Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Qupperneq 13

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Qupperneq 13
12 Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. 13 ↑ Það eru ekki aðeins stórar framkvæmdir eins og á Hringvegi um Kjalarnes sem skipta máli fyrir umferðaröryggið. ↑ Hraðahindrandi aðgerð á Hringvegi við innkomu í Hvolsvöll að austan (sunnan). Nokkur verkefni á hverju ári felast í því að auka öryggi gangandi vegfarenda, s.s. þar sem þjóðvegur liggur um þéttbýlisstaði á landsbyggðinni. Það er m.a. gert með ýmsum hraðatakmarkandi aðgerðum, s.s. útfærslu öruggari gönguþverana og uppsetningu hraðaviðvörunarljósa. Í fyrra var ákveðið að fjármagna kaup á rauðljósa- og hraðamyndavél sem nýlega hefur verið sett upp við Hörgárbraut (Hringveg) á Akureyri en Vegagerðin sér um rekstur hraðamyndavéla víða um land í samstarfi við lögreglu og fleiri eftir því sem við á. Öryggi nokkurra vegamóta verður aukið í ár. Vegamót Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar verða endurbætt og einnig má nefna að gerðar verða svonefndar hjáreinar við fimm tengingar við Hringveg austan Akrafjalls en þær auka öryggi þeirra sem ætla að beygja af aðalveginum inn á hliðarveginn þar eð auðveldara verður að aka fram hjá ökutæki sem hefur stöðvað og því minni hætta á að ekið verði aftan á. Bættar merkingar geta einnig skipt miklu máli til dæmis til að vekja athygli á vegamótum fram undan eða til að undirstrika stefnubreytingu vegar með því að setja upp beygjuörvar. Hér á eftir er listi yfir þær umferðaröryggis- aðgerðir Vegagerðarinnar í ár sem tengjast umferðar- öryggisáætlun beint en svæði Vegagerðarinnar bera hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd umferðaröryggisaðgerðanna. Lagfæringar á umhverfi vega og/eða uppsetning vegriða: → Hringvegur nokkru vestan við Foss, uppsetning vegriðs við óvarið ræsi neðan vegar. → Hringvegur vestan Víkur, lagfæringar á umhverfi vegar sem felast í að draga úr bratta vegfláa. → Hringvegur út frá Ölfusárbrú, endurnýjun vegriðs meðfram vegi, ármegin. → Hringvegur um Kollafjörð, endurnýjun vegriða. → Hringvegur við steinvegg í Kollafirði, uppsetning vegriðs. → Skeiða- og Hrunamannavegur ofan Hlemmiskeiðs, lenging ræsa og lagfæringar á fláa við ræsin. → Þjórsárdalsvegur milli vegamóta við Skeiða- og Hrunamannaveg og Árness, ýmsar lagfæringar á öryggissvæði. → Eyrarbakkavegur út frá Óseyrarbrú, endurnýjun vegriðs meðfram vegi vestan brúar. → Biskupstungnabraut, ýmsar lagfæringar á öryggissvæði, frh. → Þingvallavegur frá Vinaskógi (í grennd við Kárastaði) að Grafningsvegi efri, ýmsar lagfæringar á umhverfi vegar. → Þingvallavegur milli Grafningsvegar efri og Kjósarskarðsvegar, ýmsar lagfæringar á umhverfi vegar, annar áfangi. → Þingvallavegur í grennd við Seljabrekku, lagfæring öryggissvæðis sem felst í því að fylla í skurð. → Laugarvatnsvegur ofan Laugarvatns, lenging nokkurra ræsa og lagfæring fláa við ræsin. → Krýsuvíkurvegur við Kleifarvatn, uppsetning vegriðs, frh. → Hvalfjarðarvegur við sunnanverðan Hvalfjörð, lenging sex ræsa og fleiri lagfæringar á umhverfi vegar. → Nesvegur í grennd við Grindavík, lagfæringar á umhverfi vegar sem felast í að draga úr bratta vegfláa. → Sandgerðisvegur við Miðnesheiðarveg, lagfæringar á umhverfi vegar sem felast fyrst og fremst í grjóthreinsun. Helstu aðgerðir Vegagerðarinnar 2021 sem tengjast umferðaröryggisáætlun beint

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.