Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 8

Heimdallur - 30.12.1949, Qupperneq 8
24 HEIMDALLUR gera „tilraun til undankomu“, en liðsforinginn var sendur til Rúss- lands, þar sem hann skyldi „settur til mcnnta“ að nýju. Annar liðsforingi, sem var vitni að raunum kardinál- ans var sendur til afskekktrar landa- mærastöðvar við landamæri Júgó- siaviuýcn um miðjan mars tókst hon- um að fiýja land. Ofraun mennskum manni. Enginn, sem fylgdist með kardin- áianum 10 fyrstu dagana í fangelsinu, trúði því, að nokkur mennskur mað- ur gæti þolað þær líkamlegu og sál- arlégu þjáningar, sem Mindszenty varð að þola. Enginn maður hafði áður staðið upprjettur við yfirheyrslur 84 klst. samfleytt í „Andrássy ut 60“. Sum- ir höfðu að vísu haldið út í 75 klst., en þá voru þeir líka nær dauða en lífi í margar vikur á eftir. Sumir höfðu dáið við yfirheyrslurnar ör- magna af þreytu, en aðrir af hjarta- slagi, sem orsakaðist af hinu örv- andi ,.kaffi“. I*i jú stig. í málarekstrinum hjá leynilögregl- unni eru þrjú stig. Á fyrsta stigi er fanginn látinn „játa“. Á öðru stigi er hann látinn vanda meir til ,.játn- ingarinnar“ og skýra frá smáatriðum og aðstæðum við glæpi sína. Þessu stigi lýkur, þegar fanginn er orðinn sannfærður um sekt sína og viðbrögð hans sanna að svo sje. Á þriðja stig- inú er hann búinn undir rjettarhöld- in; honum er kennt að bera vitni gegn sjálfum sjer og öðrum, sýna iðr- un og meðtaka dóm sinn möglunar- laust. Aðferðir þær, sem notaðar eru á liinum ýmsu stigum, eru að vísu dálitið mismunandi, en ruddaskapur og ótti geta yfirbugað sjerhvern mann með meðal sálarþrek. Þegar um flókin mál er að ræða, er leitað á náðir taugafræði, efnafræði og sál- fræði. Mál Mindszentys hafði frá upphafi verið flókið. Aðallæknirinn við yfirheyrslurnar, sem hafði rúss- neska menntun, hjelt fyrirlestra og skýrði frá aðferðum lögreglunnar. Kann sagði, að á fyrsta stigi, þegar fórnardýrið hefur örmagnast líkam- lega, sje nauðsynlegt að það örmagn- ist hjerumbil andlega. Þessu er kom- ið í kring með aðstoð tveggja Ivfja Actedronc og Mescaline. Actedron er framleitt syntetiskt, og smá- skammtar af því örfa mjög alla lík- amsstarfsemi fórnardýrsins og því finnst sjer aukast kraftur, en sjeu skammtarnir auknir valda þeir svima slæmum höfuðverk, og menn geta með engu móti hvílst. Mescaline finnst í ákveðnuin tegundum kakt- usa, og hefur það verið notað mjög við sálfræðilegar rannsóknir. Tilbúinn fyrir rjcttarliöldin. G. T. Stockings bendir á mátt þessa lyfs í tímaritinu Journal of Mental Science og segir: „Mcscaline eitrun er ekkert annað en Schizophrenia, cf orðið er notað í bókstaflegri mei'k- ingu um „klofinn persónuleika“. bví að höfuðeinkenni hennar er alg'jör upplausn (molun) persónuleikans, nákvæmlega eins og menn finna hjá s.júklingum með Schizophrenia“, Actedron var notað við kardínál- ann til þess að halda honum vakandi og í taugaspenningi í langan tíma. í „kaffínu“, sem honum var stöðugt gefið, var actedron. Mescaline var notað til þess að sjá um „eyðingu persónuleikans“. Þegar þessi lyf hafa molað persónuleikann, getur slyng- ur sálíræðingur byggt hann upp að nýju eins og honum þóknast og sýnt heiminum algjörlega nýjan mann. Þetta var gert við Joseí Minszcnty kardinála frá því að hann var hand- tekinn og þar til rjettarhöldin hófust. Hinn 21. janúar kom „nefndin“ sam- an aftur. Gerson og Péter tilkynntu, að kardinálinn væri „tilbúinn fyrir rjettarhöldin.“ „Móðir þín mundi ekki þekkja þig aftur.“ Einn nefndarmanna skýrði frá því, að orðrómur væri á kreiki erlendis um það, að kardinálinn væri undir áhrifum eiturlyfja. Kotlev fullvissaði menn þá um það, að enginn myndi geta sjeð áhrif lvfjanna á honum í rjettarsalnum nema ef til vill mjög kunnugir menn, en slíkurn mönnum yrði ekki leyfður aðgangur að rjett- arsalnum. Annar ráðherra Ijet í ljós efa sinn á því að lyfin hefðu tilætluð áhrif. en Kotlev svaraði honum með þess- um óhugnanlegu orðum: „Þú mátt trúa því, að ef þú einhverntíma skyldir lqiuda í okkar hendur, mundir þú sæta slíkri meðferð, að móðir þín mundi ekki þekkja þig aftur“. Lauslega þýtt úr ReadeVs Digest. >W V >W ^ >W ER ÞETTA OF FJARRI OKKUR? ÞEGAR sagt er frá ógnarstjórn kommúnista fyrir austan járntjaldið, þá er viðkvæði þeirra, að það, sem þar gerist, sje svo fjarri okkur, að það komi okkur ekki við hjer á Islandi. Á sínum tíma var okkur einnig sagt, að atferli Hitlers og nasista kæmi okkur ekki við. En það atferli kom heimsstyrjöld af stað. Nú eru kommúnistar all-öflugur flokkur hjer á landi. Foringjar þeirra munu, ef þeir næðu völdum hjer, reyna að rjettlæta samskonar meðferð á sínum andstæðingum lijer og Mindzenty kardínáli varð fyrir af völdum flokksbræðranna í Ung- verjalandi, Hjer eins og annars staðar gela slíkar ,,kommúnistaaðferðir“ komið niður á kirkjunnar þjónum. Þess er því að vænta, að þjónar kirkjunn- ar sjeu ekki kommúnistum hjer nyt- samir sakleysingjar eða jafnvel auð- sveip verkfæri.

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/1807

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.