Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 13

Jólasveinninn - 01.12.1940, Blaðsíða 13
Ég þekk! engan Eðvarð, og ég á engan miða í happ drættinu*. »Símskeytið hlýtur að vera til Karstens frá bróður hans, sem er í læknaskólanum*, sagði Margrét. »Já, auðvitað, ég gleymdi að líta utan á það. Hér stendur líka: Rud adrs. Lange. Davíð, grasasninn, hefir ekki veitt því eftirtekt. Skyldi hann líka hafa unnið í peninga-bappdrætt’nu? — Æ, biddu Rud að koma liingað inn til mín, Margrét, ég verð að biðja hann afsökunar á því, að ég opnaði símskeytið hans«. »En þú ætlar víst að segja honum eitthvað meira, pabbi*. »Jæja, jæja, ég skal ekki gleyma því heldur'.---— Éau Karsten og Margrét komu inn og héldust í hendur. »Hérna er símskeyti til yðar, Rud. Ég opnaði það óvart, fyrirgefið þér, far stendur, að þér hafið unnið stóra vinninginn*. »Já, ég sé það, En það er ekki í peninga-happdiætt- inu, eins og þér ef til vill haldið. Ég sendi Eðvarð bróður mínum 10 krónur og bað hann að kaupa fyrir mig nokkra miða í Handiðnaðarhappdrættinu. Éað var allt og sumt. En ég vann nú samt falleg borðstofu- húsgögn fyrir bragðið*. »Já, og jæja, það gefur hverjum, sem hann góður er«, sagði Lange kaupmaður. Én borðstofuhúsgögnin koma víst í góðar þarfir, eftir því sem Margrét segir mér. Jæja, ég óska til hamingju, Rud — eða Karsten ætti ég líklega að segja núna og héðan af. Og nú gelurðu rifið uppsagnarbréfið sundur, Karsten. — Og — viljir þú þiggja það, geturðu orðið meðeigandi í verzlunarhúsinu Trufs Lange frá áramótum«. Karsten greip fast í hönd Lange, sem hann rétti honuni. ^Éakka þér fyrir. Og í dag hefi ég unnið talsvert meira en stóra vinninginn í happdrættinu!« »í*að hefir þú sannarlega gert*, sagði Lange. »Og í dag verðurðu að setja þrjú kampavínsglös á borðið með miðdegismatnum, Margrét!«

x

Jólasveinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinninn
https://timarit.is/publication/1800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.