Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 9

Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 9
»búðarloku«. F’að skyldi þann segja þeim báöum saman hreinskilnislega, ef þess gerðist þörf. Áður en Lange háttaði um kvöldið, skrifaði hann Rud uppsagnarbréf. Til vonar og vara. Paö var aldrei að vita, hvert stefndi í þesshrtttar málum. — í?á væri hann laus við hann að þrem mánuðum liðnum. Og horf- inn augum, gleymdist gjarna fljótt. Og nóg væri til af verzlunarmönnum. — — —' Tveimur dögum síðar kom Margrét inn á skrifstofu til föðut síns. »Ég heyri, að Rud eigi að hætta hérna, — — hvers vegna? Þú hefir alltaf sagt mér, að hann væri óvenju duglegur og áreiðanlegur*. »Fáðu þér sæti, svo skal ég skýra þetta fyrir þér«. Hann benti á legubekkinn. Svo kveikti hann í pípu sinni og settist við hiiðina á henni. »Duglegur og ábyggilegur? Já, seisei já. En mig grunar, að hann sé farinn að renna til þín hyrum aug- um. Og ég kæri mig alls ekki um það. Það er þetta, sem er að, og þess vegna vil ég losna við hann héð- an úr bænum«. »Jæja þá. Það liggur þá svona í þvi. — Pá er víst bezt, að ég segi þér undir eins, að við Karsten trúlof- uðum okkur kvöldið góða, sem þú komst hlaupandi á eftir okkur hérna á torginu. En hann fer nú ekki burt úr bænum, eins og þú býst við, þótt hann hætti hérna. Honum stendur til boða að fá leigða stóru búð- ina í skrautlega stórhýsinu, sem verið er að byggja í Löngugötu. Þu færð þvi aðeins nýjan keppinaut, en losnar ekki við hann. Karsten hefir forgöngurétt að leigurtni í hálfan mánuð enn. Og 20, marz ætlum við að gifta okkur. Það höfum við ákveðið, Auðvitað ósk- um við bæði mjög eEtir samþykki þínu, en fáist það ekki, verðum við að sætta okkur við það. Þann 20. marz verð ég 21 árs, eins og þú veist. Þá verö ég myndug og fullveðja og get gert, eins og mer lfzt«. Margrét hafði staðið upp og horfðist nú í augu við

x

Jólasveinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinninn
https://timarit.is/publication/1800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.