Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Side 103
- 93
gjaldskrArmAl borgarsjóðs og fyrirtækja
SKÝRINGAR.
Ekki eru allir á einu máii um það, hvernig skuli greiða fyrir þjónustu,
sem veitt er á vegum opinberra aðila. Þar er í höfuðatriðum um tvær
leiðir að velja. Annars vegar er um það að ræða, að gjöld séu í sem mestu
samræmi við notkun. Hins vegar kemur til greina að láta þá greiða mest,
sem efnaðastir eru og þá án tillits til þarfa þeirra fyrir þjónustu, sem
veitt er. í Reykjavík hefur bil beggja verið farið svo sem víðast annars
staðar. Til dæmis greiða Reykvíkingar í samræmi við notkun fyrir þjónustu
Rafmagnsveitu og Hitaveitu, en aftur á móti aðeins hluta þess kostnaðar,
sem er við fólksflutninga á vegum Strætisvagna Reykjavíkur, eða við þá
þjónustu, sem veitt er á sundstöðum borgarinnar. Oft kemur því í hlut
borgarsjóðs að standa undir útgjöldum stofnana og fyrirtækja þar sem tekjur
samkvæmt gjaldskrá hrökkva ekki til.
Gildandi reglur og venjur um ákvörðun gjaldskrár eru all-breytilegar,
meðal annars vegna þess, sem að framan getur um það, hvernig skuli greitt
fyrir veitta þjónustu. Gjaldskrár eru ýmist gefnar út sérstaklega eða sem
hluti af reglugerðum, og í sumum tilvikum þarf að leita staðfestingar ráð-
herra, en í öðrum ekki. Tillögur um nýjar gjaldskrár, eða breytingar á
gjaldskrám, berast borgarráði að jafnaði frá forráðamönnum hlutaðeigandi
fyrirtækja eða stofnana, eða stjórnum þeirra. Ef í reglugerð er ákvæði
um það, að leita þurfi staðfestingar ráðherra á nýrri gjaldskrá, sendir
borgarráð tillögurnar, ásamt hugsanlegum breytingum, áfram til borgarstjórn-
ar þar sem endanleg ákvörðun er tekin að loknum tveimur umræðum. Þá loks
er unnt að senda hina nýju gjaldskrá til staðíestingar x hlutaðeigandi ráðu-
neyti. A hinn bóginn getur borgarráð tekið endanlega ákvörðun um gjaldskrá
með samhljóða afgreiðslu, ef ekki er í reglugerð kveðið á um það, að leita
þurfi staðfestingar ráðherra. Verði borgarráð ekki samhljóða um afgreiðslu,
fer málið til einnar umræðu og endanlegrar ákvörðunar í borgarstjórn.
Rétt þykir að gera almenna grein fyrir ákvörðun gjaldskrár ýmissa helztu
fyrirtækja og stofnana borgarinnar, en upptalningin er þó ekki tæmandi.
Vakin skal sérstök athygli á því, að ekki hefur tekizt að fylgja eftir
settum reglum um ákvörðun gjaldskránna síðan svonefnd verðstöðvunarlög