Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Síða 105
95
Hitaveita:
Samkvsemt 8. grein gildandi gjaldskrár Hitaveitu Reykja-
víkur er heimilt að hækka eða lækka hitaveitugjöld í
sama hlutfalli og vísitala byggingarkostnaðar breytist,
þó skal heildarkostnaður við hitun húsa með hitaveitu
að meðaltali ekki fara fram úr 8Cffo af kostnaði við hitun
húsa með olíukyndingu. Hitaveitan hefur að því leyti
sérstöðu meðal borgarfyrirtækja, að hún hefur fengið
framkvæmdalán hjá Alþjóðabankanum, er meðal annars setti
þau skilyrði, að gjaldskrá Hitaveitu yrði miðuð við a.m.k,
7% rekstrararð af endurmetnum fasteignum fyrirtækisins.
Samkvæmt þessari reglu ætti rekstrararður að vera um
200 m.kr. í ár, en ljóst er að hann nær tæpast 60 m.kr.
að óbreyttri gjaldskrá.
Gert er ráð fyrir því, að tekjur Hitaveitu verði um
445 m.kr. á þessu ári, en heildarútgjöld 540 m.kr. Þar
af eru 55 m.kr. vegna frestunar framkvæmda í fyrra og
verður greiðsluhalli hjá Hitaveitu því um 40 m.kr. á
þessu ári að óbreyttri gjaldskrá.
Vatnsveita:
Vatnsveita Reykjavíkur hefur nokkra sérstöðu meðal veitu-
stofnana x gjaldskrármálum, þar sem gjaldskrá hennar
miðast ekki við vatnsnotkun nema að litlu leyti. í kafl-
anum um Vatnsveituna hér á eftir eru ákvæðum gjaldskrár
hennar gerð nokkur skil, en þau eru samkvæmt 5. gr. gild-
andi reglugerðar um Vatnsveitu Reykjavíkur. - Aætlað
er, að tekjur Vatnsveitunnar verði um 110 m.kr. á þessu
ári, en heildarútgjöld eru áætluð um 215 m.kr. Raunveru-
legur greiðsluhalli verður þó ekki meiri en 55 m.kr„,
þar sem 50 m.kr. voru fyrir nendi vegna frestunar fram-
kvæmda frá fyrri árum.
Reykjavíkurhöfn:
Gjaldskrá Reykjavíkurhafnar er í megin atriðum uyggð á
skipagjöldum, hafnsögugjöldum og vörugjöldum, auk þess
sem gjöld eru greidd fyrir ýmiss konar þjónustu sem veitt
er á vegum hafnarinnar. Gjaldskráin er birt með hafnar-