Kaupsýslutíðindi - 19.09.1941, Qupperneq 2
er stofnféð óbreytt, 4 miljónir króna, og
saina máli gegnir um varasjóð og afskrifta-
reikning og óráðstafaðan tekjuafgang. —
Ábyrgðir hafa hækkað lítið eitt, og sama
ináli gegnir um liðina „Erlendir bankar“ og
„Ýmislegt.“
Hæstu liðirnir eigna megin eru svo sem
vænta mátti inneignir bankans erlendis.
Námu þessir liðir samtals 112.1 miljón króna
mánaðamótin júlí—ágúst og böfðu hækkað
um rúmar 7.4 miljónir króna frá því um
næstu mánaðamót á undan, en um tæpar
53.4 miljónir síðan um síðustu áramót, en
þá nárnu þessar inneignir samtals rúmum
58.7 miljónum króna. — Síðan um áramót
liefur gjaldeyriseign Seðlabankans þannig
nærri tvöfaldast. — Gjaldeyriseignin skiptist
hinn 31. júlí síðastliðinn þannig:
ínneign hjá erl. bönkum .... 69.9 milj. kr.
Gjaldeyrisvarasjóður ........ 12 — —
Víxlar og ávísanir tii greiðslu
erlendis ................... 2.1 — —•
Erlend verðbréf ............. 12.1 — —
112.1 milj. kr.
Eins og kunnugt er, var Landsbankinn
með lögum frá síðasta Alþingi skyldaður til
þess að mynda sérstakan gjaldeyrisvarasjóð.
Hefui’ sjóður þessi verið myndaður og
kemur nú i fyrsta sinni fram í Efnahags-
reikningi Landsbankans. — Athyglisverður
er liðurinn „Erlend verðbréf“. Hefur Lands-
bankinn keypt allmikið af slikum bréfum
síðan um síðustu áramót, en þá nam erlend
verðbréfaeign Landsbankans aðeins 247 þús-
undum króna. — Liðurinn „Víxlar og ávís-
anir til greiðslu erlendis“ skiftir ekki miklu
máli, enda var hann aðeins 2.1 miljón króna
við lok júlímánaðar og hafði þá aukizt um
sem næst 1.4 miljónir króna síðan um ára-
mót. — Aðrir liðir eignahliðarinnar hafa
ekki breytzt svo neinu nemi, að öðru leyti
en því, að endurkeyptir vixlar eru horfnir
úr efnahagsyfirlitinu, og þarf það í rauninni
ekki að koma á óvart eins og málum er nú
komið. — Vixlaeign þessi nam um siðustu
áramót rúmum 4 miljónum króna. Lækkar
hún síðan ört og er um mánaðarmótin
apríl—maí aðeins 900 þúsund krónur, en er
um næstu mánaðamót þar á eftir horfin.
Önnur útlán Seðlabankans, víxlar innlend-
ir og ávisanir, svo og lán á hlaupareikningi
og reikningslán, námu í júlílok samtals rúm-
um 8.6 miljónum króna og höfðu að vísu
hækkað nokuð frá því um næstu mánaða-
mót á undan, en hinsvegar, svo seni búast
mátti við, lækkað að verulegu leyti síðan
um áramót. — Námu útlán seðlabankans þá
samtals rúmri 16.1 miljón króna og hafa því
lækkað á timabilinu um nærri helming. Þetta
er vitanlega bein afleiðing af peningagnægð
þeirri, sem nú er í landinu, enda getur tæp-
lega hjá því farið, að miklum erfiðleikum sé
bundið að ávaxta fjárfúlgur þær, sem nú
safnast fyrir hjá aðalbanka landsins og
raunar öllum peningastofnunum. — Mest
er lækkunin á víxileign hankans, og er hún
i lok júlímánaðar komin niður í tæpar 3
miljónir. Aftur á móti hafa reikningslán og
lán á hlaupareikingi hækkað um sem næst
hálfri annari miljón króna. — Aðrir liðir
hafa, eins og áður var vikið að, ekki breytzt
að verulegu leyti. Gullforðinn er óbreyttur
frá því sem verið hefur, liðurinn „inneignir
hjá innlendum bönkum“ hefur lækkað lítils-
háttar, innlend verðbréfaeign bankans stend-
ur í stað, en aftur á móti hækka liðirnir
ábyrgðatryggingar og „ýmislegt“ nokkuð. —
Sé litið á starfsemi bankanna í heild, kem-
ur í ljós, að innlög hafa vaxið gifurlega frá
því styrjöldin hófst. Nemur aukningin sam-
kvæmt upplýsingum Hagtíðinda samtals rúm-
um 100 miljónum króna frá því um áramót
1940 og til loka júlímánuðar 1941, eða
úr rúmum 78.9 miljónum í rúmar 179 miljón-
ir króna. Þess ber þó að gæta. að í þessum
tölum eru taldar með inneignir banka og
sparisjóða hvor hjá öðrum. — Sé hinsvegar
210
KAVPSÍSLUTÍÐJNDI