Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 7

Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 7
II E I M D A L L U R verðirnir með ritara kardinálans, Andrew Zakár. Andlit hans var svo bólgið, að það var ekki þekkjanlegt; hár hans alþakið storknuðu blóði og handleggirnir og hálsinn voru hræði- lega marðir. Tveir Verðir hjeldu hon- um uppi. í hokkur augnablik ríkti dauðaþögn. Það virtist svo sem Mindszenty og Zakár þekktu hvor- ugur annan. Kotlev sagði nú erki- biskupnum, að þetta væri ritari hans, og hefði hann nú þegar játað allt. Zakár fjell á gólfið; hann skreidd- ist áfram í áttina til kardinálans og bað um fyrirgefningu. Þegar verð- irnir ætluðu að hjálpa honum að rísa á fætur hrópaði hann: „Nei, nei, mis- þyrmið mjer ekki. Jeg sk^ játa allt sem þið viljið. Jeg bið ykkur að mis- þyrma mjer ekki meir.“ 84 stunda yfirheyrsla. Nú var Zakár færður burt, en Mindszenty sagði ekki orð í tvær klst. á eftir. Hann var eins og stirðn- aður. Um kl. 4 á laugardag var hann studdur að borði einu, en á því lá vjelrituð játning, sem beið aðeins þess að hann skrifaði undir hana. Honum var nú fenginn penni, en skjalið gat hann ekki lesið, svo að hann vissi ekki, hvað hann var að undirrita. Hann undirritaði samt játninguna eftir 84 klukkustunda yfirheyrslur. Þegar Mindszenty hafði skrifað undir, var hann færður til klefa síns, hann afklæddur og lagður í rúmfleti sitt. Þessu næst var honum gefið að borða, súpa og kartöflur, en Gerson gaf honum sprautu af einhverju deyfilyfi. Kardinálinn lá nú hreyfing arlaus í 17 klst., en um nóttina kom einn af varðmönnum þeim, sem gætti klefa hans til Gersons og tjáði hon- um, að Mindszenty væri vakandi. Augu hans voru opin og starandi og líkaminn væri stífur. Gerson fullviss- aði varðmanninn um, að Mindszenty svæfi djúpum svefni og ekkert væri að honum; líkami hans myndi hress- ast við aftur. Líkami Mindszenty náði sjer að vísu, en sálarþrek hans hafði fengið banahöggið. „Mindszenty útrýmingarnefndin“ kom saman á sunnudagsmorgun. — Péter, yfirmaður leynilögreglunnar, var hinn hróðugasti og sýndi mönn- um hina vjelrituðu játningu Minds- zentys, en Ivan Boldizsár hjelt því fram, að fólkið myndi ekki trúa játn- ingunni ef hún væri vjelrituð, hún yrði að vera skrifuð með eigin hendi kardinálans. Þegar kardinálinn hefði skrifað játninguna að nýju skyldi hún gefin út, en þegar höfðu verið gefin út ýmis „skjöl sem fundist höfðu í kjallara kardinálans11. Allt þetta átti að hafa þau áhrif, að Mindszenty væri sekur í augum fólksins áður en rjettarhöldin yfir honum hæfust. Meira af deyfilyfjum. Mindszenty vaknaði um hádegi á sunnudag og neytti þá dálítils matar. Hann kvartaði við varðmennina um verki í höfði og fótum, svo að lækn- irinn var sóttur. Þegar læknirinn kom, ætlaði hann að gefa kardinál- anum deyfilyfssprautu, en hann veitti viðnám, svo að þrjá menn þurfti til að halda honum meðan læknirinn sprautaði í hann lyfinu. Nú kom prófessor Gerson, og sett- ist hann niður hjá kardinálanum og fór að tala við hann í vingjarnlegum tón, eins og hann væri að tala við barn. Hann sagðist engu hafa ráðið um það, sem gerst hefði, og sú eld- raun, sem kardinálinn nú hefði farið í gegnum, væri aðeins smjörþefur- inn af því, sem framundan væri. Að lokum lýsti hann þeim píningum, sem aðrir fangar yrðu að þola. Eng- inn þyrfti að þola slíka meðferð, sagði hann, en mjög væri það mikilvægt, að menn væru samvinnuþýðir. Einn- ig væri nauðsynlegt fyrir kardinál- ann að fá þetta lyf vegna þess, sem hann hefði orðið að þola síðustu dag- ana. Síðari hluta dagsins kom læknir- inn aftur til að gefa honum sprautu, og nú veitti Mindszenty enga mót- spyrnu. Yfirheyrslurnar halda áfram. Kl. 8 um kvöldið var aftur farið með Mindszenty til yfirheyrslu. Hon- um var fengið sæti við borð, sem á voru ritföng og skipað að gera afrit af hinni vjelrituðu játningu, sem hann hafði undirritað. Kardinálinn svaraði ekki. Þá sýndi foringi sá, sem stjórnaði yfirheyrslunum, kard- inálanum hina vjelrituðu játningu hans og byrjaði að lesa hana upphátt. Kardinálinn varð mjög æstur, tók fram í fyrir foringjanum og sagðist aldrei hafa gert neina slíka játn- ingu. Honum var þá bent á undir- skriftina, en hann kvaðst ekki við hana kannast; hann gæti iUa greint hana. Nú var Mindszenty stillt upp við vegg og lögreglumennirnir tóku að lesa játninguna fyrir honum, og end- urtóku þeir sömu setningarnar hvað eftir annað. Þrettán klst. síðar var Péter hershöfðingja afhent játning kardinálans rituð með eigin hendi. Yfirheyrslurnar hjeldu nú áfram án afláts, og var nú lagt út af hinni „skriflegu játningu“. En að kvöldi hins 13. janúar leið yfir kardinálann. Hann var fluttur í klefa sinn, og dvaldist læknir þar hjá honum til næsta dags. Menn voru mjög áhyggju fullir og óttuðust um líf kardinálans. Péter heyrðist segja við Kotlev: ,,Þeir hafa gefið honum of mikið deyfilyf. Hvað eigum við að taka til bragðs, ef hann deyr?“ „Venjulega deyja þeir ekki,“ svaraði Kotlev. En þessi frá- sögn af veru Mindszentys í fangels- inu endar skyndilega að morgni hins 15. janúar. Skipt var um alla verði, sem gættu hans, og einn liðsforingi og tveir varðmenn, sem grunaðir voru um að segja frá yfirheyrslunum voru teknir fastir og sendir í annað fangelsi. Þar urðu varðmennirnir fyrir „slysaskoti", er þeir voru að

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.