Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 19

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 19
18 Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. 19 Verkframkvæmd Markmið framkvæmdarinnar er að stytta og bæta samgöngur í uppsveitum Árnessýslu og auka umferðaröryggi með því að uppfylla hönnunarkröfur og leggja bundið slitlag á veginn. Jafnframt er nýjum vegi ætlað að bæta aðgengi ferðamanna og sumarhúsagesta að vinsælum áningar- og ferðamannastöðum. Með tilkomu nýs vegar yfir Lyngdalsheiði og Bræðratunguvegar fyrir um 10 árum jókst umferð um uppsveitir Árnessýslu talsvert og varð uppbygging Reykjavegar enn meira aðkallandi. Stór hluti umferðar um svæðið er tengdur ferðamennsku en meginumferð er akstur milli Laugarvatns, Reykholts og Flúða. Eftir er að leggja reiðveg meðfram veginum en stefnt er að því í vetur í samvinnu við hestamannafélagið í uppsveitum Árnessýslu. → Efnisflutningar í veginn allan voru um 144.000 m3 sem tekið var úr skeringum í vegstæði og námum. → Í brúna fóru ríflega 500 m3 af steypu og ríflega 62 tonn af steypustyrktarstáli. → Vegurinn er 8 m breiður og 8,2 km að lengd. → Ný brú á Fullsæl er 20 m að lengd, eftirspennt og í einu hafi. Tvær akbrautir eru á brúnni og er heildarbreidd brúar 10 m. → Áætlaður heildarkostnaður vegna verksins er rúmar 1.000 m.kr. Þar af er kostnaður vegna hönnunar umsjónar og eftirlits um 155 m.kr. Helstu aðilar verksins → Hönnunardeild Vegagerðarinnar sá um hönnunarstjórn fyrir framkvæmdina og gerð útboðsgagna, auk hönnunar á brú yfir Fullsæl. Jarðefnadeild sá um jarðfræðirannsóknir. → Framkvæmdadeild Vegagerðarinnar hafði umsjón á undirbúningsstigi en tæknideild Suðursvæðis á framkvæmdastigi. → Verkfræðistofan Verkís sá um frumdrög og verkhönnun. → Verktaki var Þjótandi ehf. → Helstu undirverktakar voru Jáverk ehf. sem sá um smíði brúar og Bikun ehf. sem sá um lagningu slitlags á veginn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.