Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Síða 11
3
Rétt þykir að fara nokkrum orðum um helztu kafla bókarinnar í þeirri röð,
sem þeir birtast:
Mannfjöldinn: Reynt hefur verið að gera þessum þætti all-ítarleg skil
ekki sízt vegna breyttrar búsetu í borginni. Fólki hefur víða fækkað ört
í gömlu borgarhverfunum, en ný hverfi hafa sprottið upp á skömmum tíma.
Upplýsingar í þessum kafla eru yfirleitt áreiðanlegar, að öðru leyti en
því, að nýju hverfin hafa byggst örar en íbúaskráning gefur til kynna.
Atvinnugreinar og tekjur: Upplýsingar um atvinnuskiptingu eru byggðar á
skýrslum um slysatryggingaiðgjöld og þykja ekki nákvæmar, en duga þar, sem
um er að ræða samanburð á milli ára. Þó verður að hafa í huga, að miðað
er við dagvinnutíma og fæst því aðeins hugmynd um meðalmannfjölda í hverri
atvinnugrein, en ekki vinnumagn, þ.e.a.s. raunverulegan vinnustundafjölda
í greininni. Upplýsingar um tekjur eru fengnar úr skattframtölum.
Byggingarstarfsemi: Treysta má að mestu upplýsingum um húsnæði, sem lokið
hefur verið við á ári hverju, en örðugra er að afla vitneskju um breytinga
á notkun húsnæðis. - Talsverður vafi leikur á heildartölu íbúða í Reykja-
vxk og á höfuðborgarsvæði, en í því sambandi þarf einnig að taka til athug
unar, hvernig beri að skýrgreina íbúðarhugtakið.
Verðlagsmál: Gerð er grein fyrir þróun verðlagsmála í stærstu dráttum
frá 1959 að svo miklu leyti sem vísitölur eru mælikvarði á hana. Hafa
ber sérstaklega í huga, að upplýsingar, sem lagðar eru til grundvallar
vísitölu, haldast sjaldnast lengi réttar, en erfitt getur hins vegar
reynzt að leiðrétta grundvöllinn, meðal annars vegna gildandi kjarasamn-
inga og verksamninga.
Gjaldskrár borgarsjóðs og fyrirtækja: Lögð hefur verið áherzla á að
lýsa í grófum dráttum meðferð gjaldskrármála hjá Reykjavíkurborg, þar
sem ákvarðanataka á sér oft nokkuð flókinn aðdraganda og viðhorf all-
breytileg eftir því, hvernig þjónustu um er að ræða hverju sinni.
Úr rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja: Þessi kafli er allsundurleitur, en
þar hafa verið tínd til gögn um ýmsa þá þætti í rekstri borgarsjóðs og
borgarfyrirtækja, sem hvað mest hafa verið til umræðu að undanförnu.
Eggert Jónsson.