Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 7

Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 7
hornið inn á Efra torg. Þaðan blasti nafn hans við á framhlið hins glæsiiega verzlunarhúss bans. Rak hann þá augun í Margréti dóttur sína skammt á undan sér í fylgd með ungum karlmanni. t’au hlógu hátt og glað- lega og spjölluðu saman, og Lange heyrði greinilega, að Margrét þúaði náungann. Hann greikkaði því sporið. Það var vissast að komast að því nú þegar, hver þetta væri. — Ungi maðurinn leit við. Nú, jæja. í’etta var t þá Karsten Rud, afgreiðslumaður hans. Humm, aldrei hafði hann grunað það, að þau Margrét hefðu neitt saman að sælda, og samt þúuðust þau! — Lange kinkaði kolli kuldalega, er Rud' heilsaði honum tnjög kurteislega. »Það er orðið mjög framorðið, Margrét. Það er víst bezt, að við förum undir eins inn. — Góða nótt, Rud*. Ungi maðurinn hneigði sig djúpt og gekk á brott. »Hvar hafið þið verið svona seint?* »Á söngæfingu í Söngfélaginu. Við föruna þangað einu sinni í viku, og nú erum við að æfa undir jóla- hljómleikana*. »Jæja. Ég vissi ekki að þið Rud voruð svona kunn- ug, — þúist og allt þessháttar*. »Jú, við þúumst öll í Söngfclaginu. — — En nú ætla ég að fara upp og hátta, ég er orðin þreytt. Góöa nótt, pabbi minn«. Lange kaupmaður gekk inn í dagstofuna og settist niður, Nú hafði hann fengið nýtt umhugsunarefni. Hann kveikti í pípu sinni, því þá gekk allt greiðar. — — Það skyldi þó aldrei vera, að Rud hefði hugsað sér svo hátt, að hann væri farinn að renna hýru auga til Margrétar? En væri svo, skyldi hann svei mér sýna honum, að hann hefði misreiknað sig illilega! — Dug- legur náungi, já, ekki vantaði það. Hann hafði bæði kaupverðið og söluverðið í kollinum, og það gat Lange ekki leikið eftir honum. Og hann var eldfljótur að aí- greiða, viðmótsþýður og kurteis og bráðmyndarlegur piltur, og fólki geðjaðist mjög vel að honum. — En Margrét var of góð til að fieygja sér í fangið á óbreyttri

x

Jólasveinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinninn
https://timarit.is/publication/1800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.