Heimdallur - 30.12.1949, Blaðsíða 6

Heimdallur - 30.12.1949, Blaðsíða 6
22 alþýðunnar; samsæri gegn lýðveld- inu, njósnir og misnotkun á erlend- um gjaldeyri. Glæpafjelagar hans, sem einnig hafa verið handtekntr, hafa játað, að ákærurnar gegn honum hafi við rök að styðjást.“ Um kl. 4 á miðvikudagsmoi’gun var Mindszenty. vakinn og hann færður inn í mjög stórt „yfirheyrsluher- bergi“. Nú hófst eldraunin. Eldrauhin liefst. Mindszenty var látinn standa. og horfa á mjallhvítan vegg, sem lýstur var með mjög sterkum ljósum, en þrfr lögreglumenn tóku nú að yfir- heyra hann undir stjórn háttsetts foringja úr leynilögreglunni. Þeir spurðu hann íil skiptis og lásu upp fyrir honum ýmis atriði úr skýrslu hans, sem þeir sögðu, að væru lygar. Hvað eftir annað varð Mindszenty að hlusta á lögreglumennina hrópa: „Lygar, lygar. Skilurðu það Minds- zenty. Þetta eru lygar allt saman.“ Stundum settu þeir ofan í við hann og sögðu: „Prestar ljúga ekki, prestar segja sannleikann; prestar játa.“ — Þeir kröfðust þess, að hann lýsti því yfir, að allá’r fyrri yfirlýsingar hans, opinberar og aðrar, væru falskar. — Þeir endurtóku sömu ákærurnar og kröfurnar tímunum saman. Nú tóku hýir spyrjendur við. og breyttu þeir mjög um tón: „Hvað ræddir þú við Pius páfa XII.? Hversu lengi ræddir þú við Otto af Habs- burg? Hversu oft neyttir þú matar með Spellman kardinála? Hver var lciðSÖgumaður þinn í Ottawa? Hvað haíðist þú að í Róm? Hvað sagðir þú við van Röey kardinála? Hvað rædd- ir þú við páfann? Hvað — hvað — livað beifgmáíaði stöðugt frá veggn- um, eu kardinálinn svaraði öllum spurningunum skýrt og ákveðið. Spurnihgarnar voru nú endurtekn- ar margóft, og alltaf svaraði kardin- álinn, en sþýrjendurnir gáfust venju- legá upp eftir hálfa klukkustund og nýir tóku víð.; HEIMDALLUK Eftir 35 klst. yfirheyrslu. „Kaffi“ til hressingar. Síðari hluta fimmtudags fram- kvæmdi læknir skyndirannsókn á honum, en þá hafði yfirheyrslan stað ið í 35 klst. samfleytt. Að rannsókn- inni lokinni ráðfærði læknirinn sig við prófessor Gerson og Kotlev, en síðan tók spurningunum að rigna yfir kardinálann á ný. Um kl. 8 á fimmtu- dagskvöld virtist eins og kardinálinn riðaði lítilsháttar. Augu hans voru lokuð, og hann hreyfði sig ekki, er honum var skipað að snúa sjer við. Nú varð hlje á yfirheyrslunni meðan ráðgast var um, hvað gera skyldi. Brátt kom læknirinn, og hafði hann meðferðis tvö stór glös af ,,kaffi“, Komið var með stól og kardinálinn látinn setjast á hann. Læknirinn hjelt um höfuð honum og bar gla&ið að vörurn hans, en hann svolgraði úr því og opnaði augun. Skömmu síðar bauð læknirinn Mindszenty annað glas, sem hann einnig drakk úr, en í þetta skipti þakkaði hann fyrir sig. Einn lögreglumaðurinn spurði nú kardinálann, hvort hann hefði lyst á mat, og játti hann því. Honum var nú sagt, að hann gæti fengið allan þann mat, er hann girntist, þegar hann hefði gefið viðunandi svör við öllum spurningunum. Ekki hreif þetta því að kardinálinn hrópaði nú með þrumuraust: „nei“! Yfirheyrslurnar hjcldu nú áfram það sem eftir var nætur, og í hvert skipti sem kardinálinn lokaði augun- um, var honum gcfið meira „kaffi", en síðan haldið áfram. „Jeg er reiðubúinn að deyja“ Um kl. 10 á föstudagskvöld, þegar Mindszenty hafði staðið upprjettur í 06 klst. samfleytt, lokaði hann aug- unum og var hljóður. Hann hirti ekki einu sinni um að kveða nei við spurn- ingunum. Liðsforingi sá, sem stjórn- aði yfirheyrslunum, klappaði nú á öxl Mindszenty og spurði, hví hann ekki svaraði. Þá svaraði hann og sagði: „Bindið endi á þetta! Drepið mig! Jeg er reiðubúinn áð deyja!“ Mindszenty var nú sagt, að honum myndi ekkert mein verða gert og hann gæti sjálfur bundíð endi á yfir- heyrslurnar á þann einfalda hátt að svara tilteknum spurningum. Játningin fölsuð. Mindszenty varð nú stöðugt þreytt- ari og þreyttari, og á föstudagsnótt drakk hann alls 27 glös af „kaffi“. A laugardagsmoi’gun var hann vart þekkjanlegui’. Fætur hans voru orðn- ir mjög bólgnir, og olli það honum miklum sársauka. Skór hans voru teknir af honum og honum var skin- að að standa beinum. í fyrsta skipti spurði nú kardinálinn: „Hvað viljið þið, að jeg geri?“ Kotlev ofursti varð fyrir svörum og sagði, að haixn ætti að undirskidfa játningu, sem búin hefði verið til. Játning þessi væri hjer um bil samhljóða skýrslu kard- inálans, en smávægilegar bi’eytingar hefðu vei’ið gerðar til þcss að breiða yfir „samsæri kardinálans11 gegn stjórn landsins. Mindszeixty svaraði engu. Nú var tekið til að lesa upp ýmsar greinar liinnar fölsuðu játningar og eftir hvex’ja grein var þess krafist, að Mindszenty staðfesti hana. Hantr átti nú orðið rnjög erfitt með að halda jafnvæginu, og rödd hans var mjög lág, en sarnt svaraði hann sjer- hverri spurningu ákveðið neitandi. Nú spurði Kotlev, hvort kavdinál- ann langaði til að sjá, hvernig færi fyrir því kirkjunnar fólki, sem gerði samsæri gegn „alþýðulýðræðinu“? Mindszenty starði út í loftið og svar- aði engu. Samkvæmt skjpuii Kotlevs voru dyrnar nú opnaðar og verðirnir koinu með tvær nunnur, sem voru hræði- lcga útleiknar eftir píningar. Kard- inálinn reyndi að spenna greipar til að biðjast fyrir, en tókst ekki. Augu hans voru tárvot, þegar fai’ið var með nunnurnar, en í staðinn komu

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.