Kaupsýslutíðindi - 19.09.1941, Qupperneq 5
tileymdu aldrei að biðja um pöntun. Gerðu
það oft á meðan samtalið fer fram. Það
getur verið, að þú fáir ekki pöntun i fyrsta
samtali, en láttu samt ekki hugfallast. Marg-
ir menn eru varfærnir og þú skalt gefa
þeim frest, tii þess að hugsa sig um. Pönt-
unin kemur, ef þú hefir getað grafið upp
óskirnar.
Vinur minn einn, sem hefir með höndurn
tryggingarstarf, hlaut reynslu, sem sýnir,
hvernig hægt er að vekja blundandi óskir,
og stundum tekur það langan tima. Það er
ekki alltaf hægt að selja með samtalinu
einu.
Eftir griðarlega áreynslu hafði tryggingar-
manni þessum tekist að selja efnuðum manni
líftryggingu, að upphæð 1000 pund, en mað-
urinn keypti líftrygginguna vegna þess, að
hann óskaði eftir að vera laus við umboðs-
manninn (sú sala byggðist líka á ósk).
Umboðsmaðurinn vissi það, að maðurinn
gat auðveldlega keypt hærri tryggingu, og
stakk upp á því, að hann keypti 4000 punda
viðbótdrtryggingu.
Þess ber að minnast, að tryggingin hafði
verið keypt vegna þess, að maðurinn óskaöi
eftir að vera laus við umboðsmanninn, en
•
ekki vegna þess, að hann væri að fullnægja
neinum óskum í sambandi við líftrygging-
una.
Nú leið sá tími, sem hinum væntanlega
tíftryggingarkaupanda hafði verið gefinn til
umhugsunar um hina 5000 punda líftrygg-
ingu. Á síðasta degi gekk umboðsmaðurinn
inn til mannsins og' varð ekki lítið undrandi,
þegar hann rétti honum ávísun á iðgjald
fyrir 5000 punda tryggingu.
Þessi atburður varð til þess, að umboðs-
maðurinn fór að líta á sig sem snjallan
sölumann.
* En skömmu seinna komst hann þó að
raun um, að það var reynslan, sem hafði
fullgerl söluna.
Það, sem komið hafði fyrir manninn, var
eftirfarandi:
Hann hafði farið út i vagnbyrgið sitt einn
morgunn, og i hugsunarleysi hafði hann
rennt bílnum á lokaðar dyrnar.
Billinn braut hurðina og það var mildi,
að maðurinn slapp óskaddaður.
Þegar hann fór að hugsa um þetta, eftir
á, datt honum í hug, að eitthvað gæti komið
fyrir sig, og þess vegna keypti hann við-
bótartrygginguna. Hann óskaði þess að geta
séð fyrir fjölskyldu sinni, ef eitthvað kæmi
fyrir sig.
Og þar sem hann óskaði að vera öruggur
um sinn hag, keypti hann.
Búnaðarbanki Islands
Austurstræti 9, Reykjavik.
Útibú á Akureyri.
i—------------------------------
Gunnar & Geir
LÖGFRÆÐIS- & FASTEIGNASKRIFSTOFA
Kaup og sala
fasteigna, veröbréfa,
skipa. o. fl. —
Hafnarstrœti 4 — Sími 4306
Lárus JúhannEssDn
hæstaréttarmálaflutningsmaður
Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294
Málflutningur.
Samningsgerðir. ----- lnnheimta.
...- ...... I
KA UPSÝSLUTÍÐINDl
213