Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 10

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 10
10 Framkvæmdafréttir nr. 707 7. tbl. 28. árg. Steyptar brýr eru algengasta tegund brúa í íslenska vegakerfinu. Utan þéttbýlis hefur ekki tíðkast að leggja sérstakt slitlag á brúargólf slíkra brúa eftir að þær hafa verið steyptar, heldur hefur verið ekið á brúargólfinu sem jafnframt er hluti af burðarvirki brúarinnar. Þetta hefur verið gert þar sem erfitt er að nálgast malbik úti á landi. Vegna umferðaraukningar, sem og þungaflutninga, ásamt negldum hjólbörðum hefur hjólfaramyndun og slit aukist verulega á brúargólfum. Það hefur því þurft að ráðast í viðgerðir og ein lausnin er leggja sérstakt slitlag úr hástyrkleikasteypu. Þetta var gert í viðgerðum á brúargólfi Borgarfjarðarbrúar þar sem slitlagið var steypt 90 mm þykkt. Rannsókn á slitþolinni hástyrkleikasteypu Slitþolin hástyrkleikasteypa, 50 mm lag á brýr – þróun og blöndun er nýjasta áfangaskýrsla verkefnisins sem styrkt var af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Um er að ræða samvinnuverkefni Rannsóknastofu byggingariðnaðarins og Vegagerðarinnar. Tilgangur og kostir sérstaks slitlags á brýr eru meðal annars þessir: → Veitir vörn fyrir undirliggjandi burðarsteypu, kapla og járnbendingu með tilliti til vatns og salts. → Lokar sprungum sem hugsanlega myndast í burðarsteypu, t.d. vegna hitamyndunar. → Vinnuaðstaða við frágang sérstaks slitlags er góð og tryggir betur slétt yfirborð í samræmi við kröfur. → Hástyrkleikasteypa með slitþolnum steinefnum leiðir til lengri endingar og lægri viðhaldskostnaðar. ↑ Steypt slitlag á nýja brú yfir Steinavötn í Suðursveit.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.