Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
15
→ Hringvegur austan Akrafjalls, ýmsar lagfæringar á
umhverfi vegar, fjórði áfangi.
→ Hringvegur undir Hafnarfjalli, ýmsar lagfæringar á
umhverfi vegar, annar áfangi.
→ Hringvegur milli Hvítárvallavegar og
Borgarfjarðarbrautar, ýmsar lagfæringar á
umhverfi vegar, fjórði áfangi.
→ Akrafjallsvegur norðan Akrafjalls, ýmsar
lagfæringar á umhverfi vegar, annar áfangi.
→ Snæfellsnesvegur milli Búlandshöfða og
Grundarfjarðar, ýmsar lagfæringar á umhverfi
vegar, frh.
→ Heydalsvegur um Haffjarðardalsgil, uppsetning
vegriðs við stórt óvarið ræsi.
→ Vestfjarðavegur um Svínadal, uppsetning vegriðs,
fyrsti áfangi. Verkefnið átti að hefjast árið 2020
en frestaðist.
→ Djúpvegur um Skötufjörð, uppsetning vegriðs, frh.
→ Djúpvegur í Hestfirði, lagfæringar á umhverfi vegar
sem felast í endurmótun skeringar í þeim tilgangi
að draga úr hættu á grjóthruni, frh.
→ Hringvegur í Hrútafirði, lagfæringar á umhverfi
vegar, þriðji áfangi. Lagfæringar felast í lengingu
ræsa og lagfæringum á fláa ofan vegar en
uppsetningu vegriðs neðan vegar.
→ Hringvegur við Litlu-Giljá, lagfæringar á umhverfi
vegar sem felast í að mýkja fláa á heimreið að
Litlu-Giljá.
→ Hringvegur um Langadal og Vatnsskarð, frh.
Lagfæring fláa og uppsetning vegriða, m.a. þar
sem Svartá liggur nálægt vegi.
→ Hringvegur um Blönduhlíð. Lagfæringar á umhverfi
vegar sem m.a. felast í að fylla í skurði. Verkefnið
var á áætlun árið 2020 en frestaðist þar sem ekki
náðist að ljúka samningum við landeigendur.
→ Hringvegur um Öxnadalsheiði, lenging vegriðs.
→ Hringvegur við Másvatn. Uppsetning vegriðs þar
sem vegur liggur nálægt vatni.
→ Hringvegur við Laxá, uppsetning vegriðs.
→ Ólafsfjarðarvegur milli Hringvegar og
Hauganesvegar, ýmsar lagfæringar á umhverfi
vegar, fyrsti áfangi. Verkefnið var á áætlun 2020
og efni var keypt en framkvæmd frestaðist.
→ Ólafsfjarðarvegur milli Hauganesvegar og
Dalvíkur, ýmsar lagfæringar á umhverfi vegar,
annar áfangi.
→ Hvammavegur í Þingeyjarsveit, uppsetning vegriðs í
krappri beygju.
→ Laxárdalsvegur við Laxárgljúfur, uppsetning
vegriðs.
→ Hringvegur um Fagradal. Ýmsar lagfæringar á
umhverfi vegar, frh.
→ Hringvegur við Tóftá í Stöðvarfirði, lenging ræsis
ofan vegar og uppsetning vegriðs neðan vegar.
→ Hringvegur í Álftafirði, uppsetning vegriðs við tvö
óvarin ræsi/steypta stokka.
→ Hringvegur við Hvalnes, uppsetning vegriðs, annar
áfangi.
→ Hringvegur sunnan Háöldu í Öræfum, lagfæringar á
umhverfi vegar sem felast í að bæta efni í vegfláa
og draga þar með úr bratta hans.
→ Hringvegur um Skeiðarársand, lenging ræsa, frh.
→ Norðfjarðarvegur á Hólmahálsi, milli Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar, lenging vegriðs.
→ Lagarfossvegur við Lagarfoss, uppsetning vegriðs.
Lagfæring vegamóta:
→ Hringvegur við Reynishverfisveg, gerð hægri beygju
fleygs.
→ Skeiða- og Hrunamannavegur við Hrunaveg á
Flúðum, útfærsla vegamóta lagfærð.
→ Eyrarbakkavegur við Þorlákshafnarveg,
stefnugreining vegamóta.
→ Fljótshlíðarvegur við Lambalækjarveg,
færsla Lambalækjarvegar til að auka öryggi
vegamótanna.
→ Hringvegur austan Akrafjalls. Gerð hjáreina við
fimm tengingar.
↓
Ræsi á Snæfellsnesvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi sem
þarf að lengja og/eða setja upp vegrið.