Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Page 21
20 Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 707
7. tbl. 28. árg.
21
↑
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, skrifuðu undir
verksamning þann 9. ágúst síðastliðinn.
„Um leið og ÞG Verk lýkur framkvæmdum við brúna
yfir Jökulsá á Sólheimasandi verður búnaður
og mannskapur á þeirra vegum fluttur austur.
Undirbúningur fyrir það er í fullum gangi, ekki síst við að
setja upp steypustöð, einnig er unnið að undirbúningi
framleiðslu stálbita og steyptra eininga sem notað
verður í brúna yfir Hverfisfljót. Samkvæmt verkáætlun
á ÞG Verk að ljúka framkvæmdum við Hverfisfljót
15. júlí 2022 og framkvæmdum við Núpsvötn 15.
nóvember 2022,“ segir Höskuldur.
VSÓ hannaði brúna yfir Núpsvötn en
hönnunardeild Vegagerðarinnar hannaði brúna yfir
Hverfisfljót. Mannvit hefur eftirlit með framkvæmdinni.
Um verkið:
→ Hverfisfljót: Byggð verður ný 74 m löng og tvíbreið
brú yfir Hverfisfljót á Hringvegi (1) um 20 m neðan
núverandi brúar. Brúin verður samverkandi stálbitabrú
með steyptu gólfi í þremur höfum. Innifalin er vegagerð
til að tengja nýja brú við núverandi vegakerfi. Nýr vegur
og ný brú verða í nýju vegstæði á 1,1 km löngum kafla
og endurbyggður vegur í núverandi vegstæði á 1,1 km
löngum kafla. Nýir vegir verða því um 2,1 km. Einnig
verður byggður nýr áningarstaður við Hverfisfljót í stað
núverandi áningarstaðar sem hverfur undir nýjan veg.
→ Núpsvötn: Byggð verður ný 138 m löng tvíbreið
brú yfir Núpsvötn á Hringvegi (1), ofan núverandi
brúarstæðis, auk tengivega við núverandi vegakerfi
beggja vegna. Brúin verður eftirspennt steinsteypt brú
með steyptu gólfi í fimm höfum. Nýr vegur og ný brú
verða í nýju vegarstæði á 1,9 km löngum kafla.
→ Byggður verður nýr áningarstaður vestan við
Núpsvötn, þar sem er gott útsýni til Lómagnúps og
einnig fjallahringsins til austurs. Gert er ráð fyrir
stæðum fyrir rútu, húsbíla og 10 fólksbíla, þar af
einu fyrir hreyfihamlaða. Nýr áfangastaður á að
skapa öruggari aðstöðu fyrir vegfarendur til að njóta
útsýnisins.
Við þessa framkvæmd og með nýju brúnni á
Sólheimasandi mun einbreiðum brúm á Hringveginum
fækka úr 32 í 29.
Ný veglína
Þjóðvegur 1
(núverandi veglína)
Núverandi brú
Hverfisfljót
Framkvæmdasvæði
Núpsvötn
Framkvæmdasvæði
Lómagnúpur
Blómstursvellir
Bakkafjall
Núpar
Slétta
Króksfjall
N
úp
sv
öt
n
Núp
sv
öt
n
Djúpá
Hverfisfljót
Hverfisfljót
Brunná
G
íg
ju
kv
ísl
N
úp
sá
Hverfisfljót
Núverandi brú
Núpsvötn
Núverandi veglína/brú og ný veglína/brú
Loftmyndir: Loftmyndir ehf.
Ný brú
Núpsá
Núpsá