Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 5
náungi, — já, það var hann sannarlega. >Herðið þér
bara róðurinnc, sagði Lange kaupmaður, þegar lyfsal-
inn fór. »Spyrjið þér hana bara undir eins á morgunc.
En nú hafði þetta allt saman farið út um þúfur. Já því-
h'kt og annað eins. Við því var ekkert að gera.
Er lyfsalinn kom inn í stofuna og bað um að fá
að tala við ungfrú Margréti undir fjögur augu, deplaði
Lange til hans augunum og fór síðan út í skrifstofu
sína. En eftir tæpar tíu mínútur kom dóttir hans þjót-
andi inn til hans og sagði honum, að hún hefði sagt
»nei þakkc við lyfsalann — — Komdu með mér inn í
dagstoíu, svo við getum gert út um þetta undir eins«,
sagði hún. — Og svo var skrattinn laus! — — —
Truls Lange, eigandi stærstu nýlenduvöruverzlunar
bæjarins, sat lengi hugsi í hægindastólnum og velti þessu
fyrir sér, Hann varð að athuga þetta í næði. Síðan
hann missti konuna stna fyrir 5 árum, hafði móðurarf-
ur Margrétar staðið óskertur í bankanum og ávaxtast
jafnt og þétt. Og þetta voru engir smáskildingar. Um
síðustu áramót var upphæðin orðin liðugar 30 þús. kr.
Og þar að auki myndi Margrét,f|einkabarnið hans, fá
dálaglega fúlgu í föðurarf, á sínum tíma, Og í viðbót
við allt þetta var hún allra laglegasta stúlka, já, meira
að segja falleg stúlka, Og það sáu h'ka fleiri en hann.
Og hún hafði bæði lokið menntaskólaprófi og gengið í
matreiðsluskóla. Og þótt hún væri ung, var hún þegar
allra duglegasta liúsmóðir. — Skyldi það geta verið
einhver annar, sein — —? Nei, ekki svo hann vissi
til, en væri svo, ætlaði hann sér að"leggja þar orð í
belg. Hann varð að líta vel í kringum sig og vera á
verði. — — —
Undir miðdegisborðum var Margrét blíð og glaðvær
að vanda. Hún hló og lét móðan mása. En Lange
komst ekki í gott skap aftur, og á skrifstofunni varð
honum ekkert að verki.
Daginn eftir kom hann af bæjarstjórnarfundi seint
um kvöldið. Hann gekk heim Stóru-götu og beygði um