Nýja skákblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 6

Nýja skákblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 6
Eins og undanfarin ár var mótið háð að tilhlutun Taflfé- lags Reykjavíkur, sem jafn- framt annaðist allan veg og vanda þess. Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er öllum íslenzk- um skákmönnum löngu kunnur fyrir afrek sín við skákborðið bæði hér heima og erlendis, svo óþarft er upp að telja eða fjöl- yrða um hvert einstakt mót, sem hann hefir tekið þátt í, heldur nægir að rekja skákferil hans í aðaldráttum. Hann var skákmeistari íslands 1928. Á ís- landsþingi 1935—1938 fær hann í bæði skipti II. verðlaun. Á haustmóti Reykjavíkur 1937 II. verðlaun Var skákmeistari Reykjavíkur 1938. í úrslita- keppninni um Argentínuförina 1939 nr. 3. Skákmeistari ís- lands 1940 og skákmeistari Reykjavíkur 1941. Einar hefir keppt sem full- trúi íslands á erlendum skák- mótum: í Hamborg 1930, Folkestone 1933, Múnchen 1936 og Buenos Aires 1939. Heildar- útkoma hans á þessum mótum mun vera um 50% — má það teljast alve gágæt frammistaða og hverjum meistara samboðin. Nýja Skákblaðið óskar Ein- ari til hamingju með meistara- titilinn og væntir þess jafn- framt að honum megi auðnast að halda honum sem lengst. 5KAKIR FRÁ ÚRSLITAKEPPNINNI Hvítt: Sturla Pétursson. Svart: Einar Þorvaldsson. 70. Drottningarbragð. Slavncskt. 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 c7—c6 3. Rbl—c3 Aljechin-leikurinn. 3. —o— e7—e6 4. Rgl—f3 d5Xc4 5. a2—a4 Bf8—b4 6. Rf3—e5 Tarrasch lék þessum leik stundum, betra er talið 6. e3 . 7. Bd2. 6. —o— b7—b5 7. e2—e3 Rg8—f6 8. Bfl—e2 Bc8—b7 9. 0—0 Bb4Xc3 10. b2Xc3 0—0 11. Bcl—a3 Hf8—e8 12. Ddl—bl Hvítur hefir nú alveg full- komið tafl upp í peðið og meira til. NÝJA SKÁKBLAÐIÐ 4

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.