Árbók Reykjavíkurborgar - 01.05.1973, Qupperneq 117
107
vörugjaldskrA reykjavíkurhafnar
5.3. 1973.
1. flokkur.
Gjald kr. 40 fyrir hver 1000 kg:
Vara flutt í heilum skipsförmum eða lausu máli í miklu magni (meira en
100 t.) svo sem benzín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, sement, vikur.
2. flokkur.
Gjald kr. 70 fyrir hver 1000 kg:
Þungavarningur svo sem sekkjavörur, lítt unnar byggingarvörur, óunnið járn
og stál til iðnaðar eða mannvirkjagerðar, óunnið hráefni til iðnaðar, út-
gerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir og iðnaðar-
vörur til útflutnings.
3. flokkur.
Gjald kr. 150 fyrir hver 1000 kg:
Iðnaðar- og byggingavörur, unnar og hálfunnar, pökkuð og niðursoðin mat-
væli, ávextir, vefnaðarvara, fatnaður.
4. flokkur.
Gjald kr. 400 fyrir hver 1000 kg:
a) Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra, svo sem heimilis- og
skrifstofuvélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flug-
vélar, hreyflar, mælitæki, húsgögn.
b) Ctvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjón-
aukar, glysvarningur alls konar, vxn, tóbak, sælgæti, snyrtivörur.
c) Vörur, sem ekki verða flokkaðar annars staðar, eftir þyngd.
Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 507o afslátt. Vöru-
gjald greiðist ekki af ferðamannabifreiðum, enda ferðist eigendur með sama
skipi.
5. flokkur.
Gjald kr. 35 fyrir hvern rúmmetra:
Timbur og annað eftir rúmmáli.