Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Page 11
Framkvæmdafréttir nr. 707
7. tbl. 28. árg.
11
Slitþolin 50 mm hástyrkleikasteypa var fyrst notuð í
viðgerð á brúargólfi Ölfusárbrúar haustið 2018. Það
sem er nýjung í skýrslunni er að hún var þróuð og
rannsökuð nánar til notkunar á nýjar brýr. Í slitþolinni
hástyrkleikasteypu er meðal annars leitast eftir lítilli
rýrnun, þéttleika, frostþoli og slitþoli. Mælingar liggja
fyrir á þessum eiginleikum.
Nú þegar hafa fjórar brýr verið byggðar með
sérstöku 50 mm slitlagi með hástyrkleikasteypu.
Brýrnar eru Steinavötn í Suðursveit haustið 2020,
Hattardalsá haustið 2020, Bjarnardalsá vorið 2021 og
Botnsá á Vestfjörðum sumarið 2021.
Verkefninu er stýrt af Ólafi W. Wallevik hjá
Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) og
Helga S. Ólafssyni hjá Vegagerðinni.
↖
Ein af mörgum prófblöndum á rannsóknarstofu.
↑
Viðloðunarpróf (bond test) milli ásteypu og steypts undirlags.
Viðgerð á Miðfjarðará vegna slits, sumarið 2018. Byrjað var á því að fræsa og sums staðar
þurfti að vatnsbrjóta því steypan var illa farin.