Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Side 106
96 -
reglugerð fyrir Reykjavíkurhöfn, sem staðfeat er af
samgönguráðherra. Aætlað er, að tekjur Reykjavíkur
hafnar verði 12* m.kr. á þessu ári og skiptast þaer
sem hér segir:
Vörugjöld .............. kr. 59.0 millj. - 46.1%
Skipagjöld ............. " 12.0 " - 9.4%
Skipaþjónusta ........ " 27.0 " - 21.1%
Rekstur fasteigna .... " 26.0 " - 20.3%
Ýmis þjónusta o.fl. .. "________4.0 "___ 3.1%
Samtals kr. 128.0 millj. - 100.0%
Ekki er vitað með vissu, hver verða heildarútgjöld
Reykjavíkurhafnar á þessu ári, en sýnt Þykir að taka
verði lán til nauðsynlegra framkvæmda, þótt nokkur leið-
rétting hafi fengizt á gjaldskrá hafnarmnar í vetur og
vor.
Strætisvagnar Reykjavíkur:
Samkvæmt samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur, sem gerð
var í árslok 1968, er heimilt að breyta gjaláskrá SVR
til samræmis við verðbreytingar í þeim hlutföllum er
fram koma í síðasta ársreikningi. Rétt er þó að taka
fram, að gjaldskrá SVR skal miða við það að allur fjár-
magnskostnaður fyrirtækisins greiðist úr borgarsjóði.
Mörg undanfarin ár hefur borgarsjóður þó orðið í auknum
mæli að leggja fram fé til reksturs, þar sem fargjalda-
tekjur SVR hafa ekki hrokkið fyrir rekstrarútgjöldum.
Gert er ráð fyrir því, að fargjaldatekjur verði um 145
m.kr. á þessu ári að óbreyttri gjaldskrá, en framlög
borgarsjóðs nemi samtals 118 m.kr., þar af eru 68
m.kr. vegna fjármagnskostnaðar, þ.e.a.s. afskrifta og
fjárfestingar.
Húsatryggingar:
1 almennum vátryggingarskilmálum Húsatrygginga Reykja-
víkur er kveðið svo á, að skylt sé að hafa öll hús í
lögsagnarumdæminu brunatryggð hjá þexm aðila, sem trygg-
ingarnar annast, samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, og með