Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Síða 109
- 99
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR - GJALDSKRA
Mælieiningar við raforkusölu.
Helztu einingar í sambandi við raforkusölu eru spenna, straumur, afl og
orka.
Einingar þessar eru mældar í eftirtöldum mælieiningum:
Spenna
Straumur
Afl
Orka
Mælieining Einingar notaðar í sam-
Grunneiningar bandi við raforkusölu
Volt V V
Ampere A A
Watt W kW
Wattsekúnda Ws kWh
Afl er margfeldi af spennu, straum og svonefndum aflstuðli cos d,
þannig: W = V • A • cos d
Aflstuðullinn gefur til kynna nýtingu margfeldisins af spennu og straum
til aktifra afkasta. Ef um rafhitun er að ræða, er t.d. aflstuðullinn
cos s6 = 1, en rafhreyflar hafa lægri stuðul, oft milli 0.7 og 0.9.
Orka er margfeldið af afli og þeirri tímalengd, sem aflið er í notkun
(þ.e. integralið Wds).
Við raforkusölu samkvæmt gjaldskrá R.R. eru grunneiningarnar Watt og
Wattsekúnda ekki notaðar, þar eð þær þykja of smáar í því sambandi, 1
staðinn eru notaðar einingarnar kílówatt (kW) og kílówattstund (kWh).
Kostnað við raforkuafhendingu má greina í þrjá liði, þ.e. fastan kostnað
pr. notanda, kostnað í hlutfalli við úttekið afl í kW og kostnað í hlut-
falli við úttekna orku í kWh. 1 gjaldskránni kom þvx fram tilsvarandi
einingarverð, þ.e. fastagjöld, aflgjöld og orkugjöld. Alagning fasta-
gjalda fer eftir reglum, sem tilgreindar eru í gjaldskránni, en til grund-
vallar við álagningu aflgjalda og orkugjalda eru lagðar mælingar á afl í
kW og orku í kWh. Aflmæling er tiltölulega dýr í framkvæmd og er því ekki
beitt nema hjá stórum notendum (dæmi: liður 9.3). Hjá smánotendum er
er aflgjaldið ýmist umreiknað í fastagjald (dæmi: liður 8.3) eða áætlað
eftir uppsettu afli í tækjum hjá viðkomandi notanda (daani: liður 9.2),
en eina mælingin, sem fram fer, er þá orkumæling í kWh,