Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Side 95
VERÐLAGSUPPBÖT A LAUN SAMKVÆMT KAUPGREIÐSLUVÍSITÖLU
FRA 1959 TIL 31/5 1937.
Lög um niðurfærslu verðlags og launa o.fl0 nr. 1/1959.
Verðlagsuppbót á laun var greidd eftir vísitölu 202 stig frá 1/12 1958
og átti sú (kaupgreiðslu--)vísitala að gilda til februarloka 1959, skv.
ákvæðum 55. gr. laga nr. 33/1958 um útflutningssjóð o„fl„ Þessum ákvæðum
var breytt með lögum nr„ 1/1959 frá og með 1„ febrúar 1959 þannig að kaup-
greiðsluvísitalan var lækkuð úr 202 £ 175 stig fyrir febrúarkaup. Kaup
fyrir marzmánuð var einnig bætt með vísitölunni 175 og það gert að nýju
grunnkaupi, sem verðlagsuppbót skyldi greidd á frá 1/5 1959, samkvæmt
nánari ákvæðum í 6. gr. laganna„
Með þessum lögum (nr. 1/1959) var einnig lagður nýr grundvöllur fyrir
vísitölu framfærslukostnaðar frá 1/3 1959 og ný ákvæði sett um greiðslu
verðlagsuppbótar á laun. Varð nú engin breyting á framfærslu- eða kaup-
greiðsluvísitölum út árið 1959 og þar til sett voru lög nr. 4/1960 um
efnahagsmál.
Lög um efnahagsmál nr. 4, 20. febrúar 1960.
Með þessum lögum voru felld úr gildi öll ákvæði laga nr. 1/1959 um
greiðslu verðlagsuppbótar á laun, en aðalatriði hinna nýju laga var
gengisfelling ísl. krónu.
Útreikningi vísitölu framfærslukostnaðar breytt.
A fundi 30/9 1960 ákvað kauplagsnefnd að breyta útreikningi vísitölu
framfærslukostnaðar þannig, að beinir skattar verði taldir með í útgjöldum
vísitölufjölskyldunnar frá og með 1/3 1959, Jafnframt var ákveðið að
skipta útgjöldum hennar i 3 aðalflokka (A, B og C) þ.e. vörur og þjónustu,
húsnæði, opinber gjöld og frádrátt, fjölskyldubætur o.fl. Vísitala fram-
færslukostnaðar reyndist 101 stig skv„ þessum nýja útreikningi þann 1„
september en hefði orðið 105 stig með eldri aðferðinni.
Nýir samningar um kaup og kjör í júní og júlí 1961 að afstöðnum verkföllum
og hækkaði þá kaup verkafólks um 10 - 17% eftir starfsstéttum.
Ríkisstjórnin, Alþýðusamband íslands og atvinnuveitendur gerðu samkomulag
um það 5. júní 1964, að ríkisstjórnin hlutaðist til um að aftur yrði
komið á verðtryggingu launa með lagasetningu. Skyldu laun tryggð miðað