Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Page 18
18 Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
19
355
365
37
35
Laugarvatn
Lyngdalsheiði
Apavatn Reykholt
Brúin yfir
Fullsæl←
Reykjavegur hefur verið endurbættur og leysir af hólmi
5,5-6,5 m breiðan lítið uppbyggðan malarveg sem á
voru krappar beygjur þar sem mörg umferðaróhöpp
hafa orðið í gegnum tíðina, auk einbreiðrar brúar yfir
ána Fullsæl sem byggð var árið 1962.
Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis
var verkefnisstjóri framkvæmdarinnar. Hann segir
veginn langþráða samgöngubót. „Vegurinn gegnir
þýðingarmiklu hlutverki í sameinuðu sveitarfélagi en
stysta leiðin milli þéttbýliskjarna er um Reykjaveg,
þ.e.a.s. milli Laugarvatns og Reykholts,“ segir hann.
Einnig styttist leið að fjölförnum sumarhúsabyggðum
á svæðinu. Vegurinn er um 8 km langur og liggur á
milli Biskupstungnabrautar rétt neðan Reykholts og
Laugarvatnsvegar ofan Brúarár.
Leiðir styttast með
endurbættum Reykjavegi
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, og Bergþóra Þorkelsdóttir,
forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu Reykjaveg
formlega þann 2. september sl. Vegurinn er nú
stysta leiðin á milli Laugarvatns og Reykholts.
Framkvæmdir
Á vegáætlun 2007-2010 var gert ráð fyrir fyrstu
fjárveitingu til verksins á árinu 2010 sem þó dugði
ekki fyrir allri framkvæmdinni. Af ýmsum orsökum var
það ekki fyrr en í lok árs 2018 að hægt var að bjóða út
framkvæmdir og hófust þær í ágúst 2019 og lauk nú
tveimur árum síðar.
Bisk
up
st
un
gn
ab
ra
ut
Að G
ey
si
→
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra og Bergþóra
Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar
klippa saman á borða til að opna
Reykjaveginn formlega.