær fréttir útlendar,
sem að nokkru geta varðað utanríkis-
mál Islands, enda er ekki laust við, að
athygli á slíkum hlutum hafi orðið að
lúta í lægra haldi í blöðunum hingað
til, fyrir styrr um innanlandsmál.
Klukkan er tilraun, og geðjist almenn-
ingi ekki að henni, sem þó fastlega er
vonast eftir, þá legst hún, eins og svo
mörg önnnr blöð til hægs eilífðarsvefns
i kirkjugarði Landsbókasafnsins, áreið-
anlega með góða samvizku.
Haustr i grnin qra,r
heitir skopleikurinn nýji. Virðist Klukk-
unni all súrsætt brosið framan í sum-
um, sem látast hlægja, og fer það þeim,
sein setja upp þann svip einkar elsku-
lega. Klukkan mun minnast betur á
Haustrigningar.
Færeyingar og Daoir.
Sjálfsstæðismenn vilja ekki beinar skipa-
ferðir milli eyjanna og Danmerkur.
Á síðasta fundi Eimskipafélags Fær-
eyinga, stakk Joannes Patursson, leið-
togi sjálfstæðismanna uppá því, að fé-
lagið léti framvegis af ferðum beint til
Danmerkur, en léti skip sitt í stað þess
venja komur sínar til Noregs. Hver af-
drif tillögunnar urðu, veit Klukkan
ekki, en af því að tillagan kom fram
má ráða í hug Færeyinga. Undarlegt
er það, hvað Danir eiga oft erfitt með
að þekkja sinn vitjunartíma. Danir hefðu
að íslandsmálinu — nú nýafstöðnu —
átt að hafa lært, að ekki er hægt að
'setja undir lekann, með öðru móti en
því, að verða tafarlaust við réttmætum
kröfum, annars hækka þær með tím-
anum, og hver veit hvað. Það stoðar
ekki hót, að Danir bjóða heim heilmiklu
af færeyskum skólabörnum, þó það sé
mikið fallegt. Undarlegt er það einnig
hve íslendingar eru tómlátir í færeyska
málinu. Oss er það lífsnauðsyn, að ekki
kvarnist úr danska ríkinu að norðan-
verðu, sem Klukkan, ef guð lofar að
lifa, síðar skal víkja að. Ætti oss því
að vera umhugað um að eyjarskeggjar
fengju sanngjörnum kröfum framgengt,
annars er ekkert að vita hvað fyrir
kann að koma.
KraDbageriIlinii [nndinn.
Ef verið er að berjast, er bezt að vita
við hvern er átt. Kemur það sér ekki
hvað sízt vel fyrir læknastéttina. Árum
saman hefir hún átt í höggi við krabba-
meinið, en ekki vitað hver var þar Björn
að baki Kára. Nú hefir þýzkur fræði-
maður Otto Schmidt í Múnchen fundið
geril þann, er veikinni veldur, og ætti
því upp frá þessu að vera hægra um
vik í viðureigninni við þann krankleika.
br.