Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 2
18
II E I M D A L L U R
S j álf stæðisf lokkurinn
skorast ekki undan
ábyrgð
Þegar stjórnarmyndunartilraunir
hófust, tjáði Sjálfstæðísflokkurinn
sig aftur fúsan og hvatti til sam-
starfs hinna þriggja borgaralegu
flokka. Slíkt stjórnarsamstarf tókst
ekki. Áður hafði forseti lýst því yfir,
að hann mundi taka til sinna ráða,
ef þinginu tækist ekki að mynda
meirihlutastjórn fyrir nóvemberlok.
Fól hann því Ólafi Thors myndun
minnihlutastjórnai’ sem formanni
stærsta þingflokksins og var ráðu-
neyti hans skipað Sjálfstæðismönn-
um eingöngu 6. des. s. 1.
Með myndun þessarar mir.nihluta-
stjórnar sýndi Sjálfstæðisflokkurinn
enn sem fyrr, að hann skoraðist ekki
undan ábyrgðinni og hinu vandasama
^g jafnvel vanþakkláta hlutverki,
sem þeirra hlaut að bíða, sem tóku
að sjer að halda um stjórnvölinn á
slíkum tímum. Mundi þó ábyrgðar-
laus flokkur hafa ef til vill sagt sem
svo, að flokkurinn hefði beðið um
meirihlutaaðstöðu í þinginu, en ekki
fengið hana og því væri hann ekki
skyldugur til að taka stjórnartaum-
ana. í það minn^ta leit flokkur, sem
hnekki beið við síðustu kosningar,
Alþýðuflokkurinn, svo á, að honum
bæri ekki skylda til að taka þátt í
stjórn.
Samspil Hermanns
og kommúnista
Þegar fórsætisráðherra tilkynnti
skipun 'hinnar nýju stjórnar, sem
átti ef til vill erfiðari verkefni fyrir
höndum 6n nokkur önnur íslensk
ríkisstjórn, hefði mátt ætla, að for-
menn andstöðuflokkanna, óskuðu
stjórninni heilla við úrlausn vanda-
málanna, þótt þeir lýstu því jafn-
framt yfir, að hún nyti ekki stuðn-
ings eða hlutleysis viðkomandi
flokka. En annað varð uppi á ten-
ingunum. Sjerstaklega var það eftir-
tektarvert, hve formenn Framsókn-
arfloKksins og Kommúnistaflokksins
ljeku á sömu strengi, ónot til forseta
íslands fyrir að fela þeim ekki stjórn
arforustuna og hálfgerðar bölbænir
í garð nýju stjórnarinnar.
|
Vilja kjósendur Fram-
sóknar samvinnu við
kommúnista?
Um ónotin til forsetans hjeldu
menn, að kommúnistar nmndu verða
einir, en Hermann Jónasson tók und
ir. Hann og Einar Olgeirsson ljetu
í það skína, að ef til vill mundu
þeim Framsóknarmönnum og komm-
únistum hafa tekist að skríða saman
í eina sæng, ef þeir hefðu haft næg-
an tíma. Er ekki úr vegi, að athygli
kjósenda Framsóknarflokksins, m. a.
bændanna, sje vakin á þessu^enda
var Hermann Jónasson eini flokks-
formaðurinn, sem ekki lýsti því
hreinlega yfir, að hann eða flokkur
hans gæti ekki og vildi ekki mynda
stjórn með kommúnistum. Með
þeirra hjálp taldi hann ef til vill von
um, að persónulegir valdadraumar
hans rættust. Hermann Jónasson virð
ist ávallt hafa viljað setja það að
skilyrði fyrir stjórnarstuðningi síns
flokks, að hann sjálfur yrði forsætis-
ráðherra. Hitt hefur svo varðað
minnu eða engu, hver málefnin eða
stjórnarflokkarnir yrðu. Hefur Her-
manni farist í þessu töluvort öðru
vísi og verr en formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Ólafur Thors lýsti því yfir
þegar flokksstjórn hans var mynd-
uð, að Sjálfstæðisflokkurinn teldi
eftir sem áður meirihlutastjórn, sem
byggðist á samstarfi hinna þriggja
borgaralegu flokka æskilegasta og ef
unnt væri að koma slíkri stjórn á,
skipti það ekki máli, hvort hann eða
einhver annar hefði stjórnarforust-
una.
Goðgá að fylgja
góðum málum
Raunar má hún merkileg heita, svo
að ekki sje sterkara að orði kveðið,
framkoma Framsóknarflokksins og
málgagns hans, Tímans, og þá ekki
síður framkoma kommúnista og
Þjóðviljans. Bæði blöðin og Tíminn
alveg sjerstaklega töldu það goðgá
hina mestu, undirlægjuhátt við hina
nýju ríkisstjórn og Sjálf«tæðisflokk- ,
inn, að Stefán Jóh. Sféfánsson hafði
lýst því yfir, að Alþýðuflokkurinn
mundi fylgja góðum málum, sem
ríkisstjórnin bæri fram. Hvorki Tím-
ann nje Þjóðviljann skipti það neinu
máli, hvort málefnin væru góð eða
vond. Fyrirfram voru þau á móti öll-
um verkum stjórnarinnar. Leikur
varla vafi á því, að sjaldan hefur
verið komist lengra í pólitísku
ábyrgðarleysi.
Það var auðvitað hægt að vje-
fengja hæfileika Alþýðuflokksins til
að greina á millí góðs og ills eða
draga í efa djörfung flokksins og
getu til að fylgja góðum málum ó-
trauður. Hvort tveggja þetta hefur
Alþýðuflokkinn ekki ósjaldan
skort. En yfirlýsinguna út af fyrir
sig, að heita góðum málum stuðn-
ingi. er ekki með neinni skynsemi’
hægt að gagnrýna.
Leikaraskapur
■ Framsóknar
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis-
manna tók við 6. des. s. 1. lýsti for-
sætisráðherra bví yfir, að stjórnin
mundi leggja tillögur sínar fyrir þing
ið bráðlega og fara ef til vill fyrst
troðnar brautir en koma síðar með
tillögur, sem miðuðu að heildarlausn
vandamálanna. Ekki var stjórnin
búin að sitja tíu daga, þegar Her-
mann Jónassön spurði, hvað liði til-
lögum hennar, og þótt forsætisráð-
herra g^fi honum skýr og góð svör,
sem Hermann virtist sætta sig við,
þá spyr Eysteinn Jónsson hins sama
tveimur dögum síðar. Menn áttuðu
sig ekki almennt, hvað svona leik-
araskapur átti að þýða. Eins og for-
sætisráðherra benti á, voru óskir út-