Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 11

Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 11
föður sinn. — Já, þvílík ekkisen stúlkukind. Lange varð svo ruglaður af þvl, sem hann heyrði, að hann gleymdi alveg löngu pípunni. Loksins gat hann þó stunið upp: »En hann getur þó ekki stofnað til stórverzlunar peningalaus hefði ég haldið*, sagði hann hóglátlega. »Peningalaus? Hver hefir sagt þér, að hann sé pen- ingalaus? — Það er aðeins ímyndun þín, sökum þess, að hann hefir hingað til komist af með þau litlu laun, sem þú hefir greitt honum öll þessi ár, sem hann hefir verið hérna, Hingað til höfum við lítið um hann vitað. Er. ég skal segja þér, að faðir Karstens er vel efnaður maður og m. a. s. all ríkur. Karsten sagði mér dálítið af þessu kvöldið góða, en það hafði hann aldrei gert áður. Faðir hans var skipstjóri á stóru flutningaskipi og átti helming þess sjálfur. Hann auðg- aðist mjög á heimsstyrjaldarárunum, því aö farrngjöld voru þá svo há, en var þó vel efnaður maður áður. Nokkru eftir styrjöldina missti hann skip sitt I þoku við Nýfundnaland, en mannbjörg varð þó eftir langa og mikla hrakninga. Rud skipstjóri hætti síðan sjó- ferðum og ákvað, að sonur hans skyldi ekki verða sjó- maður. En það hafði einmitt verið draumur Karstens frá bernsku. Hann gekk sfðan í verzlunarskólann og varð »búðarloka« á eftir, — eins og þú segir, »Jæja, pabbi minn, þér skilst vlst nú, að það tjáir ekk- ert, þótt þú tefldir frarn öllum lyfsölum heimsins á einni skák. í*að er Karsten, sem ég vil eiga og engan annanU Lange strauk hár dóttur sinnar. »Jæja, barnið mitt, ég skil það. Lyfsalinn er þá úr sögunni núna. Ég óska þér til hamingju, Margrétmín!* »Þakka þér fyrir, pabbi minn. Éú ert nú samt góð- ur, þegár öllu er á botninn hvolftc, sagðí Margrét og tók um hálsinn á föður sínum. Davíð sendill kom í þessum sviíum með símskeyti, Lange reif það upp og las upphátt: — »Húrra. Éú hefir unnið stóra vinninginn. — Eðvarðc, »Eðvarð — stóra vinninginn? Ég skil ekkert í þessu.

x

Jólasveinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinninn
https://timarit.is/publication/1800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.