Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Page 107
97
því vátryggingarverði er dómdvaddir menn meta. Bruna-
bótamatið skal miðast við almennan byggingarkostnað í
Reykjavík, þegar það fer fram, fyrir þá gerð húsa, sem
um er að ræða. Við endurmat skal taka tillit til aldurs
og ásigkomulags húsanna. Borgarstjórn er heimilt að
breyta árlega brunabótaverði húsa til samræmis við breyt-
ingar, er verða kunna á byggingarkostnaði húsa í borginni.
Gatnagerðargjöld:
Samkvæmt gjaldskrá um þátttöku lóðarleigjenda í kostnaði
við gatnagerð krefur borgarstjórn leigutaka um gjald til
þátttöku í kostnaði við byrjunarframkvæmdir gatnagerðar,
þegar hún selur á leigu byggingarlóðir. Gjaldið skal
greiða eftir nánari fyrirmælum borgarstjóra, strax og
borgarráð hefur gefið fyrirheit um lóðina. Leigutakar
fá ekki leyfi til að hefja byggingarframkvæmdir fyrr en
þeir hafa greitt eða gert fullnægjandi greiðslusamning
um gatnagerðarkostnaðinn. Gatnagerðargjöld gætu numið
allt að 115 m.kr. á þessu ári.
Sundstaðir:
Borgarstjórn ákveður gjaldskrá sundstaðanna í Reykjavík,
sem síðan er send félagsmálaráðherra til staðfestingar.
Gjaldskráin er venjulega miðuð við það, að tekjur samkvæmt
henni standi undir 60% reksturskostnaðar.
Barnaheimili:
Rekstur dagheimila og leikskóla í Reykjavík er í höndum
Barnavinafélagsins Sumargjafar og ákveður stjórn félags-
ins gjaldskrá. Miðað er við það, að tekjur samkvæmt
gjaldskrá hrökkvi fyrir helmingi reksturskostnaðar dag-
heimila, en þremur-fjórðu-hlutum af reksturskostnaði
leikskóla. Það, sem á vantar, greiðist úr borgarsjóði.
Húsaleiga:
Samkvæmt 8. grein laga um Húsnæðismálastofnun rxkisins
getur húsnæðismálastjórn veitt lán til byggingar leigu-
húsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum og öðrum skipulags-
bundnum stöðum. 1 23. grein reglugerðar um lánveitingar